Ekki hægt að útiloka þjóðarmorð í Mjanmar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. desember 2017 07:00 Barn í Thyangkhali-flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess. Nordicphotos/AFP Ekki er hægt að útiloka að aðgerðir stjórnvalda og hersins í Mjanmar gegn þjóðflokki Róhingja í Rakhine-héraði flokkist sem þjóðarmorð. Þetta staðhæfði Zeid Ra'ad al-Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi Mannréttindaráðs SÞ í Genf í gær. Til þessa hefur einungis verið talað um þjóðernishreinsanir. Rúmlega 600 þúsund Róhingjar hafa flúið frá Rakhine til Bangladess frá því í ágúst þegar herinn hóf aðgerðir sínar gegn þeim. Herinn hefur hins vegar hafnað því að um þjóðernishreinsanir sé að ræða sem og því að ráðist sé á almenna borgara. Einblínt sé á skæruliða. Stjórnvöld í Mjanmar og Bangladess komust í síðasta mánuði að samkomulagi um að hundruð þúsunda flóttamanna skyldu send til baka til Mjanmar. Hefur þetta samkomulag verið gagnrýnt harðlega. Zeid Ra'ad al-Hussein, mannréttindastjóri SÞ.Nordicphotos/AFP Zeid sagði á fundi gærdagsins að ekki ætti að senda Róhingja heim aftur nema viðvera mannréttindaeftirlitsmanna væri tryggð í héraðinu. Taldi hann upp ýmis brot sem herinn er sakaður um. Meðal annars um að skjóta, stinga og berja almenna borgara til bana. Þá var herinn sakaður um að varpa handsprengjum á almenna borgara og brenna hús með fjölskyldum innandyra. „Í ljósi þess að Róhingjar líta á sjálfa sig sem sjálfstæðan þjóðflokk með eigin tungu og menningu, og í ljósi þess að gerandinn í málinu telur Róhingja tilheyra öðrum þjóðflokki, þjóð, kynþætti eða trú, er rétt að spyrja hvort nokkur geti útilokað að um þjóðarmorð sé að ræða,“ sagði Zeid. Dómstólar myndu skera úr um hvort um þjóðarmorð væri að ræða. Htin Lynn, fulltrúi Mjanmar í ráðinu, neitaði því að fyrrnefnd brot hefðu átt sér stað. Sagði hann jafnframt að yfirvöld í Mjanmar og Bangladess væru að vinna saman að fyrrnefndri heimkomu flóttamannanna. Ekki yrðu settar upp sérstakar búðir í Mjanmar og Sameinuðu þjóðirnar fengju að koma að heimkomunni. Lynn vildi þó ekki samþykkja að tryggja óhindraðan aðgang rannsakenda og eftirlitsmanna. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Erlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Ekki er hægt að útiloka að aðgerðir stjórnvalda og hersins í Mjanmar gegn þjóðflokki Róhingja í Rakhine-héraði flokkist sem þjóðarmorð. Þetta staðhæfði Zeid Ra'ad al-Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi Mannréttindaráðs SÞ í Genf í gær. Til þessa hefur einungis verið talað um þjóðernishreinsanir. Rúmlega 600 þúsund Róhingjar hafa flúið frá Rakhine til Bangladess frá því í ágúst þegar herinn hóf aðgerðir sínar gegn þeim. Herinn hefur hins vegar hafnað því að um þjóðernishreinsanir sé að ræða sem og því að ráðist sé á almenna borgara. Einblínt sé á skæruliða. Stjórnvöld í Mjanmar og Bangladess komust í síðasta mánuði að samkomulagi um að hundruð þúsunda flóttamanna skyldu send til baka til Mjanmar. Hefur þetta samkomulag verið gagnrýnt harðlega. Zeid Ra'ad al-Hussein, mannréttindastjóri SÞ.Nordicphotos/AFP Zeid sagði á fundi gærdagsins að ekki ætti að senda Róhingja heim aftur nema viðvera mannréttindaeftirlitsmanna væri tryggð í héraðinu. Taldi hann upp ýmis brot sem herinn er sakaður um. Meðal annars um að skjóta, stinga og berja almenna borgara til bana. Þá var herinn sakaður um að varpa handsprengjum á almenna borgara og brenna hús með fjölskyldum innandyra. „Í ljósi þess að Róhingjar líta á sjálfa sig sem sjálfstæðan þjóðflokk með eigin tungu og menningu, og í ljósi þess að gerandinn í málinu telur Róhingja tilheyra öðrum þjóðflokki, þjóð, kynþætti eða trú, er rétt að spyrja hvort nokkur geti útilokað að um þjóðarmorð sé að ræða,“ sagði Zeid. Dómstólar myndu skera úr um hvort um þjóðarmorð væri að ræða. Htin Lynn, fulltrúi Mjanmar í ráðinu, neitaði því að fyrrnefnd brot hefðu átt sér stað. Sagði hann jafnframt að yfirvöld í Mjanmar og Bangladess væru að vinna saman að fyrrnefndri heimkomu flóttamannanna. Ekki yrðu settar upp sérstakar búðir í Mjanmar og Sameinuðu þjóðirnar fengju að koma að heimkomunni. Lynn vildi þó ekki samþykkja að tryggja óhindraðan aðgang rannsakenda og eftirlitsmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Erlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38