Nákvæmustu loftslagslíkönin spá verstu afleiðingunum Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2017 14:44 Loftslagslíkön líkja eftir samspili lofthjúpsins, hafanna, lands og sólargeisla sem saman stjórna loftslagi jarðarinnar. Vísir/AFP Hermilíkön sem ná best að fanga núverandi aðstæður í loftslagi jarðar eru einnig þau sem gera sýna mesta hlýnun með áframhaldandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þetta er niðurstaða nýrrari tölfræðilegrar rannsóknar á loftslagslíkönum. Loftslagsvísindamenn nota hermilíkön til að meta hvaða áhrif aukinn styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar gæti haft á meðalhita jarðar í framtíðinni. Líkönin líkja eftir samspili lofthjúpsins, hafanna, lands, íss og geislunar sólar með flóknum stærðfræðilegum aðferðum. Í rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature í gær skoðuðu vísindamenn hvaða líkön næðu best að líkja eftir þeim aðstæðum sem nú eru fyrir hendi ofarlega í lofthjúpi jarðar. Niðurstaða þeirra var að nákvæmari líkönin um þetta gerði ráð fyrir meiri hlýnun í framtíðinni en þau sem ná verr að líkja eftir núverandi aðstæðum, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Nákvæmari líkönin sýndu um 15% meiri hlýnun en hin miðað við áframhaldandi mikla losun gróðurhúsalofttegunda, um 4,8°C fyrir lok þessarar aldar á móti 4,3°C. Patrick Brown frá Carnegie-vísindastofnun Stanford-háskóla og annar höfundur rannsóknarinnar segir að niðurstöðurnar gætu þýtt að menn þyrftu að draga enn meira úr losun á gróðurhúsalofttegundum ef þeir ætla sér að ná markmiðum um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C eins og Parísarsamkomulagið kveður á um.Óvissa um ský það sem skilur á milli Aðrir vísindamenn sem Washington Post ræddi við um rannsóknina töldu hana áhugaverða en að niðurstöður hennar væru ekki afgerandi. Óvissa um áhrif skýja á loftslagið er sögð það sem skilur á milli líkananna. Ský hafa bæði áhrif til hlýnunar og kólnunar loftslagsins. Annars vegar kæla þau yfirborð jarðar með því að endurvarpa sólargeislum aftur í geim en á hinn bóginn valda þau hlýnun með því að halda inni varmageislun nærri yfirborðinu. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að líkja eftir hegðun skýja í hermilíkönum. Þau geta engu að síður haft mikil áhrif á svörun loftslagsins við hnattrænni hlýnun. Michael Winton, loftslagslíkanasmiður hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA), segir að skýin séu veikur hlekkur í loftslagslíkönum. Ben Sanderson, loftslagsvísindamaður frá Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna, bendir á að áhrifin sem fundust í rannsókninni séu mögulega ekki raunveruleg enda byggi líkönin sem voru skoðuð mörg á sameiginlegum grunni. „Þessari nálgun er ætlað að finna tengsl á milli framtíðarhitastigs og athugana sem við gerum í dag. Vandamálið er að við erum ekki með nógu mörg líkön til að álykta að tengslin séu áreiðanleg,“ segir Sanderson. Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA sem heldur utan um hitastigstölur, bendir á að loftslagslíkön framtíðarinnar gætu eytt muninum sem sést í rannsókninni nú. Þá sé munurinn á framtíðarhita sem ólík líkön spá tiltölulega lítill. Loftslagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Hermilíkön sem ná best að fanga núverandi aðstæður í loftslagi jarðar eru einnig þau sem gera sýna mesta hlýnun með áframhaldandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þetta er niðurstaða nýrrari tölfræðilegrar rannsóknar á loftslagslíkönum. Loftslagsvísindamenn nota hermilíkön til að meta hvaða áhrif aukinn styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar gæti haft á meðalhita jarðar í framtíðinni. Líkönin líkja eftir samspili lofthjúpsins, hafanna, lands, íss og geislunar sólar með flóknum stærðfræðilegum aðferðum. Í rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature í gær skoðuðu vísindamenn hvaða líkön næðu best að líkja eftir þeim aðstæðum sem nú eru fyrir hendi ofarlega í lofthjúpi jarðar. Niðurstaða þeirra var að nákvæmari líkönin um þetta gerði ráð fyrir meiri hlýnun í framtíðinni en þau sem ná verr að líkja eftir núverandi aðstæðum, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Nákvæmari líkönin sýndu um 15% meiri hlýnun en hin miðað við áframhaldandi mikla losun gróðurhúsalofttegunda, um 4,8°C fyrir lok þessarar aldar á móti 4,3°C. Patrick Brown frá Carnegie-vísindastofnun Stanford-háskóla og annar höfundur rannsóknarinnar segir að niðurstöðurnar gætu þýtt að menn þyrftu að draga enn meira úr losun á gróðurhúsalofttegundum ef þeir ætla sér að ná markmiðum um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C eins og Parísarsamkomulagið kveður á um.Óvissa um ský það sem skilur á milli Aðrir vísindamenn sem Washington Post ræddi við um rannsóknina töldu hana áhugaverða en að niðurstöður hennar væru ekki afgerandi. Óvissa um áhrif skýja á loftslagið er sögð það sem skilur á milli líkananna. Ský hafa bæði áhrif til hlýnunar og kólnunar loftslagsins. Annars vegar kæla þau yfirborð jarðar með því að endurvarpa sólargeislum aftur í geim en á hinn bóginn valda þau hlýnun með því að halda inni varmageislun nærri yfirborðinu. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að líkja eftir hegðun skýja í hermilíkönum. Þau geta engu að síður haft mikil áhrif á svörun loftslagsins við hnattrænni hlýnun. Michael Winton, loftslagslíkanasmiður hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA), segir að skýin séu veikur hlekkur í loftslagslíkönum. Ben Sanderson, loftslagsvísindamaður frá Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna, bendir á að áhrifin sem fundust í rannsókninni séu mögulega ekki raunveruleg enda byggi líkönin sem voru skoðuð mörg á sameiginlegum grunni. „Þessari nálgun er ætlað að finna tengsl á milli framtíðarhitastigs og athugana sem við gerum í dag. Vandamálið er að við erum ekki með nógu mörg líkön til að álykta að tengslin séu áreiðanleg,“ segir Sanderson. Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA sem heldur utan um hitastigstölur, bendir á að loftslagslíkön framtíðarinnar gætu eytt muninum sem sést í rannsókninni nú. Þá sé munurinn á framtíðarhita sem ólík líkön spá tiltölulega lítill.
Loftslagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira