Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2017 12:51 Hermaðurinn á flótta. Vísir/EPA Sameinuðu þjóðirnar hafa birt myndband sem sýnir dramatískan flótta hermanns frá Norður-Kóreu yfir landamærin til Suður-Kóreu. Á myndbandinu má sjá hve nálægt því hann var að vera handsamaður og að annar hermaður Norður-Kóreu braut gegn vopnahléi ríkjanna þegar hann elti flóttamanninn yfir landamærin þann 13. nóvember. Afar sjaldgæft er að einhverjir frá Norður-Kóreu flýi yfir sameiginlegt öryggissvæði ríkjanna (JSA) á landamærunum. Tíu ár eru síðan það gerðist síðast. Þegar myndbandið byrjar má sjá hermanninn keyra herjeppa í átt að landamærunum. Hann fer í gegnum fyrsta öryggishliðið og má sjá hermann skjóta á eftir honum. Hermaðurinn keyrir svo út af veginum og festir bílinn. Þegar hermenn Norður-Kóreu hlaupa að honum hleypur hermaðurinn á brott með hermennina á hælunum. Þeir skjóta á hann og hitta hann minnst fjórum sinnum. Honum tókst þó að komast yfir landamærin þar sem hann féll í jörðina. Einn hermaður Norður-Kóreu elti hann yfir landamærin en sneri þó við. Skömmu seinna má sjá tvo hermenn Suður-Kóreu skríða að hermanninum og draga hann í skjól. Hann hefur nú gengið í gegnum þó nokkrar skurðaðgerðir og er sagður úr lífshættu.Sjá einnig: Hermaðurinn vaknaður og horfir á suðurkóreskar kvikmyndir Hér að neðan má sjá tvær útgáfur af myndbandinu. Sú efri hefur verið stytt og útskýringum bætt við. Hin neðri er upprunaleg útgáfa. Norður-Kórea Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa birt myndband sem sýnir dramatískan flótta hermanns frá Norður-Kóreu yfir landamærin til Suður-Kóreu. Á myndbandinu má sjá hve nálægt því hann var að vera handsamaður og að annar hermaður Norður-Kóreu braut gegn vopnahléi ríkjanna þegar hann elti flóttamanninn yfir landamærin þann 13. nóvember. Afar sjaldgæft er að einhverjir frá Norður-Kóreu flýi yfir sameiginlegt öryggissvæði ríkjanna (JSA) á landamærunum. Tíu ár eru síðan það gerðist síðast. Þegar myndbandið byrjar má sjá hermanninn keyra herjeppa í átt að landamærunum. Hann fer í gegnum fyrsta öryggishliðið og má sjá hermann skjóta á eftir honum. Hermaðurinn keyrir svo út af veginum og festir bílinn. Þegar hermenn Norður-Kóreu hlaupa að honum hleypur hermaðurinn á brott með hermennina á hælunum. Þeir skjóta á hann og hitta hann minnst fjórum sinnum. Honum tókst þó að komast yfir landamærin þar sem hann féll í jörðina. Einn hermaður Norður-Kóreu elti hann yfir landamærin en sneri þó við. Skömmu seinna má sjá tvo hermenn Suður-Kóreu skríða að hermanninum og draga hann í skjól. Hann hefur nú gengið í gegnum þó nokkrar skurðaðgerðir og er sagður úr lífshættu.Sjá einnig: Hermaðurinn vaknaður og horfir á suðurkóreskar kvikmyndir Hér að neðan má sjá tvær útgáfur af myndbandinu. Sú efri hefur verið stytt og útskýringum bætt við. Hin neðri er upprunaleg útgáfa.
Norður-Kórea Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira