Engin opinber fagnaðarhöld eru fyrirhuguð vegna tímamótanna, en þau Elísabet og Filippus hafa boðið fjölskyldu og vinum til kvöldverðar í Windsorhöll.
Bjöllurnar í Westminster Abbey í London, þar sem þau gengi í hjónaband þann 20. nóvember 1947, munu hringja látlaust í þrjá tíma í dag, hjónunum til heiðurs.
Elísabet var 21 árs gömul og Filippus 26 ára þegar þau gengu í hjónaband, en þau eiga saman fjögur börn – Karl, Önnu, Andrés og Játvarð.
Filippus greindi frá því í sumar að hann hafi ákveðið að draga sig í hlé frá opinberum skyldum og hefur drottningin smám saman verið að fjölga verkefnum hins 69 ára krónprins, Karls.