Allsber með bikarinn upp á sviði og útkoman var bönnuð börnum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2017 23:00 Aleksander Melgalvis. Vísir/Getty Aleksander Melgalvis, leikmaður nýkrýndra bikarmeistara Lilleström í norska fótboltanum, fagnaði titlinum með stuðningsmönnum á afar sérstakan hátt á sigurhátíð félagsins um helgina. Lilleström vann 3-2 sigur á Sarpsborg 08 í bikarúrslitaleiknum eftir að hafa komist í 2-0 á fyrstu tólf mínútum leiksins. Framkoma Aleksanders á sviðinu hefur kallað á mikla gagnrýni í Noregi enda fagnaðalætin hans ósæmileg í augum margra. Aleksander Melgalvis afklæddist nefnilega á sviðinu en notaði bikarinn til að fela allra viðkvæmasta svæðið. Mörgum finnst leikmaðurinn hafa sýnt mikla óvirðingu með framkomu sinni. Það má sjá nektardansinn hans með því að smella hér eða hér fyrir neðan.NFF reagerer på Melgalvis' kongepokal-feiring: – Viser lite respekt https://t.co/sQ5L6re1V8 — VG (@vgnett) December 4, 2017 Melgalvis sagðist sjálfur að hann hafi ekki verið búinn að skipuleggja neitt fyrirfram en þörfin fyrir að bjóða upp á þennan nektardans hafi allt í einu komið yfir hann upp á sviðinu. „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa það að vinna bikarinn. Ég var búinn að bíða lengi eftir því að spila bikarúrslitaleik,“ sagði hinn 28 ára gamli Melgalvis. Norski bikarinn er svokallaður konunugsbikar en hann fékk ekki meðferð í takt við það hjá kappanum. „Ég skil alveg að sumir hafi ekki verið hrifnir. Ætti að ég að biðja kónginn afsökunnar. Ég fékk þann heiður að segja halló við hann í gær en kannski fer ég og bið hann afsökunar í dag,“ sagði Melgalvis. Melgalvis viðurkenndi það samt í viðtali við Verdens Gang að hann væri samt guðs lifandi feginn að amma hans væri hvorki með internet eða virk á samfélagsmiðlum. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Aleksander Melgalvis, leikmaður nýkrýndra bikarmeistara Lilleström í norska fótboltanum, fagnaði titlinum með stuðningsmönnum á afar sérstakan hátt á sigurhátíð félagsins um helgina. Lilleström vann 3-2 sigur á Sarpsborg 08 í bikarúrslitaleiknum eftir að hafa komist í 2-0 á fyrstu tólf mínútum leiksins. Framkoma Aleksanders á sviðinu hefur kallað á mikla gagnrýni í Noregi enda fagnaðalætin hans ósæmileg í augum margra. Aleksander Melgalvis afklæddist nefnilega á sviðinu en notaði bikarinn til að fela allra viðkvæmasta svæðið. Mörgum finnst leikmaðurinn hafa sýnt mikla óvirðingu með framkomu sinni. Það má sjá nektardansinn hans með því að smella hér eða hér fyrir neðan.NFF reagerer på Melgalvis' kongepokal-feiring: – Viser lite respekt https://t.co/sQ5L6re1V8 — VG (@vgnett) December 4, 2017 Melgalvis sagðist sjálfur að hann hafi ekki verið búinn að skipuleggja neitt fyrirfram en þörfin fyrir að bjóða upp á þennan nektardans hafi allt í einu komið yfir hann upp á sviðinu. „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa það að vinna bikarinn. Ég var búinn að bíða lengi eftir því að spila bikarúrslitaleik,“ sagði hinn 28 ára gamli Melgalvis. Norski bikarinn er svokallaður konunugsbikar en hann fékk ekki meðferð í takt við það hjá kappanum. „Ég skil alveg að sumir hafi ekki verið hrifnir. Ætti að ég að biðja kónginn afsökunnar. Ég fékk þann heiður að segja halló við hann í gær en kannski fer ég og bið hann afsökunar í dag,“ sagði Melgalvis. Melgalvis viðurkenndi það samt í viðtali við Verdens Gang að hann væri samt guðs lifandi feginn að amma hans væri hvorki með internet eða virk á samfélagsmiðlum.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira