Íslensk afrekssundkona: Er þetta ekki eitthvert djók? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2017 08:30 Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Vísir/AFP Sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir er allt annað en sátt með ákvörðun Sundsambands Íslands að bjóða stjórnarfólki Sundsambandsins á EM í Kaupmannahöfn á meðan landsliðsfólkið greiddi sambærilega upphæð fyrir að fara á Smáþjóðaleikana fyrr á þessu ári. „Ég held að allir séu orðnir mjög langþreyttir á þessu ástandi, og það er bara kornið sem fyllti mælinn að Sundsambandið sé nú tilbúið að greiða stjórnarmönnum fyrir að fara á mót. Er þetta eitthvert djók? Hvernig er verið að forgangsraða?“ spyr Ingibjörg en hún ræðir óánægju sína við Morgunblaðið í dag. Landsliðfólkið hefur í gegnum tíðina þurft að greiða sjálft ferðakostnað á mót eins og Norðurlandamót og Smáþjóðaleika. Hörður J. Oddfríðarson, formaður SSÍ, svara fyrir þetta í Morgunblaðinu þar sem hann segir að 2 til 3 stjórnarmenn af ellefu ætli að nýta þennan styrk og sækja Kaupmannahöfn heim í desember. Einn stjórnarmannanna, afrekssundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, er keppandi á mótinu. „Það má alveg spyrja hvort það hefði frekar átt að taka þennan pening og nota til að borga til baka til sundfólksins. Það má líka spyrja sig að því hvort óeðlilegt sér að fólki sem tekur að sér ábyrgð fyrir íþróttagrein, gefist tækifæri að minnsta kosti einu sinni á fjögurra ára tímabili í stjórn til að fara og fylgja eftir keppendum. Ég lít ekki á þetta sem einhverja umbun heldur eru þarna einstaklingar að fara, í sjálfboðastarfi og á eigin tíma, til að auka þekkingu sína á þeirri íþrótt sem þeir eru í forsvari fyrir,“ sagði Hörður í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. „Ég skil ekki hvernig Sundsambandið getur átt pening fyrir stjórnarmenn til að þess að horfa á Evrópumeistaramót en sundmennirnir sjálfir þurfa að borga sjálfir til þess að taka þátt á móti fyrir Íslands hönd. Það þurftu átta stelpur og átta strákar að borga 58 þúsund krónur hvert til að fara á Smáþjóðaleikana, en Sundsambandið er tilbúið að borga 50 þúsund á mann fyrir ellefu stjórnarmenn til að fara að horfa á Evrópumeistaramótið. Ég tel þetta ekki vera rétt forgangsröðin,“ sagði Ingibjörg Kristín Jónsdóttir í viðtalinu við Sindra. „Þetta eru 150 til 200 þúsund krónur sem verða lagðar í þetta að þessu sinni. Ástæðan er ekki sú að búa til einhverja skemmtiferð fyrir fólk, heldur fyrst og fremst að aðstoða fólk við að sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sinna sínu starfi sem stjórnarfólk betur,“ sagði Hörður ennfremur við Sindra en það má sjá alla umfjöllunina um málið með því að smella hér. Sund Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir er allt annað en sátt með ákvörðun Sundsambands Íslands að bjóða stjórnarfólki Sundsambandsins á EM í Kaupmannahöfn á meðan landsliðsfólkið greiddi sambærilega upphæð fyrir að fara á Smáþjóðaleikana fyrr á þessu ári. „Ég held að allir séu orðnir mjög langþreyttir á þessu ástandi, og það er bara kornið sem fyllti mælinn að Sundsambandið sé nú tilbúið að greiða stjórnarmönnum fyrir að fara á mót. Er þetta eitthvert djók? Hvernig er verið að forgangsraða?“ spyr Ingibjörg en hún ræðir óánægju sína við Morgunblaðið í dag. Landsliðfólkið hefur í gegnum tíðina þurft að greiða sjálft ferðakostnað á mót eins og Norðurlandamót og Smáþjóðaleika. Hörður J. Oddfríðarson, formaður SSÍ, svara fyrir þetta í Morgunblaðinu þar sem hann segir að 2 til 3 stjórnarmenn af ellefu ætli að nýta þennan styrk og sækja Kaupmannahöfn heim í desember. Einn stjórnarmannanna, afrekssundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, er keppandi á mótinu. „Það má alveg spyrja hvort það hefði frekar átt að taka þennan pening og nota til að borga til baka til sundfólksins. Það má líka spyrja sig að því hvort óeðlilegt sér að fólki sem tekur að sér ábyrgð fyrir íþróttagrein, gefist tækifæri að minnsta kosti einu sinni á fjögurra ára tímabili í stjórn til að fara og fylgja eftir keppendum. Ég lít ekki á þetta sem einhverja umbun heldur eru þarna einstaklingar að fara, í sjálfboðastarfi og á eigin tíma, til að auka þekkingu sína á þeirri íþrótt sem þeir eru í forsvari fyrir,“ sagði Hörður í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. „Ég skil ekki hvernig Sundsambandið getur átt pening fyrir stjórnarmenn til að þess að horfa á Evrópumeistaramót en sundmennirnir sjálfir þurfa að borga sjálfir til þess að taka þátt á móti fyrir Íslands hönd. Það þurftu átta stelpur og átta strákar að borga 58 þúsund krónur hvert til að fara á Smáþjóðaleikana, en Sundsambandið er tilbúið að borga 50 þúsund á mann fyrir ellefu stjórnarmenn til að fara að horfa á Evrópumeistaramótið. Ég tel þetta ekki vera rétt forgangsröðin,“ sagði Ingibjörg Kristín Jónsdóttir í viðtalinu við Sindra. „Þetta eru 150 til 200 þúsund krónur sem verða lagðar í þetta að þessu sinni. Ástæðan er ekki sú að búa til einhverja skemmtiferð fyrir fólk, heldur fyrst og fremst að aðstoða fólk við að sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sinna sínu starfi sem stjórnarfólk betur,“ sagði Hörður ennfremur við Sindra en það má sjá alla umfjöllunina um málið með því að smella hér.
Sund Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira