Verður Subaru WRX STI tengiltvinnbíll? Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2017 11:13 Subaru VIZIV Performance Concept tilraunabíllinn gæti verið forveri næstu gerðar Subaru WRX STI. Sífellt strangari kröfur um minni eyðslu og útblástur bíla hefur fengið margan bílaframleiðandann til að rafvæða bíla sína, að hluta til eða öllu leiti og víst er að slíkum bílum mun fjölga mjög á næstunni. Kraftaköggullinn Subaru WRX STI gæti orðið einn þeirra ef marka má ummæli úr herbúðum Subaru. Afar líklegt að næsta kynslóð Subaru WRX STI verði búin rafmótorum til aðstoðar öflugri brunavél. Talsverð bið verður þó í næstu gerð Subaru WRX STI, en framleiðslu hans hefur nú verið hætt og búast má við að 2 til 3 ár líði þangað til slíkir bílar fara að streyma aftur út úr verksmiðjum Subaru, fáum Subaru aðdáendanum til mikillar gleði. Styttast fer í að EURO6 reglugerðin um hámarksútblástur bíla taki gildi og allir bílaframleiðendur þurfa að standast þá reglugerð ef ekki á að koma til sekta í þeirra garð fyrir of mikinn meðaltals útblástur. Mörg dæmi eru um afar vel heppnaða kraftabíla sem notast við rafmagnsmótora til að bæði auka afl þeirra og minnka útblástur. Nærtækast að nefna bíla eins og Porsche 918 og McClaren P1, sem báðir flokkast sem ofurbílar með tengiltvinnaflrás. Víðsfjarri er hægt að tala um að þar fari leiðinlegir né afllitlir bílar.Subaru WRX Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent
Sífellt strangari kröfur um minni eyðslu og útblástur bíla hefur fengið margan bílaframleiðandann til að rafvæða bíla sína, að hluta til eða öllu leiti og víst er að slíkum bílum mun fjölga mjög á næstunni. Kraftaköggullinn Subaru WRX STI gæti orðið einn þeirra ef marka má ummæli úr herbúðum Subaru. Afar líklegt að næsta kynslóð Subaru WRX STI verði búin rafmótorum til aðstoðar öflugri brunavél. Talsverð bið verður þó í næstu gerð Subaru WRX STI, en framleiðslu hans hefur nú verið hætt og búast má við að 2 til 3 ár líði þangað til slíkir bílar fara að streyma aftur út úr verksmiðjum Subaru, fáum Subaru aðdáendanum til mikillar gleði. Styttast fer í að EURO6 reglugerðin um hámarksútblástur bíla taki gildi og allir bílaframleiðendur þurfa að standast þá reglugerð ef ekki á að koma til sekta í þeirra garð fyrir of mikinn meðaltals útblástur. Mörg dæmi eru um afar vel heppnaða kraftabíla sem notast við rafmagnsmótora til að bæði auka afl þeirra og minnka útblástur. Nærtækast að nefna bíla eins og Porsche 918 og McClaren P1, sem báðir flokkast sem ofurbílar með tengiltvinnaflrás. Víðsfjarri er hægt að tala um að þar fari leiðinlegir né afllitlir bílar.Subaru WRX
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent