Porsche 911 fær rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2017 09:26 Porsche 911 Carrera. Það er líklega ekki villtasti draumur aðdáenda hins goðsagnarkennda Porsche 911 bíls að hann verði tengiltvinnbíll, en Porsche hefur hinsvegar tekið ákvörðun um það að bjóða hann meðal annars í slíkri útfærslu. Það verður þó ekki fyrr en með andlitslyftingu næstu kynslóðar bílsins og þá líklega ekki fyrr en árið 2022-3. Porsche aðdáendur ættu aldeilis ekki að taka þessum fréttum illa því Porsche hefur lukkast einkar vel að búa Cayenne jeppann og Panamera stóra fjölskyldubílinn sem tengitvinnbíla. Panamera Turbo S E-Hybrid tengiltvinnbíllinn er nú einu sinni öflugasta gerð Porsche bíla sem framleiddur er nú um stundir og heil 680 hestöfl. Drægnin í nýjum Porsche 911 með rafmótorum verður að lágmarki 60 kílómetrar eingöngu á rafmagninu, að sögn forstjóra Porsche, Oliver Blume. Tilkoma rafmótora í viðbót við hinar öflugu vélar sem í Porsche 911 er verður aðeins til að auka afl og mikla upptöku bílanna, sem næg er nú fyrir. Prufanir eru hafnar á tengiltvinnbílaútfærslu 911 bílsins og eins og fyrri daginn hjá Porsche verður hann ekki settur á markað fyrr en fullkomnun hans verður náð. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent
Það er líklega ekki villtasti draumur aðdáenda hins goðsagnarkennda Porsche 911 bíls að hann verði tengiltvinnbíll, en Porsche hefur hinsvegar tekið ákvörðun um það að bjóða hann meðal annars í slíkri útfærslu. Það verður þó ekki fyrr en með andlitslyftingu næstu kynslóðar bílsins og þá líklega ekki fyrr en árið 2022-3. Porsche aðdáendur ættu aldeilis ekki að taka þessum fréttum illa því Porsche hefur lukkast einkar vel að búa Cayenne jeppann og Panamera stóra fjölskyldubílinn sem tengitvinnbíla. Panamera Turbo S E-Hybrid tengiltvinnbíllinn er nú einu sinni öflugasta gerð Porsche bíla sem framleiddur er nú um stundir og heil 680 hestöfl. Drægnin í nýjum Porsche 911 með rafmótorum verður að lágmarki 60 kílómetrar eingöngu á rafmagninu, að sögn forstjóra Porsche, Oliver Blume. Tilkoma rafmótora í viðbót við hinar öflugu vélar sem í Porsche 911 er verður aðeins til að auka afl og mikla upptöku bílanna, sem næg er nú fyrir. Prufanir eru hafnar á tengiltvinnbílaútfærslu 911 bílsins og eins og fyrri daginn hjá Porsche verður hann ekki settur á markað fyrr en fullkomnun hans verður náð.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent