Sitjandi uppistand í Veröld í kvöld Magnús Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2017 10:30 Rakugo-meistarinn Yanagiya Kyotaro verður í Veröld – húsi Vigdísar í kvöld. Japan er land sterkra hefða og þá ekki síst þegar kemur að menningu og listum en í kvöld gefst einstakt tækifæri til þess að kynnast fornri leikhefð sem kallast Rakugo. Gunnella Þorgeirsdóttir er lektor og greinarformaður í japönsku við Háskóla Íslands og hún segir að Rakugo sé gamansamur einleikur að fornri leikhefð. „Við erum afskaplega heppin að fá þennan meistara til landsins því upphaflega þá áttum við að fá venjulegan leikara en þar sem það hafði aldrei áður komið hingað Rakugo-leikari þá ákváðu þeir að hafa þetta meistara. Að verða meistari í þessari grein tekur reyndar fjölda ára og er aðeins á fárra færi. Rakugo er gamanleikjaform þar sem einn einstaklingur situr allan tímann og það eina sem hann hefur með sér er blævængur og smáhandklæði. Alltaf þetta sama og aldrei neitt annað en síðan leikur hann allar persónur og notar leikmunina til þess að túlka allt mögulegt, mat, flugvélar og hreinlega hvað sem er. Þetta er mörg hundruð ára gömul hefð og fyrstu dæmin um þetta komu þegar búddismi var að breiðast út í Japan en þá var þetta notað til þess að koma trúarsögunum til almennings með dæmi- og skemmtisögum. Það er sterk hefð fyrir því að Rakugo höfði ávallt til áhorfenda með glettilegri innsýn í mannlegt líf.“ Meistarinn sem um ræðir heitir Yanagiya Kyotaro og er á meðal þeirra fremstu í röð slíkra leikara. Verkið er flutt á japönsku en Gunnella segir að áhorfendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að skilja ekki leikinn. „Það verður varpað upp texta, að því ég held á bæði ensku og íslensku, en auk þess þá er þetta mikið látbragð þannig að það þarf ekki alltaf að skilja tungumálið til þess að skilja grínið. Þetta er mikið látbragð og dálítið eins og „stand-up“ nema bara „sitting-down“. Sýningin fer fram í Veröld – húsi Vigdísar, hefst klukkan sex í kvöld og er aðgangur ókeypis. Gunnella hvetur fólk til þess að mæta tímanlega til þess að tryggja sér sæti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. nóvember. Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Japan er land sterkra hefða og þá ekki síst þegar kemur að menningu og listum en í kvöld gefst einstakt tækifæri til þess að kynnast fornri leikhefð sem kallast Rakugo. Gunnella Þorgeirsdóttir er lektor og greinarformaður í japönsku við Háskóla Íslands og hún segir að Rakugo sé gamansamur einleikur að fornri leikhefð. „Við erum afskaplega heppin að fá þennan meistara til landsins því upphaflega þá áttum við að fá venjulegan leikara en þar sem það hafði aldrei áður komið hingað Rakugo-leikari þá ákváðu þeir að hafa þetta meistara. Að verða meistari í þessari grein tekur reyndar fjölda ára og er aðeins á fárra færi. Rakugo er gamanleikjaform þar sem einn einstaklingur situr allan tímann og það eina sem hann hefur með sér er blævængur og smáhandklæði. Alltaf þetta sama og aldrei neitt annað en síðan leikur hann allar persónur og notar leikmunina til þess að túlka allt mögulegt, mat, flugvélar og hreinlega hvað sem er. Þetta er mörg hundruð ára gömul hefð og fyrstu dæmin um þetta komu þegar búddismi var að breiðast út í Japan en þá var þetta notað til þess að koma trúarsögunum til almennings með dæmi- og skemmtisögum. Það er sterk hefð fyrir því að Rakugo höfði ávallt til áhorfenda með glettilegri innsýn í mannlegt líf.“ Meistarinn sem um ræðir heitir Yanagiya Kyotaro og er á meðal þeirra fremstu í röð slíkra leikara. Verkið er flutt á japönsku en Gunnella segir að áhorfendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að skilja ekki leikinn. „Það verður varpað upp texta, að því ég held á bæði ensku og íslensku, en auk þess þá er þetta mikið látbragð þannig að það þarf ekki alltaf að skilja tungumálið til þess að skilja grínið. Þetta er mikið látbragð og dálítið eins og „stand-up“ nema bara „sitting-down“. Sýningin fer fram í Veröld – húsi Vigdísar, hefst klukkan sex í kvöld og er aðgangur ókeypis. Gunnella hvetur fólk til þess að mæta tímanlega til þess að tryggja sér sæti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. nóvember.
Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira