Jaguar XE setur hraðamet á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2017 09:44 Jaguar XE Project 8. Jaguar framleiðir sérútgáfu af XE bíl sínum sem ber nafnið Project 8 og verður hann aðeins framleiddur í 300 eintökum. Bíllinn var prófaður á Nürburgring brautinni þýsku í vikunni og þar gerði hann sér lítið fyrir og sló hraðametið á meðal fjögurra sæta “saloon”-bíla og náði hann tímanum 7:21,23 mínútur. Til þess hafði hann reyndar talsvert afl því 5,0 lítra V8 vélin undir húddi hans er 600 hestöfl og er því þessi bíll öflugasta götulöglega framleiðslugerð Jaguar. Jaguar XE Project 8 er aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 322 km/klst. Kaupendur Jaguar XE Project 8 geta valið um það að fá bílinn tveggja sæta og uppsettan fyrir brautarakstur eða sem fjögurra sæta götubíl. Kaupendur hans á meginlandi Evrópu geta fengið hann með stýrinu vinstra megin. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent
Jaguar framleiðir sérútgáfu af XE bíl sínum sem ber nafnið Project 8 og verður hann aðeins framleiddur í 300 eintökum. Bíllinn var prófaður á Nürburgring brautinni þýsku í vikunni og þar gerði hann sér lítið fyrir og sló hraðametið á meðal fjögurra sæta “saloon”-bíla og náði hann tímanum 7:21,23 mínútur. Til þess hafði hann reyndar talsvert afl því 5,0 lítra V8 vélin undir húddi hans er 600 hestöfl og er því þessi bíll öflugasta götulöglega framleiðslugerð Jaguar. Jaguar XE Project 8 er aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 322 km/klst. Kaupendur Jaguar XE Project 8 geta valið um það að fá bílinn tveggja sæta og uppsettan fyrir brautarakstur eða sem fjögurra sæta götubíl. Kaupendur hans á meginlandi Evrópu geta fengið hann með stýrinu vinstra megin.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent