Telur brýnt að taka vigtunarmálin fastari tökum Birgir Olgeirsson skrifar 22. nóvember 2017 14:48 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra. Vísir/Ernir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun á morgun funda með Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og sjómönnum vegna umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kveiks í Sjónvarpinu um brottkast í íslenskum sjávarútvegi og hvernig er staðið að vigtunarmálum. Fundað var í ráðuneytinu í morgun um þessi mál og segir Þorgerður myndina hafa skýrst töluvert eftir þann fund sem muni svo væntanlega skýrast enn frekar þegar fundað verður með hagsmunaaðilum í fyrramálið.Fjallað um undanskot í Kveik Í fréttaskýringaþættinum Kveik voru sýndar myndbandsupptökur af brottkasti úr frystitogaranum Kleifarbergi og rætt við Eyþór Björnsson, forstjóra Fiskistofu, sem sagði stofnunina ekki gæta staðið undir nægjanlegu eftirliti þegar kemur að brottkasti, framhjálöndun og öðrum undanskotum í sjávarútvegi. Fjallað var sérstaklega um endurvigtun þar sem afli sem er komið með að landi er vigtaður. Var því haldið fram í þættinum að fiskvinnslur stundi það að landa fiski fram hjá vigt með því að skrá hann sem ís.Aukið gagnsæi mun hjálpa til Þorgerður Katrín segir í samtali við Vísi að farið verði yfir brottkastið á fundinum með hagsmunaaðilum á morgun. „Og sérstaklega vigtunarmálið sem ég tel mjög brýnt að verði tekið fastari tökum,“ segir Þorgerður. Með því að birta upplýsingar um ísprósentu fiskvinnsla á vef Fiskistofu sé veitt aðhald að sögn Þorgerðar og segir hún að öll skref sem tekin eru í átt að enn meira gagnsæi muni hjálpa til. „Og veita útgerðum aðhald við að vigta rétt og gera rétt upp,“ segir Þorgerður. Hún segir ljóst að tregða hafi verið í kerfinu gagnvart þessum vigtunarmálum. „Og kerfið allt saman þarf að taka sig á að mínu mati og þess vegna þurfum við að eiga samtöl og samráð við hagsmunaaðila, stofnanir og sveitarfélög líka.“ Tengdar fréttir Ráðherra segir umgengni um fiskveiðiauðlindina ólíðandi en framkvæmdastjóri SFS segir áhyggjur óþarfar Fjallað var um brottkast í íslenskum sjávarútvegi í fréttaskýringaþættinum Kveik í Sjónvarpinu í gærkvöldi. 22. nóvember 2017 10:33 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður úr áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun á morgun funda með Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og sjómönnum vegna umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kveiks í Sjónvarpinu um brottkast í íslenskum sjávarútvegi og hvernig er staðið að vigtunarmálum. Fundað var í ráðuneytinu í morgun um þessi mál og segir Þorgerður myndina hafa skýrst töluvert eftir þann fund sem muni svo væntanlega skýrast enn frekar þegar fundað verður með hagsmunaaðilum í fyrramálið.Fjallað um undanskot í Kveik Í fréttaskýringaþættinum Kveik voru sýndar myndbandsupptökur af brottkasti úr frystitogaranum Kleifarbergi og rætt við Eyþór Björnsson, forstjóra Fiskistofu, sem sagði stofnunina ekki gæta staðið undir nægjanlegu eftirliti þegar kemur að brottkasti, framhjálöndun og öðrum undanskotum í sjávarútvegi. Fjallað var sérstaklega um endurvigtun þar sem afli sem er komið með að landi er vigtaður. Var því haldið fram í þættinum að fiskvinnslur stundi það að landa fiski fram hjá vigt með því að skrá hann sem ís.Aukið gagnsæi mun hjálpa til Þorgerður Katrín segir í samtali við Vísi að farið verði yfir brottkastið á fundinum með hagsmunaaðilum á morgun. „Og sérstaklega vigtunarmálið sem ég tel mjög brýnt að verði tekið fastari tökum,“ segir Þorgerður. Með því að birta upplýsingar um ísprósentu fiskvinnsla á vef Fiskistofu sé veitt aðhald að sögn Þorgerðar og segir hún að öll skref sem tekin eru í átt að enn meira gagnsæi muni hjálpa til. „Og veita útgerðum aðhald við að vigta rétt og gera rétt upp,“ segir Þorgerður. Hún segir ljóst að tregða hafi verið í kerfinu gagnvart þessum vigtunarmálum. „Og kerfið allt saman þarf að taka sig á að mínu mati og þess vegna þurfum við að eiga samtöl og samráð við hagsmunaaðila, stofnanir og sveitarfélög líka.“
Tengdar fréttir Ráðherra segir umgengni um fiskveiðiauðlindina ólíðandi en framkvæmdastjóri SFS segir áhyggjur óþarfar Fjallað var um brottkast í íslenskum sjávarútvegi í fréttaskýringaþættinum Kveik í Sjónvarpinu í gærkvöldi. 22. nóvember 2017 10:33 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður úr áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Ráðherra segir umgengni um fiskveiðiauðlindina ólíðandi en framkvæmdastjóri SFS segir áhyggjur óþarfar Fjallað var um brottkast í íslenskum sjávarútvegi í fréttaskýringaþættinum Kveik í Sjónvarpinu í gærkvöldi. 22. nóvember 2017 10:33