Sala og afkoma IKEA aldrei verið betri Haraldur Guðmundsson skrifar 7. desember 2017 06:00 IKEA á Íslandi seldi veitingar fyrir um 1,5 milljarð á síðasta rekstrári. vísir/eyþór Vörusala IKEA á Íslandi á síðasta rekstrarári nam um tíu og hálfum milljarði króna og jókst um átján prósent milli ára. Um besta ár í sögu fyrirtækisins er að ræða enda hefur rekstrarhagnaðurinn fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) aldrei verið hærri. „Þetta er í höndum endurskoðenda sem fara nú yfir ársreikninginn en afkoman er rúmlega 1.200 milljónir í rekstrarhagnað,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, en síðasta rekstrarár fyrirtækisins náði yfir tímabilið september 2016 til ágúst 2017.Fréttablaðið greindi í júní síðastliðnum frá því að hagnaður verslunarinnar hefði farið úr 235 milljónum árið 2012 í 758 milljónir yfir tímabilið september 2015 til ágúst 2016. Útlit er fyrir að afkoman á síðasta rekstrarári hafi verið enn betri en rekstrarhagnaðurinn jókst þá um 24 prósent milli ára. Þórarinn sagði í fréttinni að hagnaðurinn árið þar á undan hefði verið „fullmikill“ og að unnið hefði verið markvisst að því að „vinda ofan af“ stöðunni með lækkun vöruverðs. Þar sagði einnig að framlegð af vörusölu hefði aukist um 85 prósent á sex árum. „Framlegðin sem hlutfall af veltu hefur snarlækkað hjá okkur enda lækkuðum við verð þrisvar sinnum á rekstrarárinu og byrjuðum í nóvember í fyrra til að bregðast við þessari miklu styrkingu krónunnar. Aftur á móti hefur þetta skilað sér í gríðarlegri magnaukningu sem gerir það að verkum að hagnaðurinn er eins og hann er. Við jukum magnið hjá okkur um yfir 40 prósent og þessi rekstur á að ganga út á að við seljum mikið magn með lágmarksálagningu,“ segir Þórarinn. Framkvæmdastjórinn opinberaði fyrir tveimur árum markmið sitt um að veitingastaður IKEA myndi velta tveimur milljörðum króna árið 2020. Að hans sögn nam veitingasalan á síðasta rekstrarári um einum og hálfum milljarði og hefur vöxturinn verið minni en gert var ráð fyrir. „Það sem hefur breyst og ég sá ekki fyrir er að við höfum ekki þurft að hækka verð sem leiðir til þess að þá er erfiðara að ná veltunni upp. Við höfum lækkað ef eitthvað er og sömdum við Vífilfell á tímabilinu sem bauð okkur gos á það lágu verði að við hættum með gos úr dælum. Þegar maður er að selja nokkuð hundruð þúsund gosflöskur á ári og það er 50 krónum ódýrara þá telur það. Við erum aftur á móti að selja fleiri matar- og drykkjareiningar, fyrir færri krónur, og veltan því afleiðing af því sem er að gerast,“ segir Þórarinn. „Síðasta vika var sú besta í sögu veitingastaðarins og þá seldum við fyrir 40 milljónir króna fyrir utan virðisaukaskatt. Bæði laugardagur og sunnudagur fóru yfir átta milljónir og það þarf ansi mikið að gerast svo það gangi eftir. Það telur með að við erum að selja mandarínur og fleiri vörur sem teljast til veitingarekstrarins.“ Aðspurður um reynsluna af komu Costco í Kauptún í Garðabæ svarar Þórarinn að áhrifin af aukinni umferð um svæðið séu frekar neikvæð en jákvæð. „Ég veit að það er fullt af fólki sem snýr við á hringtorginu því svæðið er jafnvel orðið pínu yfirþyrmandi. Við höfum í mörg ár verið í þeirri lúxusstöðu að vera ein hérna, sem var bæði gott og slæmt, en það þýddi að aðkoman til og frá var þægileg og nóg af bílastæðum. Svo er margt gott við að fá Costco hingað því við fáum fleiri inn yfir rólegu dagana.“ IKEA Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Fleiri fréttir Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Sjá meira
Vörusala IKEA á Íslandi á síðasta rekstrarári nam um tíu og hálfum milljarði króna og jókst um átján prósent milli ára. Um besta ár í sögu fyrirtækisins er að ræða enda hefur rekstrarhagnaðurinn fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) aldrei verið hærri. „Þetta er í höndum endurskoðenda sem fara nú yfir ársreikninginn en afkoman er rúmlega 1.200 milljónir í rekstrarhagnað,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, en síðasta rekstrarár fyrirtækisins náði yfir tímabilið september 2016 til ágúst 2017.Fréttablaðið greindi í júní síðastliðnum frá því að hagnaður verslunarinnar hefði farið úr 235 milljónum árið 2012 í 758 milljónir yfir tímabilið september 2015 til ágúst 2016. Útlit er fyrir að afkoman á síðasta rekstrarári hafi verið enn betri en rekstrarhagnaðurinn jókst þá um 24 prósent milli ára. Þórarinn sagði í fréttinni að hagnaðurinn árið þar á undan hefði verið „fullmikill“ og að unnið hefði verið markvisst að því að „vinda ofan af“ stöðunni með lækkun vöruverðs. Þar sagði einnig að framlegð af vörusölu hefði aukist um 85 prósent á sex árum. „Framlegðin sem hlutfall af veltu hefur snarlækkað hjá okkur enda lækkuðum við verð þrisvar sinnum á rekstrarárinu og byrjuðum í nóvember í fyrra til að bregðast við þessari miklu styrkingu krónunnar. Aftur á móti hefur þetta skilað sér í gríðarlegri magnaukningu sem gerir það að verkum að hagnaðurinn er eins og hann er. Við jukum magnið hjá okkur um yfir 40 prósent og þessi rekstur á að ganga út á að við seljum mikið magn með lágmarksálagningu,“ segir Þórarinn. Framkvæmdastjórinn opinberaði fyrir tveimur árum markmið sitt um að veitingastaður IKEA myndi velta tveimur milljörðum króna árið 2020. Að hans sögn nam veitingasalan á síðasta rekstrarári um einum og hálfum milljarði og hefur vöxturinn verið minni en gert var ráð fyrir. „Það sem hefur breyst og ég sá ekki fyrir er að við höfum ekki þurft að hækka verð sem leiðir til þess að þá er erfiðara að ná veltunni upp. Við höfum lækkað ef eitthvað er og sömdum við Vífilfell á tímabilinu sem bauð okkur gos á það lágu verði að við hættum með gos úr dælum. Þegar maður er að selja nokkuð hundruð þúsund gosflöskur á ári og það er 50 krónum ódýrara þá telur það. Við erum aftur á móti að selja fleiri matar- og drykkjareiningar, fyrir færri krónur, og veltan því afleiðing af því sem er að gerast,“ segir Þórarinn. „Síðasta vika var sú besta í sögu veitingastaðarins og þá seldum við fyrir 40 milljónir króna fyrir utan virðisaukaskatt. Bæði laugardagur og sunnudagur fóru yfir átta milljónir og það þarf ansi mikið að gerast svo það gangi eftir. Það telur með að við erum að selja mandarínur og fleiri vörur sem teljast til veitingarekstrarins.“ Aðspurður um reynsluna af komu Costco í Kauptún í Garðabæ svarar Þórarinn að áhrifin af aukinni umferð um svæðið séu frekar neikvæð en jákvæð. „Ég veit að það er fullt af fólki sem snýr við á hringtorginu því svæðið er jafnvel orðið pínu yfirþyrmandi. Við höfum í mörg ár verið í þeirri lúxusstöðu að vera ein hérna, sem var bæði gott og slæmt, en það þýddi að aðkoman til og frá var þægileg og nóg af bílastæðum. Svo er margt gott við að fá Costco hingað því við fáum fleiri inn yfir rólegu dagana.“
IKEA Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Fleiri fréttir Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Sjá meira