"Ekki einu sinni reyna að ljúga að þér að þú munir ekki sukka yfir hátíðarnar” Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 19:30 Sölvi Fannar stundar mikla og stranga líkamsrækt. Mynd/Úr einkasafni „Flestir missa tökin á mataræðinu, þá sérstaklega yfir hátíðarnar,“ segir heilsuræktargúrúinn, leikarinn og heimspekingurinn Sölvi Fannar. Hann er þekktur fyrir að hugsa vel um líkama sinn og gefur lesendum Vísis heilsuráðgjöf í aðdraganda jólahátíðarinnar. „Ekki einu sinni reyna að ljúga að þér að þú munir ekki sukka yfir hátíðarnar þegar þú veist innst inni að þú munt gera það,“ segir Sölvi og bendir fólki á að það sé ekki of seint að grípa í taumana til að undirbúa sig fyrir jólahaldið. „Þegar það gerist höfum við tvo valkosti. Annar þeirra felst í því að við getum reynt að undirbúa okkur fyrirfram svo við eigum einhverja innistæðu þegar að skuldadögum kemur. Það gerum við einna helst með því að auka brennslu líkamans,“ segir Sölvi og heldur áfram. „Einfaldasta leiðin til þess er að borða fleiri en smærri máltíðir yfir daginn sem veldur aukinni brennslu en við getum einnig stundað einhverskonar líkamsrækt. Að sjálfsögðu er ekki verra að bæta hóflegri líkamsræktariðkun við hátíðarstemmninguna sjálfa. Þar fyrir utan halda streitulosun og góður svefn okkur í mun betra jafnvægi á sál og líkama.“ Sölvi gefur ræktinni þumal upp.Mynd / Úr einkasafni Lífið er núna Sölvi er ekki hrifinn af hinum valkostinum sem er í boði að hans sögn. „Hin leiðin er að segja bara skíttmeð'a og trúa því sem margir segja að 80% af þyngdinni sem við bætum á okkur yfir hátíðarnar er “bara” vatn og taka svo svo því sem koma skal.“ Sölvi hlakkar til jólanna og ætlar að njóta þeirra með sínum nánustu. „Við vitum auðvitað aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér og því er um að gera að njóta þess sem við höfum á meðan við höfum það. Lífið er núna - Gleðileg jól.“ Áður en blaðamaður kveður Sölva býður hann uppá innblástur í formi brots úr ljóðinu Jól eftir frænda sinn, skáldið Stein Steinarr „Og ger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið finni í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann: Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni, og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann.“ Heilsa Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
„Flestir missa tökin á mataræðinu, þá sérstaklega yfir hátíðarnar,“ segir heilsuræktargúrúinn, leikarinn og heimspekingurinn Sölvi Fannar. Hann er þekktur fyrir að hugsa vel um líkama sinn og gefur lesendum Vísis heilsuráðgjöf í aðdraganda jólahátíðarinnar. „Ekki einu sinni reyna að ljúga að þér að þú munir ekki sukka yfir hátíðarnar þegar þú veist innst inni að þú munt gera það,“ segir Sölvi og bendir fólki á að það sé ekki of seint að grípa í taumana til að undirbúa sig fyrir jólahaldið. „Þegar það gerist höfum við tvo valkosti. Annar þeirra felst í því að við getum reynt að undirbúa okkur fyrirfram svo við eigum einhverja innistæðu þegar að skuldadögum kemur. Það gerum við einna helst með því að auka brennslu líkamans,“ segir Sölvi og heldur áfram. „Einfaldasta leiðin til þess er að borða fleiri en smærri máltíðir yfir daginn sem veldur aukinni brennslu en við getum einnig stundað einhverskonar líkamsrækt. Að sjálfsögðu er ekki verra að bæta hóflegri líkamsræktariðkun við hátíðarstemmninguna sjálfa. Þar fyrir utan halda streitulosun og góður svefn okkur í mun betra jafnvægi á sál og líkama.“ Sölvi gefur ræktinni þumal upp.Mynd / Úr einkasafni Lífið er núna Sölvi er ekki hrifinn af hinum valkostinum sem er í boði að hans sögn. „Hin leiðin er að segja bara skíttmeð'a og trúa því sem margir segja að 80% af þyngdinni sem við bætum á okkur yfir hátíðarnar er “bara” vatn og taka svo svo því sem koma skal.“ Sölvi hlakkar til jólanna og ætlar að njóta þeirra með sínum nánustu. „Við vitum auðvitað aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér og því er um að gera að njóta þess sem við höfum á meðan við höfum það. Lífið er núna - Gleðileg jól.“ Áður en blaðamaður kveður Sölva býður hann uppá innblástur í formi brots úr ljóðinu Jól eftir frænda sinn, skáldið Stein Steinarr „Og ger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið finni í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann: Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni, og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann.“
Heilsa Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira