Gætu allt eins hent peningum út um gluggan eins og að fá Darrel Lewis aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2017 11:30 Fram kom í Domino´s-Körfuboltakvöldi á mánudagskvöldið að Þór Akureyri er að reyna að safna pening og gera allt hvað það getur til að fá Darrel Lewis aftur til liðsins. Sá 41 árs gamli reynslubolti spilaði með Þór á síðustu leiktíð og skoraði þá 18 stig, tók átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik er nýliðarnir komust í úrslitakeppnina á fyrsta ári eftir endurkomuna í deild þeirra bestu. Þórsarar misstu mikið af mönnum í sumar, þar á meðal Lewis, og eru nú í fallbaráttu í deildinni. Þeir töpuðu mikilvægum fallbaráttuslag á móti Val í síðustu umferð og eru tveimur stigum frá öruggu sæti þegar að mótið er að verða hálfnað. Því finnst vafalítið mörgum eðlilegt að Þórsarar séu að reyna að fá Lewis aftur sem hefur verið einn af betri leikmönnum deildarinnar um langa hríð en hann er ekki maðurinn sem getur bjargað Þór, að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds.Darrel Lewis í leik með Þór í fyrra.vísir/ernir„Hann er ekki leikmaðurinn sem gerir það að verkum að þeir falli ekki,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um Þórsliðið sem er að byggja á ungum mönnum. „Hvað ætlar Þórsliðið að gera? Ætlar það ekki að reyna að byggja liðið upp á þessum strákum fæddum 2000 og 2001 sem eru búnir að vera að gera svo ótrúlega flott mót undanfarin ár í sínum árgangi?“ Mikilvægt er fyrir liðin að halda sér uppi á þessari leiktíð því mikil breyting verður fyrir næsta tímabil þegar að liðin mega vera með ótakmarkaðan fjölda svokallaðra Bosman-leikmanna. Þá verður töluvert auðveldara fyrir liðin úti á landi að manna sig „Hann hægir á öllum sóknum og öll kerfi fara til fjandas. Hann dúllar sér á kantinum og gerir það sem hann gerir. Ég myndi sleppa því að taka hann.,“ sagði Kristinn Friðriksson og Jón Halldór bætti við: „Þeir eru að henda peningum út um gluggann ef þeir fá Lewis. Það er mín skoðun. Ég held að hann sé ekki sá aðili sem gerir það að verkum að þeir vinni þessa leiki sem þarf til.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Framlenging: Hildur er að gera frábæra hluti en ekki gleyma Darra Jóni Halldóri Eðvaldssyni finnst aðeins of mikið að kalla Hildi Sigurðardóttur þjálfara ársins. 5. desember 2017 14:00 Stólarnir rassskelltir í beinni: „Verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR“ Leikmenn Stólanna fengu heldur betur að heyra það eftir stórtapið gegn KR í DHL-höllinni. 5. desember 2017 09:00 Risinn sofandi í Njarðvík: „Hann er ekki tengdur raunheimum“ Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur ekki spilað vel fyrir Njarðvík í Domino´s-deild karla. 5. desember 2017 12:30 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Sjá meira
Fram kom í Domino´s-Körfuboltakvöldi á mánudagskvöldið að Þór Akureyri er að reyna að safna pening og gera allt hvað það getur til að fá Darrel Lewis aftur til liðsins. Sá 41 árs gamli reynslubolti spilaði með Þór á síðustu leiktíð og skoraði þá 18 stig, tók átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik er nýliðarnir komust í úrslitakeppnina á fyrsta ári eftir endurkomuna í deild þeirra bestu. Þórsarar misstu mikið af mönnum í sumar, þar á meðal Lewis, og eru nú í fallbaráttu í deildinni. Þeir töpuðu mikilvægum fallbaráttuslag á móti Val í síðustu umferð og eru tveimur stigum frá öruggu sæti þegar að mótið er að verða hálfnað. Því finnst vafalítið mörgum eðlilegt að Þórsarar séu að reyna að fá Lewis aftur sem hefur verið einn af betri leikmönnum deildarinnar um langa hríð en hann er ekki maðurinn sem getur bjargað Þór, að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds.Darrel Lewis í leik með Þór í fyrra.vísir/ernir„Hann er ekki leikmaðurinn sem gerir það að verkum að þeir falli ekki,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um Þórsliðið sem er að byggja á ungum mönnum. „Hvað ætlar Þórsliðið að gera? Ætlar það ekki að reyna að byggja liðið upp á þessum strákum fæddum 2000 og 2001 sem eru búnir að vera að gera svo ótrúlega flott mót undanfarin ár í sínum árgangi?“ Mikilvægt er fyrir liðin að halda sér uppi á þessari leiktíð því mikil breyting verður fyrir næsta tímabil þegar að liðin mega vera með ótakmarkaðan fjölda svokallaðra Bosman-leikmanna. Þá verður töluvert auðveldara fyrir liðin úti á landi að manna sig „Hann hægir á öllum sóknum og öll kerfi fara til fjandas. Hann dúllar sér á kantinum og gerir það sem hann gerir. Ég myndi sleppa því að taka hann.,“ sagði Kristinn Friðriksson og Jón Halldór bætti við: „Þeir eru að henda peningum út um gluggann ef þeir fá Lewis. Það er mín skoðun. Ég held að hann sé ekki sá aðili sem gerir það að verkum að þeir vinni þessa leiki sem þarf til.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Framlenging: Hildur er að gera frábæra hluti en ekki gleyma Darra Jóni Halldóri Eðvaldssyni finnst aðeins of mikið að kalla Hildi Sigurðardóttur þjálfara ársins. 5. desember 2017 14:00 Stólarnir rassskelltir í beinni: „Verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR“ Leikmenn Stólanna fengu heldur betur að heyra það eftir stórtapið gegn KR í DHL-höllinni. 5. desember 2017 09:00 Risinn sofandi í Njarðvík: „Hann er ekki tengdur raunheimum“ Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur ekki spilað vel fyrir Njarðvík í Domino´s-deild karla. 5. desember 2017 12:30 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Sjá meira
Framlenging: Hildur er að gera frábæra hluti en ekki gleyma Darra Jóni Halldóri Eðvaldssyni finnst aðeins of mikið að kalla Hildi Sigurðardóttur þjálfara ársins. 5. desember 2017 14:00
Stólarnir rassskelltir í beinni: „Verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR“ Leikmenn Stólanna fengu heldur betur að heyra það eftir stórtapið gegn KR í DHL-höllinni. 5. desember 2017 09:00
Risinn sofandi í Njarðvík: „Hann er ekki tengdur raunheimum“ Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur ekki spilað vel fyrir Njarðvík í Domino´s-deild karla. 5. desember 2017 12:30
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum