Rokkaði pastellituð jakkaföt Ritstjórn skrifar 21. nóvember 2017 21:00 Glamour/Getty Söngvarinn Harry Styles hljóp óvænt í skarðið fyrir söngkonuna Katy Perry á Victoria´s Secret sýningunni í Sjanghæ á dögunum. Það var samt ekki að sjá á kappanum að hann hefði ekki fengið nægan tíma til undirbúnings en það var mál áhorfenda að Styles hafi sýnt góða takta, þá allra helst danstakta. Eitthvað sem aðrir fá að sjá þann 28 nóvember þegar sýningunni verður sjónvarpað á CBS. Okkur þótti þó mikið til koma fataval söngvarans sem alla jafna er ansi vel klæddur og vandar til verkja þegar kemur að klæðaburði - Gucci er í upphaldi og mjög líklega að bæði jakkafötin sem hann klæddist séu frá tískuhúsinu vinsæla. Bleik skyrta undir svört jakkaföt, þar sem jakkinn var tvíhnepptur og svo skipt yfir í pastelgræn jakkaföt og skyrti í sama lit. Gaman að sjá útvíðu skálmarnar sem Styles rokkaði eins og honum einum er lagið. Mest lesið Karen Elson á Íslandi Glamour Jennifer Lawrence var rokkaraleg í prinsessukjól frá Dior Glamour „Eins og að vera í öskubuskuævintýri“ Glamour Stílisti Kardashian fjölskyldunnar eftirsótt í Hollywood Glamour Svartklæddur rauður dregill á MTV-verðlaununum Glamour Anna Wintour og Amy Schumer skiptast á hlutverkum Glamour "Ég vil ekki hylja mig lengur“ Glamour Boy George, ASAP Rocky og fleiri í vorherferð Dior Glamour Ein flík, endalausir möguleikar Glamour Bresku forsætisráðherrahjónin kunna að klæða sig Glamour
Söngvarinn Harry Styles hljóp óvænt í skarðið fyrir söngkonuna Katy Perry á Victoria´s Secret sýningunni í Sjanghæ á dögunum. Það var samt ekki að sjá á kappanum að hann hefði ekki fengið nægan tíma til undirbúnings en það var mál áhorfenda að Styles hafi sýnt góða takta, þá allra helst danstakta. Eitthvað sem aðrir fá að sjá þann 28 nóvember þegar sýningunni verður sjónvarpað á CBS. Okkur þótti þó mikið til koma fataval söngvarans sem alla jafna er ansi vel klæddur og vandar til verkja þegar kemur að klæðaburði - Gucci er í upphaldi og mjög líklega að bæði jakkafötin sem hann klæddist séu frá tískuhúsinu vinsæla. Bleik skyrta undir svört jakkaföt, þar sem jakkinn var tvíhnepptur og svo skipt yfir í pastelgræn jakkaföt og skyrti í sama lit. Gaman að sjá útvíðu skálmarnar sem Styles rokkaði eins og honum einum er lagið.
Mest lesið Karen Elson á Íslandi Glamour Jennifer Lawrence var rokkaraleg í prinsessukjól frá Dior Glamour „Eins og að vera í öskubuskuævintýri“ Glamour Stílisti Kardashian fjölskyldunnar eftirsótt í Hollywood Glamour Svartklæddur rauður dregill á MTV-verðlaununum Glamour Anna Wintour og Amy Schumer skiptast á hlutverkum Glamour "Ég vil ekki hylja mig lengur“ Glamour Boy George, ASAP Rocky og fleiri í vorherferð Dior Glamour Ein flík, endalausir möguleikar Glamour Bresku forsætisráðherrahjónin kunna að klæða sig Glamour