Sambandsslitin munu vera í góðu en Aronofsky leikstýrði Lawrence í myndinni Mother sem var frumsýnd fyrr í haust og eru þau ennþá á kynningarherferð um myndina og þurfa því að eyða tíma saman þrátt fyrir skilnaðinn.
Lawrence og Aronofsky hafa verið mjög prívat með sambandið en leikkonan opnaði sig í septembertölublaði Vogue fyrr í haust:
„Við höfðum einhverja orku saman,“ sagði hún um hvernig þau byrjuðu „Ég var hrifin af honum en ég veit ekki hvernig honum leið með mig. Ég hef verið í samböndum það sem ég er ringluð. En með honum er ég aldrei ringluð. Venjulega þá er ég ekki hrifin af fólki sem hefur verið í Harvard, því þau geta ekki talað í tvær mínutur án þess að minnast á að þau hafi verið í Harvard. Hann er ekki svoleiðis.“
