Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. desember 2017 20:00 Sundhöll Reykjavíkur var opnuð aftur í dag eftir endurbætur. Þetta gerist á áttatíu ára afmælisári laugarinnar en gestur sem sótt hefur laugina í sjötíu og eitt ár er ánægður með að gamla húsið hafi fengið að halda sér í framkvæmdunum. Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg er ein af þekktari byggingum landsins. Allt frá upphafi var alltaf gert ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti yrði byggt upp útisvæði með sundlaug. Árið 2013 var haldin samkeppni um hönnun nýrrar viðbyggingar og árið 2015 var jarðvegsvinnan loks boðin út. Framkvæmdir hafa tekið um eitt og hálft ár og fyrr á þessu ári var sundlauginni svo lokað almenningi og unnið var í að gera aðgengi fyrir fatlaða betra þannig að allir hafa nú aðgang að lauginni. Þá voru gerðar nauðsynlegar endurbætur á búningsklefum og gengið frá hinu nýja útisvæði. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri stakk sér til sunds fyrstur í dag en í tilefni dagsins mættu starfsmenn og velunnarar sundhallarinnar þegar laugin var opnuð almenningi á nýjan leik. Meðal þeirra var Benedikt Antonsson, sem er 95 ára, en hann sótti Sundhöllina í 71 ár. Hann var einnig viðstaddur þegar Sundhöllin var opnuð 23. mars 1937, eða fyrir áttatíu árum. „Ég man mjög vel eftir því. Ég byrjaði að stelast strax þar á eftir og kom á hverjum degi í sjötíu og eitt ár,“ segir Benedikt. Benedikt að aðeins góðar minningar um Sundhöllina. „Þetta er sá staður í Reykjavík, sem er mesti dásemdar- eða draumastaður sem að til er að mínu áliti. Það er álit mitt á Sundhöllinni í Reykjavík og hér var alltaf mikil gleði, glatt á hjalla,“ segir Benedikt. Honum lýst vel á breytingarnar á lauginni. „Ég er ekki búinn að skoða þær nógu vel en mér sýnist þetta vera mjög góð breyting og sérstaklega er það ánægjulegt að gamla húsið það stendur fyrir sínu enn þá eins og það var, segir Benedikt. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Sundhöll Reykjavíkur var opnuð aftur í dag eftir endurbætur. Þetta gerist á áttatíu ára afmælisári laugarinnar en gestur sem sótt hefur laugina í sjötíu og eitt ár er ánægður með að gamla húsið hafi fengið að halda sér í framkvæmdunum. Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg er ein af þekktari byggingum landsins. Allt frá upphafi var alltaf gert ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti yrði byggt upp útisvæði með sundlaug. Árið 2013 var haldin samkeppni um hönnun nýrrar viðbyggingar og árið 2015 var jarðvegsvinnan loks boðin út. Framkvæmdir hafa tekið um eitt og hálft ár og fyrr á þessu ári var sundlauginni svo lokað almenningi og unnið var í að gera aðgengi fyrir fatlaða betra þannig að allir hafa nú aðgang að lauginni. Þá voru gerðar nauðsynlegar endurbætur á búningsklefum og gengið frá hinu nýja útisvæði. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri stakk sér til sunds fyrstur í dag en í tilefni dagsins mættu starfsmenn og velunnarar sundhallarinnar þegar laugin var opnuð almenningi á nýjan leik. Meðal þeirra var Benedikt Antonsson, sem er 95 ára, en hann sótti Sundhöllina í 71 ár. Hann var einnig viðstaddur þegar Sundhöllin var opnuð 23. mars 1937, eða fyrir áttatíu árum. „Ég man mjög vel eftir því. Ég byrjaði að stelast strax þar á eftir og kom á hverjum degi í sjötíu og eitt ár,“ segir Benedikt. Benedikt að aðeins góðar minningar um Sundhöllina. „Þetta er sá staður í Reykjavík, sem er mesti dásemdar- eða draumastaður sem að til er að mínu áliti. Það er álit mitt á Sundhöllinni í Reykjavík og hér var alltaf mikil gleði, glatt á hjalla,“ segir Benedikt. Honum lýst vel á breytingarnar á lauginni. „Ég er ekki búinn að skoða þær nógu vel en mér sýnist þetta vera mjög góð breyting og sérstaklega er það ánægjulegt að gamla húsið það stendur fyrir sínu enn þá eins og það var, segir Benedikt.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira