Volkswagen vinnur að tveimur Mild-Hybrid Golf Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2017 09:00 Volkswagen Golf MHEV í prufum. Fáar bílgerðir eru til í fleiri útfærslum en Volkswagen Golf. Volkswagen Golf má kaupa með mörgum gerðum bensín- og dísilvéla, sem rafmagnsbíl, tengiltvinnbíl og metanbíl. Enn mun fjölga í útfærslum Golf því Volkswagen vinnur að tveimur gerðum svokallaðra Mild-Hybrid Golf bíla, en slíkir bílar eru með minni rafhlöður og rafmótora en tengiltvinnbílar. Þessar nýju gerðir Golf eru með 1,5 lítra TSI bensínvélar með beltadrifinni ræsingu og 48 volta lithium ion rafhlöður ástærð við hefðbundna rafgeyma. Bílarnir verða með nýja 7 gíra DSG "dual-clutch" sjálfskiptingu. Bílarnir tveir munu bera nafnið Golf MHEV og Golf MHEV Plus en sá síðarnefndi er með stærri 35 hestafla tveimur rafmótorum sem drífa áfram framhjólin. Einnig kemur til greina að setja þann rafmótor á aftari öxulinn og er þá bíllinn fjórhjóladrifinn. Sú útfærsla hans er freistandi í framleiðslu þar sem það myndi auka akstursgetu bílsins, auka stöðugleika hans í beygjum og minnka undirstýringu. Volkswagen er lengra komið með útgáfuna með minni rafhlöðunni þar sem hann er einfaldari í framleiðslu. Golf MHEV Plus útfærslan ætti að eyða minna eldsneyti þar sem annar rafmótor hans getur endurheimt hemlunarafl bílsins. Ekki er ljóst hvenær þessar tvær nýju gerðir Golf verða settir á markað. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent
Fáar bílgerðir eru til í fleiri útfærslum en Volkswagen Golf. Volkswagen Golf má kaupa með mörgum gerðum bensín- og dísilvéla, sem rafmagnsbíl, tengiltvinnbíl og metanbíl. Enn mun fjölga í útfærslum Golf því Volkswagen vinnur að tveimur gerðum svokallaðra Mild-Hybrid Golf bíla, en slíkir bílar eru með minni rafhlöður og rafmótora en tengiltvinnbílar. Þessar nýju gerðir Golf eru með 1,5 lítra TSI bensínvélar með beltadrifinni ræsingu og 48 volta lithium ion rafhlöður ástærð við hefðbundna rafgeyma. Bílarnir verða með nýja 7 gíra DSG "dual-clutch" sjálfskiptingu. Bílarnir tveir munu bera nafnið Golf MHEV og Golf MHEV Plus en sá síðarnefndi er með stærri 35 hestafla tveimur rafmótorum sem drífa áfram framhjólin. Einnig kemur til greina að setja þann rafmótor á aftari öxulinn og er þá bíllinn fjórhjóladrifinn. Sú útfærsla hans er freistandi í framleiðslu þar sem það myndi auka akstursgetu bílsins, auka stöðugleika hans í beygjum og minnka undirstýringu. Volkswagen er lengra komið með útgáfuna með minni rafhlöðunni þar sem hann er einfaldari í framleiðslu. Golf MHEV Plus útfærslan ætti að eyða minna eldsneyti þar sem annar rafmótor hans getur endurheimt hemlunarafl bílsins. Ekki er ljóst hvenær þessar tvær nýju gerðir Golf verða settir á markað.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent