Lífið

Ónýtt hús til sölu á 48 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það er ekki margt í lagi í þessari eign.
Það er ekki margt í lagi í þessari eign.
Íbúðalánasjóður er með 160 fermetra einbýlishús við Einarsnes 56 til sölu en kaupverðið er 48 milljónir.

Húsið er ónýtt en í fasteignaauglýsingunni á fasteignavef Vísis kemur orðið „ónýtt“ fram 13 sinnum í tengslum við lýsingu eignarinnar.

Húsið var byggt árið 1932 og er fasteignamatið 55,5 milljónir. Brunabótamatið er aftur á móti 36,3 milljónir.

Íbúðarlánasjóður  mælir sérstaklega með að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar.

Eftirfarandi atriði eru ónýt í eigninni: eldhús með ónýtum dúk á gólfi, ónýtur sturtuklefi, ónýtt plastparket, ónýtt teppi á gólfi, ónýtur dúkur í fatahengi, ónýtt gólf inni á klósetti, ónýtt gólfefni í öllum þremur svefnherbergjum, allir gluggar í húsinu eru ónýtir, allt gler í eigninni er ónýtt, timburvirki ónýtt, þakjárn og þak ónýtt, allar rennur ónýtar.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Húsið stendur á fallegum stað.
Eldhúsið er upprunalegt.
Kjallarinn er mjög illa farinn.
Gólfefnið er í raun allt ónýtt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×