Stríðsglæpadómstóllinn lýkur brátt störfum eftir að dómur fellur í máli Mladic Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2017 12:59 Ratko Mladic í dómssal árið 2012. Vísir/EPA Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu (ICTY) mun brátt ljúka störfum, en dómur verður kveðinn upp á morgun í einu umfangsmesta máli sem komið hefur til kasta hans. Dómur verður þá kveðinn upp í máli hins 75 ára Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í stríðinu, en ákæran gegn honum er í ellefu liðum. Er hann meðal annars ákærður fyrir stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og aðild að þjóðarmorðinu í Srebrenica í júlí 1995 þar sem um átta þúsund múslimskir karlar og drengir voru drepnir. Mladic hefur alla tíð neitað sök. Stríðsglæpadómstólnum var komið á fót í Haag árið 1993 og var hann sá fyrsti sinnar tegundar frá því að stríðsglæpadómstólum var komið á í Nürnberg og Tókýó í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Mál á annað hundrað manna hafa verið til meðferðar hjá dómstólnum, þar sem menn hafa verið ákærðir vegna brota í borgarastríðinu í fyrrverandi Júgóslavíu á árunum 1991 til 2001. Dómstólinn mun ljúka störfum um áramótin.377 vitni Réttarhöld í máli Mladic hófust árið 2012 og hafa alls 377 vitni verið kölluð til – 169 af saksóknurum og 208 af verjendum Mladic. Annarri stofnun, Mechanism for International Criminal Tribunals (MICT), verður falið að taka áfrýjanir og önnur mál sem áður voru á borði stríðsglæpadómstólsins til meðferðar. Þannig hefur Radovan Karadzic, pólitískur leiðtogi Bosníu-Serba í borgarastríðinu, áfrýjað fjörutíu ára fangelsisdómi sem féll í máli hans á síðasta ári. Hann var sakfelldur fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.Ratko Mladic og Radovan Karadzic árið 1993.Vísir/EPAEitt mikilvægasta mál dómstólsins Saksóknarinn Serge Brammertz segir mál Mladic vera eitt af mikilvægustu málunum sem hafi komið til kasta stríðsglæpadómstólsins þar sem Mladic hafi verið sakaður um að vera höfuðpaurinn þegar kom að þjóðernishreinsunum í Bosníu. Fréttaskýrendur telja margir líklegt sé að Mladic verði sakfelldur, þar sem þeir Karadzic voru ákærðir fyrir svipuð brot. Eitt af þeim málum sem hefur vakið hvað mesta athygli á þeim tíma sem dómstóllinn hefur starfað er mál fyrrverandi forsetans Slobodan Milosevic. Hann lést í fangelsisklefa sínum árið 2006, áður en dómur var kveðinn upp. Alls hafa 83 manns verið sakfelldir hjá dómnum og nítján verið sýknaðir. Bosnía og Hersegóvína Tengdar fréttir Karadzic sekur um þjóðarmorð Fyrrum leiðtogi Bosníuserba var dæmdur í 40 ára fangelsi. 24. mars 2016 15:30 Dómurinn veldur vonbrigðum Radovan Karadzic hyggst áfrýja dómi sem hann hlaut í gær fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. 25. mars 2016 19:11 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu (ICTY) mun brátt ljúka störfum, en dómur verður kveðinn upp á morgun í einu umfangsmesta máli sem komið hefur til kasta hans. Dómur verður þá kveðinn upp í máli hins 75 ára Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í stríðinu, en ákæran gegn honum er í ellefu liðum. Er hann meðal annars ákærður fyrir stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og aðild að þjóðarmorðinu í Srebrenica í júlí 1995 þar sem um átta þúsund múslimskir karlar og drengir voru drepnir. Mladic hefur alla tíð neitað sök. Stríðsglæpadómstólnum var komið á fót í Haag árið 1993 og var hann sá fyrsti sinnar tegundar frá því að stríðsglæpadómstólum var komið á í Nürnberg og Tókýó í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Mál á annað hundrað manna hafa verið til meðferðar hjá dómstólnum, þar sem menn hafa verið ákærðir vegna brota í borgarastríðinu í fyrrverandi Júgóslavíu á árunum 1991 til 2001. Dómstólinn mun ljúka störfum um áramótin.377 vitni Réttarhöld í máli Mladic hófust árið 2012 og hafa alls 377 vitni verið kölluð til – 169 af saksóknurum og 208 af verjendum Mladic. Annarri stofnun, Mechanism for International Criminal Tribunals (MICT), verður falið að taka áfrýjanir og önnur mál sem áður voru á borði stríðsglæpadómstólsins til meðferðar. Þannig hefur Radovan Karadzic, pólitískur leiðtogi Bosníu-Serba í borgarastríðinu, áfrýjað fjörutíu ára fangelsisdómi sem féll í máli hans á síðasta ári. Hann var sakfelldur fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.Ratko Mladic og Radovan Karadzic árið 1993.Vísir/EPAEitt mikilvægasta mál dómstólsins Saksóknarinn Serge Brammertz segir mál Mladic vera eitt af mikilvægustu málunum sem hafi komið til kasta stríðsglæpadómstólsins þar sem Mladic hafi verið sakaður um að vera höfuðpaurinn þegar kom að þjóðernishreinsunum í Bosníu. Fréttaskýrendur telja margir líklegt sé að Mladic verði sakfelldur, þar sem þeir Karadzic voru ákærðir fyrir svipuð brot. Eitt af þeim málum sem hefur vakið hvað mesta athygli á þeim tíma sem dómstóllinn hefur starfað er mál fyrrverandi forsetans Slobodan Milosevic. Hann lést í fangelsisklefa sínum árið 2006, áður en dómur var kveðinn upp. Alls hafa 83 manns verið sakfelldir hjá dómnum og nítján verið sýknaðir.
Bosnía og Hersegóvína Tengdar fréttir Karadzic sekur um þjóðarmorð Fyrrum leiðtogi Bosníuserba var dæmdur í 40 ára fangelsi. 24. mars 2016 15:30 Dómurinn veldur vonbrigðum Radovan Karadzic hyggst áfrýja dómi sem hann hlaut í gær fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. 25. mars 2016 19:11 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Karadzic sekur um þjóðarmorð Fyrrum leiðtogi Bosníuserba var dæmdur í 40 ára fangelsi. 24. mars 2016 15:30
Dómurinn veldur vonbrigðum Radovan Karadzic hyggst áfrýja dómi sem hann hlaut í gær fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. 25. mars 2016 19:11
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila