Við erum að spila bæði með ljósi og mynd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2017 10:15 Hér er Hnúkaþeyr í öllu sínu veldi, oktett með blásturshjóðfæri sem ætlar að skapa hlýja vinda nú í skammdeginu. Tónleikarnir okkar eiga að veita birtu og yl í skammdeginu þó við séum ekki með hefðbundið jólaprógramm. Svo eru þeir spennandi því þar er meira en bara tónlistin, hún Hrund Atladóttir vídeólistakona ætlar að prýða dagskrána með vídeóverki í bakgrunni. Við erum sem sagt að spila bæði með ljósi og mynd,“ segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir, fagottleikari í blásaraoktettinum Hnúkaþey, um tónleika sveitarinnar í Norðurljósasal Hörpu klukkan 17 nú á sunnudaginn. Tónleikarnir bera heitið Hlýir vindar, sem vísar auðvitað til nafns kammerhópsins. Á dagskránni eru fimm ólík verk eftir íslenska höfunda. Eftir Sigrúnu Kristbjörgu Jónsdóttur verður frumflutt blússkotin ballaða sem hún umritaði fyrir Hnúkaþey á síðustu vikum. Hún nefnir það Chorale. Náttúrustemningar eru ávallt skammt undan hjá Hnúkaþey og tvö tónverkanna eru samin sérstaklega fyrir sveitina, Andar eftir Önnu Þorvaldsdóttur og …?það kemur, …?það fer, eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Í Andar leika andardráttur og öldufall stórt hlutverk og verk Elínar kemur og fer eins og vatnið sem streymir áfram endalaust. Nonett eftir Pál Pampichler Pálsson og Scherzo eftir Herbert H. Ágústsson eru elstu verk efnisskrárinnar, Kristín segir þau litrík og kraftmikil. Þau voru samin árið 1984 fyrir sveitina Ensemble Reykjavik-Wien sem frumflutti þau í Vín sama ár. Hljóðfæraskipanin er blásaraoktett og trompet. Páll og Herbert fæddust báðir í Austurríki en fluttu til Íslands um miðja síðustu öld og vörðu starfsævi sinni í þágu íslensks tónlistarlífs. Herbert lést í júní síðastliðnum en Páll Pampichler er nú búsettur í Graz í Austurríki. Hnúkaþeyr var stofnaður árið 2003 og er samkvæmt 250 ára hefð skipaður tveimur óbóum, tveimur klarinettum, tveimur hornum og tveimur fagottum. Stjórnandi á tónleikunum er Carlos Caro Aguilera en Hnúkaþey skipa Peter Tompkins og Eydís Franzdóttir á óbó, Ármann Helgason og Rúnar Óskarsson á klarinett, Emil Friðfinnsson og Frank Hammarin á horn, og Snorri Heimisson og Kristín Mjöll Jakobsdóttir á fagott. Trompetleikari er Baldvin Oddsson. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar. Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tónleikarnir okkar eiga að veita birtu og yl í skammdeginu þó við séum ekki með hefðbundið jólaprógramm. Svo eru þeir spennandi því þar er meira en bara tónlistin, hún Hrund Atladóttir vídeólistakona ætlar að prýða dagskrána með vídeóverki í bakgrunni. Við erum sem sagt að spila bæði með ljósi og mynd,“ segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir, fagottleikari í blásaraoktettinum Hnúkaþey, um tónleika sveitarinnar í Norðurljósasal Hörpu klukkan 17 nú á sunnudaginn. Tónleikarnir bera heitið Hlýir vindar, sem vísar auðvitað til nafns kammerhópsins. Á dagskránni eru fimm ólík verk eftir íslenska höfunda. Eftir Sigrúnu Kristbjörgu Jónsdóttur verður frumflutt blússkotin ballaða sem hún umritaði fyrir Hnúkaþey á síðustu vikum. Hún nefnir það Chorale. Náttúrustemningar eru ávallt skammt undan hjá Hnúkaþey og tvö tónverkanna eru samin sérstaklega fyrir sveitina, Andar eftir Önnu Þorvaldsdóttur og …?það kemur, …?það fer, eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Í Andar leika andardráttur og öldufall stórt hlutverk og verk Elínar kemur og fer eins og vatnið sem streymir áfram endalaust. Nonett eftir Pál Pampichler Pálsson og Scherzo eftir Herbert H. Ágústsson eru elstu verk efnisskrárinnar, Kristín segir þau litrík og kraftmikil. Þau voru samin árið 1984 fyrir sveitina Ensemble Reykjavik-Wien sem frumflutti þau í Vín sama ár. Hljóðfæraskipanin er blásaraoktett og trompet. Páll og Herbert fæddust báðir í Austurríki en fluttu til Íslands um miðja síðustu öld og vörðu starfsævi sinni í þágu íslensks tónlistarlífs. Herbert lést í júní síðastliðnum en Páll Pampichler er nú búsettur í Graz í Austurríki. Hnúkaþeyr var stofnaður árið 2003 og er samkvæmt 250 ára hefð skipaður tveimur óbóum, tveimur klarinettum, tveimur hornum og tveimur fagottum. Stjórnandi á tónleikunum er Carlos Caro Aguilera en Hnúkaþey skipa Peter Tompkins og Eydís Franzdóttir á óbó, Ármann Helgason og Rúnar Óskarsson á klarinett, Emil Friðfinnsson og Frank Hammarin á horn, og Snorri Heimisson og Kristín Mjöll Jakobsdóttir á fagott. Trompetleikari er Baldvin Oddsson. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar.
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira