Helmingi ódýrara að bóka sjálfur ferð á HM Baldur Guðmundsson skrifar 5. desember 2017 08:00 Fjölmargir íslenskir stuðningsmenn fylgdu liði sínu til Frakklands. Ekki er víst að jafna margir fái miða á leikina í Rússlandi. vísir/vilhelm Par getur sparað sér meira en 200 þúsund krónur ef það velur að ferðast sjálft til Moskvu á leik Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu næsta sumar, frekar en að kaupa pakkaferð með íslenskri fararstjórn. Þetta leiðir athugun Fréttablaðsins í ljós. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að svo gæti farið að aðeins um 3.200 miðar verði eyrnamerktir íslenskum stuðningsmönnum á leiki Íslands. Ekki sé víst að allir fái miða. Það kann því að vera óvarlegt að bóka ferð án þess að hafa tryggt sér miða áður. Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik á HM í Rússlandi næsta sumar. Leikurinn fer fram laugardaginn 16. júní. Flug til og frá Moskvu með einu stoppi og gisting í tvær nætur á fjögurra stjörnu hóteli kostar tvo einstaklinga um 170 þúsund krónur, samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Í þessu felst að ferðalangarnir gista saman í herbergi og hafa heimild til að taka með sér eina stóra tösku í flugið, auk handfarangurs.Leikvangurinn í Moskvu þar sem Íslendingar mæta Messi og félögum á HM 16. júní á næsta ári.Nordicphotos/AFPFlug frá Keflavík til Moskvu í Rússlandi og til baka, með einni millilendingu, kostar 61.978 krónur, þegar þetta er skrifað, eða um 120 þúsund fyrir tvo. Flogið út að morgni föstudags og heim að morgni sunnudags. Taska kostar 8.433 krónur og gerum við í þessu dæmi ráð fyrir að par deili einni stórri tösku. Fjögurra stjörnu hótel í Moskvu eru mörg uppseld helgina sem leikur Íslands og Argentínu fer fram. Mikið framboð er af þriggja stjörnu hótelum sem mörg fá ágætis einkunn notenda á bókunarvefjum. Blaðamaður gat, að morgni mánudags, bókað herbergi á fjögurra stjörnu hóteli, SunFlower Park, fyrir tvo aðfaranætur laugardagsins 16. júní og sunnudagsins 17. júní fyrir samtals 347 dollara. Það gerði hann á bókunarsíðunni hotels.com. Upphæðin samsvarar 35.800 krónum. Samanlagt kostar flug og hótel fyrir tvo því 168 þúsund krónur. Þær ferðir sem Icelandair hefur selt, þar sem gist er jafn margar nætur, kosta 195 þúsund krónur á mann, ef gist er í tvíbýli, eða 390 þúsund krónur fyrir tvo. Innifalið í slíkri ferð eru þó að auki ferðir til og frá flugvelli í Moskvu og íslensk fararstjórn.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.vísir/ernirKlara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að íslenskir stuðningsmenn fái 8% miða sem fara í almenna sölu. Völlurinn í Moskvu rúmar 45.360 áhorfendur. Klara segir að ef 40 þúsund miðar fari í almenna sölu fái íslenskir stuðningsmenn aðeins 3.200 miða. Það er innan við þriðjungur af áhorfendafjölda á Laugardalsvelli. Hún bendir þó á að einhverjir Íslendingar gætu þegar hafa keypt miða í almennri sölu á vef FIFA, þar sem miðasalan fer eingöngu fram. Þá gætu einhverjir fengið miða á síðari stigum miðasölunnar. „Við erum sammála um að þetta eru fáir miðar,“ segir Klara við Fréttablaðið. „En ég ætla að vera bjartsýn á að langflestir sem fari út finni miða á einn eða annan hátt.“ Í þessu samhengi má benda á að KSÍ er á meðal nokkurra knattspyrnusambanda sem þrýst hafa á FIFA um að fá fleiri miða fyrir sína stuðningsmenn. Hún bendir á að UEFA hafi orðið við slíkri beiðni frá KSÍ og fleirum þegar Evrópumótið fór fram fram í Frakklandi. Klara hefur ferðast nokkrum sinnum á vegum sambandsins til Rússlands. Hún segist hafa verið í „vernduðu umhverfi“ í þeim heimsóknum en að hún hafi ekkert séð sem gefi fólki ástæðu til að vera hræddari til við að ferðast til Rússlands en annarra Evrópulanda. Rússum sé auk þess mikið í mun að sýna sínar bestu hliðar á meðan á mótinu stendur. Klara segir borgina hreinni en Reykjavík en að sagan drjúpi af hverju strái. „Ég myndi senda fjölskylduna mína í skipulagða pakkaferð en þeir sem eru vanir að ferðast ættu ekki að lenda í neinum vandræðum.“ Uppfært klukkan 10:40 Í fyrri útgáfu fréttarinnar var rætt um beint flug með WOW til Moskvu, en hið rétta er að verðið miðast við flug með einu stoppi. WOW hefur ekki hafið sölu á beinum flugum. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Par getur sparað sér meira en 200 þúsund krónur ef það velur að ferðast sjálft til Moskvu á leik Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu næsta sumar, frekar en að kaupa pakkaferð með íslenskri fararstjórn. Þetta leiðir athugun Fréttablaðsins í ljós. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að svo gæti farið að aðeins um 3.200 miðar verði eyrnamerktir íslenskum stuðningsmönnum á leiki Íslands. Ekki sé víst að allir fái miða. Það kann því að vera óvarlegt að bóka ferð án þess að hafa tryggt sér miða áður. Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik á HM í Rússlandi næsta sumar. Leikurinn fer fram laugardaginn 16. júní. Flug til og frá Moskvu með einu stoppi og gisting í tvær nætur á fjögurra stjörnu hóteli kostar tvo einstaklinga um 170 þúsund krónur, samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Í þessu felst að ferðalangarnir gista saman í herbergi og hafa heimild til að taka með sér eina stóra tösku í flugið, auk handfarangurs.Leikvangurinn í Moskvu þar sem Íslendingar mæta Messi og félögum á HM 16. júní á næsta ári.Nordicphotos/AFPFlug frá Keflavík til Moskvu í Rússlandi og til baka, með einni millilendingu, kostar 61.978 krónur, þegar þetta er skrifað, eða um 120 þúsund fyrir tvo. Flogið út að morgni föstudags og heim að morgni sunnudags. Taska kostar 8.433 krónur og gerum við í þessu dæmi ráð fyrir að par deili einni stórri tösku. Fjögurra stjörnu hótel í Moskvu eru mörg uppseld helgina sem leikur Íslands og Argentínu fer fram. Mikið framboð er af þriggja stjörnu hótelum sem mörg fá ágætis einkunn notenda á bókunarvefjum. Blaðamaður gat, að morgni mánudags, bókað herbergi á fjögurra stjörnu hóteli, SunFlower Park, fyrir tvo aðfaranætur laugardagsins 16. júní og sunnudagsins 17. júní fyrir samtals 347 dollara. Það gerði hann á bókunarsíðunni hotels.com. Upphæðin samsvarar 35.800 krónum. Samanlagt kostar flug og hótel fyrir tvo því 168 þúsund krónur. Þær ferðir sem Icelandair hefur selt, þar sem gist er jafn margar nætur, kosta 195 þúsund krónur á mann, ef gist er í tvíbýli, eða 390 þúsund krónur fyrir tvo. Innifalið í slíkri ferð eru þó að auki ferðir til og frá flugvelli í Moskvu og íslensk fararstjórn.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.vísir/ernirKlara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að íslenskir stuðningsmenn fái 8% miða sem fara í almenna sölu. Völlurinn í Moskvu rúmar 45.360 áhorfendur. Klara segir að ef 40 þúsund miðar fari í almenna sölu fái íslenskir stuðningsmenn aðeins 3.200 miða. Það er innan við þriðjungur af áhorfendafjölda á Laugardalsvelli. Hún bendir þó á að einhverjir Íslendingar gætu þegar hafa keypt miða í almennri sölu á vef FIFA, þar sem miðasalan fer eingöngu fram. Þá gætu einhverjir fengið miða á síðari stigum miðasölunnar. „Við erum sammála um að þetta eru fáir miðar,“ segir Klara við Fréttablaðið. „En ég ætla að vera bjartsýn á að langflestir sem fari út finni miða á einn eða annan hátt.“ Í þessu samhengi má benda á að KSÍ er á meðal nokkurra knattspyrnusambanda sem þrýst hafa á FIFA um að fá fleiri miða fyrir sína stuðningsmenn. Hún bendir á að UEFA hafi orðið við slíkri beiðni frá KSÍ og fleirum þegar Evrópumótið fór fram fram í Frakklandi. Klara hefur ferðast nokkrum sinnum á vegum sambandsins til Rússlands. Hún segist hafa verið í „vernduðu umhverfi“ í þeim heimsóknum en að hún hafi ekkert séð sem gefi fólki ástæðu til að vera hræddari til við að ferðast til Rússlands en annarra Evrópulanda. Rússum sé auk þess mikið í mun að sýna sínar bestu hliðar á meðan á mótinu stendur. Klara segir borgina hreinni en Reykjavík en að sagan drjúpi af hverju strái. „Ég myndi senda fjölskylduna mína í skipulagða pakkaferð en þeir sem eru vanir að ferðast ættu ekki að lenda í neinum vandræðum.“ Uppfært klukkan 10:40 Í fyrri útgáfu fréttarinnar var rætt um beint flug með WOW til Moskvu, en hið rétta er að verðið miðast við flug með einu stoppi. WOW hefur ekki hafið sölu á beinum flugum.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira