Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 17:57 Myndin er tekin af sigkatlinum í Öræfajökli í fyrradag. mynd/tómas guðbjartsson Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. Sigketillinn í Öræfajökli hefur stækkað þó nokkuð undanfarið auk þess sem skjálftavirkni í jöklinum hefur aukist undanfarið. Niðurstöður úr mælingum vísindamanna á vatnssýnum sem tekin voru um helgina úr ám sem renna frá Öræfajökli voru kynntar á fundinum. Þær benda til þess að stækkun á sigkatlinum stafi af aukinni jarðhitavirkni, að því er fram kemur á vef almannavarna. „Mælingarnar staðfesta það að vatnið sem rennur í Kvíá er blanda bræðsluvatns og jarðhitavatns. Þannig að það er jarðhitavatn úr katlinum að renna í Kvíá, eins og öll merki sýndu, en það eru ekki merki um það að þetta vatn hafi leikið um kviku eða komist í snertingu við kviku. Það styður það að vatnið eigi þá frekar uppruna sinn í jarðhitakerfi og þá eru meiri líkur á því að jarðhitakerfið hafi örvast vegna jarðskjálftanna og þenslu í eldfjallinu. Það minnkar þá líkur á því að það hafi verið kvikuinnskot sem hafi stigið svo hátt upp í jökulinn. Hins vegar getur innskotið legið á meira dýpið en það er þá ekki bein tenging við jarðhitann,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum í samtali við Vísi.Veðrið setur strik í reikninginn Björn segir að það liggi mest á að setja upp mælitæki hjá jöklinum en það verði að öllum líkindum ekki hægt fyrr en upp úr helginni eða eftir helgi þar sem veðrið hefur sett strik í reikninginn. Það verða því áfram gerðar handvirkar mælingar á svæðinu og sýni tekin úr ánum sem renna frá Öræfajökli. Niðurstöður fundar vísindaráðsins í dag breyta í engu áætlunum vísindamanna og almannavarna og er óvissustig enn í gildi eins og áður segir. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að neyðaráætlun fyrir rýmingu svæðisins ef gos hefst fyrirvaralaust sé nú tilbúin og er vonast til að hægt verði að birta hana á netinu í kvöld svo íbúar svæðisins geti kynnt sér áætlunina. Halda átti íbúafund í Öræfum í kvöld vegna jarðhræringanna í jöklinum en honum var frestað vegna veðurs. Víðir segir að stefnt sé að því að halda íbúafund um eða eftir helgina en veður er svo slæmt í Öræfunum að þjóðvegur 1 frá Skaftafelli að Jökulsárlóni er lokaður. „Okkar mat á niðurstöðum fundarins var að halda óbreyttu almannavarnastigi og að halda áfram þeim verkefnum sem við höfum verið að vinna að síðan á föstudag, það er gerð viðbragðsáætlana, rýmingaráætlana og svo fundarplanið sem við vorum með sem veðrið hefur síðan reyndar áhrif á,“ segir Víðir. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gervihnattamyndir sýna aukna sprungumyndun í Öræfajökli Nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. 21. nóvember 2017 09:01 Veðrið setur strik í reikninginn fyrir austan Fresta hefur þurft kynningu á neyðarrýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli. Kynna átti áætlunina fyrir viðbragðsaðilum og íbúum í dag en vonskuveður er fyrir austan. 21. nóvember 2017 13:19 „Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. 20. nóvember 2017 20:20 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. Sigketillinn í Öræfajökli hefur stækkað þó nokkuð undanfarið auk þess sem skjálftavirkni í jöklinum hefur aukist undanfarið. Niðurstöður úr mælingum vísindamanna á vatnssýnum sem tekin voru um helgina úr ám sem renna frá Öræfajökli voru kynntar á fundinum. Þær benda til þess að stækkun á sigkatlinum stafi af aukinni jarðhitavirkni, að því er fram kemur á vef almannavarna. „Mælingarnar staðfesta það að vatnið sem rennur í Kvíá er blanda bræðsluvatns og jarðhitavatns. Þannig að það er jarðhitavatn úr katlinum að renna í Kvíá, eins og öll merki sýndu, en það eru ekki merki um það að þetta vatn hafi leikið um kviku eða komist í snertingu við kviku. Það styður það að vatnið eigi þá frekar uppruna sinn í jarðhitakerfi og þá eru meiri líkur á því að jarðhitakerfið hafi örvast vegna jarðskjálftanna og þenslu í eldfjallinu. Það minnkar þá líkur á því að það hafi verið kvikuinnskot sem hafi stigið svo hátt upp í jökulinn. Hins vegar getur innskotið legið á meira dýpið en það er þá ekki bein tenging við jarðhitann,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum í samtali við Vísi.Veðrið setur strik í reikninginn Björn segir að það liggi mest á að setja upp mælitæki hjá jöklinum en það verði að öllum líkindum ekki hægt fyrr en upp úr helginni eða eftir helgi þar sem veðrið hefur sett strik í reikninginn. Það verða því áfram gerðar handvirkar mælingar á svæðinu og sýni tekin úr ánum sem renna frá Öræfajökli. Niðurstöður fundar vísindaráðsins í dag breyta í engu áætlunum vísindamanna og almannavarna og er óvissustig enn í gildi eins og áður segir. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að neyðaráætlun fyrir rýmingu svæðisins ef gos hefst fyrirvaralaust sé nú tilbúin og er vonast til að hægt verði að birta hana á netinu í kvöld svo íbúar svæðisins geti kynnt sér áætlunina. Halda átti íbúafund í Öræfum í kvöld vegna jarðhræringanna í jöklinum en honum var frestað vegna veðurs. Víðir segir að stefnt sé að því að halda íbúafund um eða eftir helgina en veður er svo slæmt í Öræfunum að þjóðvegur 1 frá Skaftafelli að Jökulsárlóni er lokaður. „Okkar mat á niðurstöðum fundarins var að halda óbreyttu almannavarnastigi og að halda áfram þeim verkefnum sem við höfum verið að vinna að síðan á föstudag, það er gerð viðbragðsáætlana, rýmingaráætlana og svo fundarplanið sem við vorum með sem veðrið hefur síðan reyndar áhrif á,“ segir Víðir.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gervihnattamyndir sýna aukna sprungumyndun í Öræfajökli Nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. 21. nóvember 2017 09:01 Veðrið setur strik í reikninginn fyrir austan Fresta hefur þurft kynningu á neyðarrýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli. Kynna átti áætlunina fyrir viðbragðsaðilum og íbúum í dag en vonskuveður er fyrir austan. 21. nóvember 2017 13:19 „Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. 20. nóvember 2017 20:20 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Gervihnattamyndir sýna aukna sprungumyndun í Öræfajökli Nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. 21. nóvember 2017 09:01
Veðrið setur strik í reikninginn fyrir austan Fresta hefur þurft kynningu á neyðarrýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli. Kynna átti áætlunina fyrir viðbragðsaðilum og íbúum í dag en vonskuveður er fyrir austan. 21. nóvember 2017 13:19
„Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. 20. nóvember 2017 20:20
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent