Andrési Inga boðið í kaffi til Viðskiptaráðs Ásta Sigríður Fjeldsted skrifar 30. nóvember 2017 14:41 Líkt og flestir landsmenn fylgdist ég spennt með framgangi mála á fundum tilvonandi ríkisstjórnarflokka í gærkvöldi. Kom það kannski ekki á óvart þegar Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, stigu fram í sjónvarpsviðtali RÚV og sögðust ekki ætla að greiða atkvæði með nýjum málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar. Það sem kom mér hins vegar verulega á óvart var þegar Andrés Ingi opinberaði að mér virtist skilningsleysi sitt á mikilvægi samkeppnishæfni atvinnulífsins. Í ræðu sinni í gærkvöldi vitnaði Andrés Ingi í upphafsorð kafla málefnasamnings ríkisstjórnarinnar um skattamál þar sem fram kemur að „Launahækkanir undanfarinna ára ásamt hækkuðu lífeyrisframlagi atvinnurekenda og sterkara gengi gjaldmiðilsins haf[a] dregið úr samkeppnishæfni atvinnulífsins.“ Það sem hann hafði helst við upphafsorðin að athuga var að þetta bæri keim af orðalagi frá Viðskiptaráði og því ekki í samræmi við stefnu Vinstri grænna. Stöldrum hér aðeins við. Skil ég það rétt að Andrés telji að samkeppnishæfni atvinnulífsins sé sérhagsmunamál Viðskiptaráðs? Að þetta sé baráttumál sem Vinstri Græn eigi ekki að standa vörð um? Að samkeppnishæfni sé stefnumál annarra flokka sem ekki eigi samleið með Vinstri Grænum? Mikið hefur borið á umræðu um samkeppnishæfni á síðustu misserum. En getur það verið að meining orðsins sé óskýr þrátt fyrir þráláta umfjöllun? Samkeppnishæft atvinnulíf gefur til kynna að við séum samkeppnishæf sem þjóð. Skilgreina má samkeppnishæfni á marga vegu en í sinni einföldustu mynd gefur góð samkeppnishæfni lands t.a.m. til kynna að góðar forsendur séu til staðar til að skapa verðmæti. Atvinnulífið er grunnstoð í samfélaginu og fjármagnar stóran hluta af samfélagslegu verðmætum okkar. Ef vegið er að samkeppnishæfni slíkrar grunnstoðar kemur það niður á öðrum þáttum, líkt og getu ríkisins til að fjármagna öfluga heilbrigðisþjónustu og gott menntakerfi. Andrés Ingi dregur einmitt fram punkta í ræðu sinni sem hann hefur áhyggjur af og nefnir þar t.a.m. rekstrarform á opinberri þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu og skólum landsins, en gæði þeirra og framboð er jú einmitt beintengd samkeppnishæfni landsins. Færa má rök fyrir því að eftir því sem samkeppnishæfni landa er meiri, þeim mun eftirsóknarverðara er að búa og starfa í viðkomandi landi. Samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda þess að hér skapist störf í eftirsóttum greinum fyrir unga fólkið okkar. Margar fréttir hafa borist undanfarið af íslenskum fyrirtækjum sem hafa flutt hluta sinnar starfsemi erlendis, og tekið með sér verðmæt störf úr landi því Ísland er ekki lengur samkeppnishæft í samanburði við nágrannalönd. Það er rétt að Viðskiptaráð hefði alveg eins getað skrifað þennan upphafskafla – enda hefur ráðið staðið vörð um baráttu mál sem þetta frá stofnun ráðsins – eða í 100 ár. Viðskiptaráð fagnar því að verið sé að huga að þessu grundvallaratriði hagvaxtar og velferðar til lengri tíma. Við teljum að í mörgum málum megi ganga enn lengra – og ætla ég ekki að fara að tíunda það hér. Þess í stað óska ég nýrri ríkisstjórn velfarnaðar á næstu misserum og býð um leið Andrési Inga að kíkja í kaffi til okkar hjá Viðskiptaráði til fara betur yfir þetta sameiginlega áhugamál. Við erum í Borgartúni 35, 5. hæð.Ásta Sigríður FjeldstedFramkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Líkt og flestir landsmenn fylgdist ég spennt með framgangi mála á fundum tilvonandi ríkisstjórnarflokka í gærkvöldi. Kom það kannski ekki á óvart þegar Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, stigu fram í sjónvarpsviðtali RÚV og sögðust ekki ætla að greiða atkvæði með nýjum málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar. Það sem kom mér hins vegar verulega á óvart var þegar Andrés Ingi opinberaði að mér virtist skilningsleysi sitt á mikilvægi samkeppnishæfni atvinnulífsins. Í ræðu sinni í gærkvöldi vitnaði Andrés Ingi í upphafsorð kafla málefnasamnings ríkisstjórnarinnar um skattamál þar sem fram kemur að „Launahækkanir undanfarinna ára ásamt hækkuðu lífeyrisframlagi atvinnurekenda og sterkara gengi gjaldmiðilsins haf[a] dregið úr samkeppnishæfni atvinnulífsins.“ Það sem hann hafði helst við upphafsorðin að athuga var að þetta bæri keim af orðalagi frá Viðskiptaráði og því ekki í samræmi við stefnu Vinstri grænna. Stöldrum hér aðeins við. Skil ég það rétt að Andrés telji að samkeppnishæfni atvinnulífsins sé sérhagsmunamál Viðskiptaráðs? Að þetta sé baráttumál sem Vinstri Græn eigi ekki að standa vörð um? Að samkeppnishæfni sé stefnumál annarra flokka sem ekki eigi samleið með Vinstri Grænum? Mikið hefur borið á umræðu um samkeppnishæfni á síðustu misserum. En getur það verið að meining orðsins sé óskýr þrátt fyrir þráláta umfjöllun? Samkeppnishæft atvinnulíf gefur til kynna að við séum samkeppnishæf sem þjóð. Skilgreina má samkeppnishæfni á marga vegu en í sinni einföldustu mynd gefur góð samkeppnishæfni lands t.a.m. til kynna að góðar forsendur séu til staðar til að skapa verðmæti. Atvinnulífið er grunnstoð í samfélaginu og fjármagnar stóran hluta af samfélagslegu verðmætum okkar. Ef vegið er að samkeppnishæfni slíkrar grunnstoðar kemur það niður á öðrum þáttum, líkt og getu ríkisins til að fjármagna öfluga heilbrigðisþjónustu og gott menntakerfi. Andrés Ingi dregur einmitt fram punkta í ræðu sinni sem hann hefur áhyggjur af og nefnir þar t.a.m. rekstrarform á opinberri þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu og skólum landsins, en gæði þeirra og framboð er jú einmitt beintengd samkeppnishæfni landsins. Færa má rök fyrir því að eftir því sem samkeppnishæfni landa er meiri, þeim mun eftirsóknarverðara er að búa og starfa í viðkomandi landi. Samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda þess að hér skapist störf í eftirsóttum greinum fyrir unga fólkið okkar. Margar fréttir hafa borist undanfarið af íslenskum fyrirtækjum sem hafa flutt hluta sinnar starfsemi erlendis, og tekið með sér verðmæt störf úr landi því Ísland er ekki lengur samkeppnishæft í samanburði við nágrannalönd. Það er rétt að Viðskiptaráð hefði alveg eins getað skrifað þennan upphafskafla – enda hefur ráðið staðið vörð um baráttu mál sem þetta frá stofnun ráðsins – eða í 100 ár. Viðskiptaráð fagnar því að verið sé að huga að þessu grundvallaratriði hagvaxtar og velferðar til lengri tíma. Við teljum að í mörgum málum megi ganga enn lengra – og ætla ég ekki að fara að tíunda það hér. Þess í stað óska ég nýrri ríkisstjórn velfarnaðar á næstu misserum og býð um leið Andrési Inga að kíkja í kaffi til okkar hjá Viðskiptaráði til fara betur yfir þetta sameiginlega áhugamál. Við erum í Borgartúni 35, 5. hæð.Ásta Sigríður FjeldstedFramkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun