Lífeyrissjóður unga fólksins Björn Berg Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Fyrir okkur sem eigum einhverja áratugi í eftirlaun eru lífeyrismál ekki beint vinsælasta umræðuefnið. Okkur hættir til að þykja fyrirkomulag greiðslna Tryggingastofnunar einkamál eldra fólks og aðalfundir lífeyrissjóðanna samkomur þeirra sem eru að taka út peninga og óviðkomandi þeim sem leggja þá inn. Við höfum hins vegar ekki efni á því. Þeir fjármunir sem við komum til með að lifa á á lífeyrisaldri geta komið úr ýmsum áttum. Það geta verið launatekjur, söluhagnaður vegna flutnings í ódýrara húsnæði, arfur, úttekt séreignarsparnaðar eða greiðslur frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun svo eitthvað sé nefnt. Þó það sé kannski ekki skemmtilegt þurfum við að byrja snemma að undirbúa efri árin og þá komumst við fljótt að því að það er allt of mikil áhætta að ætla að treysta á „kerfið“. Við höfum lengi vitað að aldursskipting þjóðarinnar er að breytast. Íslendingar á lífeyrisaldri eru í dag um 14 prósent þjóðarinnar en samkvæmt spá Hagstofunnar nær hlutfallið 26 prósentum árið 2066. Það þriggja stoða lífeyriskerfi sem við búum hér við mun því sinna sífellt stærra hlutverki. Með lífeyrissjóðunum söfnum við réttindum og tryggjum okkur meðal annars fyrir örorku og langlífi. Með hjálp vinnuveitenda söfnum við valfrjálsum séreignarsparnaði sem er að fullu laus til úttektar við sextugt og Tryggingastofnun millifærir hluta skatttekna hvers árs til þeirra lífeyrisþega sem lægstar hafa tekjurnar. Greiðslur frá lífeyrissjóðum einar og sér munu ekki duga til þess að tryggja okkur góðar tekjur við starfslok. Ef við ætlum okkur að hafa það gott á efri árunum verðum við því að gera eitthvað meira. Þeir sem leggja ekkert fyrir aukalega munu þurfa að treysta á að Tryggingastofnun bæti þeim hluta tekjutapsins. Við núverandi aldursskiptingu þjóðarinnar er nógu mikið rifist og barist um tilfærslu skattfjár til málaflokksins. Hvernig höldum við að þetta verði þegar lífeyrisþegar verða hlutfallslega tvöfalt fleiri en þeir eru nú? Vonandi verður þetta allt í lagi en það er best að treysta ekki á það. Verum dugleg að greiða í séreignarsparnað og leggja fyrir þar að auki, ef við höfum til þess svigrúm. Vöndum okkur svo við ávöxtun þessa mikilvæga sparnaðar. Ef greiðsluþátttaka eykst og geta ríkisins til greiðslu almannatrygginga verður minni þegar við förum sjálf á eftirlaun höfum við eitthvert fjárhagslegt svigrúm og kannski þurfa tekjur okkar ekki að lækka svo mikið þegar við förum af vinnumarkaði. Ef allt fer hins vegar á besta veg munum við hafa safnað sparnaði sem gerir okkur kleift að hafa það ennþá betra. Og við töpum ekkert á því. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem eigum einhverja áratugi í eftirlaun eru lífeyrismál ekki beint vinsælasta umræðuefnið. Okkur hættir til að þykja fyrirkomulag greiðslna Tryggingastofnunar einkamál eldra fólks og aðalfundir lífeyrissjóðanna samkomur þeirra sem eru að taka út peninga og óviðkomandi þeim sem leggja þá inn. Við höfum hins vegar ekki efni á því. Þeir fjármunir sem við komum til með að lifa á á lífeyrisaldri geta komið úr ýmsum áttum. Það geta verið launatekjur, söluhagnaður vegna flutnings í ódýrara húsnæði, arfur, úttekt séreignarsparnaðar eða greiðslur frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun svo eitthvað sé nefnt. Þó það sé kannski ekki skemmtilegt þurfum við að byrja snemma að undirbúa efri árin og þá komumst við fljótt að því að það er allt of mikil áhætta að ætla að treysta á „kerfið“. Við höfum lengi vitað að aldursskipting þjóðarinnar er að breytast. Íslendingar á lífeyrisaldri eru í dag um 14 prósent þjóðarinnar en samkvæmt spá Hagstofunnar nær hlutfallið 26 prósentum árið 2066. Það þriggja stoða lífeyriskerfi sem við búum hér við mun því sinna sífellt stærra hlutverki. Með lífeyrissjóðunum söfnum við réttindum og tryggjum okkur meðal annars fyrir örorku og langlífi. Með hjálp vinnuveitenda söfnum við valfrjálsum séreignarsparnaði sem er að fullu laus til úttektar við sextugt og Tryggingastofnun millifærir hluta skatttekna hvers árs til þeirra lífeyrisþega sem lægstar hafa tekjurnar. Greiðslur frá lífeyrissjóðum einar og sér munu ekki duga til þess að tryggja okkur góðar tekjur við starfslok. Ef við ætlum okkur að hafa það gott á efri árunum verðum við því að gera eitthvað meira. Þeir sem leggja ekkert fyrir aukalega munu þurfa að treysta á að Tryggingastofnun bæti þeim hluta tekjutapsins. Við núverandi aldursskiptingu þjóðarinnar er nógu mikið rifist og barist um tilfærslu skattfjár til málaflokksins. Hvernig höldum við að þetta verði þegar lífeyrisþegar verða hlutfallslega tvöfalt fleiri en þeir eru nú? Vonandi verður þetta allt í lagi en það er best að treysta ekki á það. Verum dugleg að greiða í séreignarsparnað og leggja fyrir þar að auki, ef við höfum til þess svigrúm. Vöndum okkur svo við ávöxtun þessa mikilvæga sparnaðar. Ef greiðsluþátttaka eykst og geta ríkisins til greiðslu almannatrygginga verður minni þegar við förum sjálf á eftirlaun höfum við eitthvert fjárhagslegt svigrúm og kannski þurfa tekjur okkar ekki að lækka svo mikið þegar við förum af vinnumarkaði. Ef allt fer hins vegar á besta veg munum við hafa safnað sparnaði sem gerir okkur kleift að hafa það ennþá betra. Og við töpum ekkert á því. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun