Bjarni segir formenn leggja mikinn metnað í stjórnarsáttmálann Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2017 13:09 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir formenn flokkanna sem ræða stjórnarmyndun leggja mikinn metnað í gerð stjórnarsáttmála, enda ætli flokkarnir að gera góða hluti fyrir land og þjóð. Ekki stendur til að senda út fundarboð fyrir flokksráð Vinstri grænna í dag en senda þarf út slíka boðun með tveggja daga fyrirvara. Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sögðu allir í gær að þau teldu að ekki væru margir dagar þar til þau gætu kallað stofnanir flokkana saman til að staðfesta eða hafna stjórnarsáttmála. Hægt er að boða fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Framsóknarflokksins saman með um sólarhrings fyrirvara, en lög Vinstri grænna gera ráð fyrir að minnst tveir sólarhringa þurfi til að boða saman flokksráð. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í gær að hún teldi ólíklegt að flokksráð kæmi saman á morgun fimmtudag eða á föstudag og ef flokksráð á að koma saman á laugardag þyrfti að boða fund þess á morgun. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar stendur ekki til að boða til fundar ráðsins í dag. „Það hefur verið ágætis gangur í þessu. Þetta eru þrír ólíkir flokkar. Við erum að nálgast í mjög stórum málum. Það tekur tíma. Sérstaklega vegna þess að ég held að í svona stjórnarsamstarfi, sem er auðvitað að mörgu leyti mjög óvenjulegt, þarf að vanda undirstöðurnar sérlega vel,“ segir Katrín. Formennirnir funduð til klukkan sjö í gærdag og halda viðræðum sínum áfram í dag. Katrín segist vinna að því að viðhlítandi niðurstaða fáist í þeim málum sem hennar hreyfing hafi helst barist fyrir eins og varðandi rammaáætlun um vernd og nýtingu landsvæða sem hefur verið bitbein milli VG og Sjálfstæðisflokksins undanfarin kjörtímabil. En í kvöldfréttum okkar í gær sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mikilvægt að sátt ríkti um þau mál. „Það er ekkert launungarmál að við höfum lagt mikla áherslu á til að mynda loftlagsmál og jafnréttismál í þessum samtölum og viðræðum. Og það eru mál þar sem hefur verið langt á milli sem við eigum eftir að lenda í einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín.Er þetta ennþá dálítið eins og póker eða eruð þið farin að sjá til lands í flestum málum? „Ég myndi alla vega ekki líkja þessu samtali við póker. Enda ekki mikil „pókerfeis“ sem eiga þátt að máli,“ segir Katrín. Bjarni sagði í gær að hann teldi engin ákveðin mál erfiðari en önnur. En nauðsynlegt væri fyrir þessa þrjá flokka að fara skipulega í gegnum helstu málefnasviðin. „Við höfum verið að ræða mál sem voru á dagskrá fyrir þessar kosningar. Við erum líka að horfa breiðar yfir sviðið og við erum með mikinn metnað í þessari vinnu. Þannig að við ætlum okkur að gera góða hluti fyrir land og þjóð og laða fram það besta í þessum aðstæðum,“ segir Bjarni. Nú þegar kosið hafi verið í tvígang á einu ári hafi það áhrif á samskipti allra þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi. „Þetta samtal er mótað af aðstæðum og við þurfum einfaldlega að leggja okkur fram við að láta tækifæri sem eru til staðar í þessu landi til framfara verða að veruleika. Til þess þurfa stjórnmálin að virka,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2017 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir formenn flokkanna sem ræða stjórnarmyndun leggja mikinn metnað í gerð stjórnarsáttmála, enda ætli flokkarnir að gera góða hluti fyrir land og þjóð. Ekki stendur til að senda út fundarboð fyrir flokksráð Vinstri grænna í dag en senda þarf út slíka boðun með tveggja daga fyrirvara. Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sögðu allir í gær að þau teldu að ekki væru margir dagar þar til þau gætu kallað stofnanir flokkana saman til að staðfesta eða hafna stjórnarsáttmála. Hægt er að boða fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Framsóknarflokksins saman með um sólarhrings fyrirvara, en lög Vinstri grænna gera ráð fyrir að minnst tveir sólarhringa þurfi til að boða saman flokksráð. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í gær að hún teldi ólíklegt að flokksráð kæmi saman á morgun fimmtudag eða á föstudag og ef flokksráð á að koma saman á laugardag þyrfti að boða fund þess á morgun. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar stendur ekki til að boða til fundar ráðsins í dag. „Það hefur verið ágætis gangur í þessu. Þetta eru þrír ólíkir flokkar. Við erum að nálgast í mjög stórum málum. Það tekur tíma. Sérstaklega vegna þess að ég held að í svona stjórnarsamstarfi, sem er auðvitað að mörgu leyti mjög óvenjulegt, þarf að vanda undirstöðurnar sérlega vel,“ segir Katrín. Formennirnir funduð til klukkan sjö í gærdag og halda viðræðum sínum áfram í dag. Katrín segist vinna að því að viðhlítandi niðurstaða fáist í þeim málum sem hennar hreyfing hafi helst barist fyrir eins og varðandi rammaáætlun um vernd og nýtingu landsvæða sem hefur verið bitbein milli VG og Sjálfstæðisflokksins undanfarin kjörtímabil. En í kvöldfréttum okkar í gær sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mikilvægt að sátt ríkti um þau mál. „Það er ekkert launungarmál að við höfum lagt mikla áherslu á til að mynda loftlagsmál og jafnréttismál í þessum samtölum og viðræðum. Og það eru mál þar sem hefur verið langt á milli sem við eigum eftir að lenda í einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín.Er þetta ennþá dálítið eins og póker eða eruð þið farin að sjá til lands í flestum málum? „Ég myndi alla vega ekki líkja þessu samtali við póker. Enda ekki mikil „pókerfeis“ sem eiga þátt að máli,“ segir Katrín. Bjarni sagði í gær að hann teldi engin ákveðin mál erfiðari en önnur. En nauðsynlegt væri fyrir þessa þrjá flokka að fara skipulega í gegnum helstu málefnasviðin. „Við höfum verið að ræða mál sem voru á dagskrá fyrir þessar kosningar. Við erum líka að horfa breiðar yfir sviðið og við erum með mikinn metnað í þessari vinnu. Þannig að við ætlum okkur að gera góða hluti fyrir land og þjóð og laða fram það besta í þessum aðstæðum,“ segir Bjarni. Nú þegar kosið hafi verið í tvígang á einu ári hafi það áhrif á samskipti allra þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi. „Þetta samtal er mótað af aðstæðum og við þurfum einfaldlega að leggja okkur fram við að láta tækifæri sem eru til staðar í þessu landi til framfara verða að veruleika. Til þess þurfa stjórnmálin að virka,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2017 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira