MAX1 afhenti Krabbameinsfélaginu 1.700.000 krónur Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2017 14:47 Sigurjón Árni Ólafsson afhendir myndarlega ávísun til Krabbameinsfélagsins. MAX1 Bílavaktin og Nokian Tyres afhentu Krabbameinsfélagi Íslands styrk að upphæð 1.700.000 kr. í dag. Upphæðin safnaðist í október og nóvember, en hluti söluágóða Nokian dekkja á þessu tímabili rann til Bleiku slaufunnar, árvekniátaks Krabbameinsfélags Íslands. MAX1 og Bleika slaufan hafa átt mjög farsælt samstarf og því var enginn vafi á að endurtaka samstarfið. „Samstarfi MAX1 og Bleiku slaufunnar hefur verið gríðarlega vel tekið undanfarin ár enda þarft málefni. Starfsmenn sem og viðskiptavinir MAX1 hafa líst mikilli ánægju með samstarfið og starfsmenn MAX1 skarta stoltir bleikum bolum á meðan á átakinu stendur. Það er okkur sönn ánægja að fá að vera partur af því að vekja athygli á svo þörfu málefni. Þess má geta að MAX1 og Nokian Tyres hyggja á áframhaldandi samstarf við Krabbameinsfélag Íslands.“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri MAX1 Bílavaktarinnar. MAX1 bílavaktin þakkar Krabbameinsfélaginu fyrir sérlega ánægjulegt samstarf og að sjálfsögðu viðskiptavinunum fyrir frábærar móttökur. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent
MAX1 Bílavaktin og Nokian Tyres afhentu Krabbameinsfélagi Íslands styrk að upphæð 1.700.000 kr. í dag. Upphæðin safnaðist í október og nóvember, en hluti söluágóða Nokian dekkja á þessu tímabili rann til Bleiku slaufunnar, árvekniátaks Krabbameinsfélags Íslands. MAX1 og Bleika slaufan hafa átt mjög farsælt samstarf og því var enginn vafi á að endurtaka samstarfið. „Samstarfi MAX1 og Bleiku slaufunnar hefur verið gríðarlega vel tekið undanfarin ár enda þarft málefni. Starfsmenn sem og viðskiptavinir MAX1 hafa líst mikilli ánægju með samstarfið og starfsmenn MAX1 skarta stoltir bleikum bolum á meðan á átakinu stendur. Það er okkur sönn ánægja að fá að vera partur af því að vekja athygli á svo þörfu málefni. Þess má geta að MAX1 og Nokian Tyres hyggja á áframhaldandi samstarf við Krabbameinsfélag Íslands.“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri MAX1 Bílavaktarinnar. MAX1 bílavaktin þakkar Krabbameinsfélaginu fyrir sérlega ánægjulegt samstarf og að sjálfsögðu viðskiptavinunum fyrir frábærar móttökur.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent