Jólasveinninn stöðvar ökuníðing Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2017 16:02 Ökuníðingurinn handtekinn eftir eltingaleikinn langa. Mótorhjólamaður klæddur í jólasveinabúning í Frakklandi varð vitni að því að ökuníðingur keyrði niður gangandi konu á gangbraut og stingur af frá verknaðinum. Hann beið ekki boðanna, sem sannur jólasveinn, heldur elti uppi bílinn og upphófst þá hinn mesti eltingaleikur. Hann endaði með því að fá aðstoð frá lögreglumönnum á mótorhjólum sem handtóku ökuníðinginn. Þetta má allt saman sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Jólasveinninn var með litla GoPro vél á hjálminum sem náði þessu öllu uppá myndband. Þar má sjá, eftir um 1:15 mínútur, þegar ökuníðingurinn ekur á konuna sem fellur fyrir vikið í götuna með miklum óhljóðum. Það fylgir sögunni að konan sem varð fyrir bílnum er á góðum batavegi. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent
Mótorhjólamaður klæddur í jólasveinabúning í Frakklandi varð vitni að því að ökuníðingur keyrði niður gangandi konu á gangbraut og stingur af frá verknaðinum. Hann beið ekki boðanna, sem sannur jólasveinn, heldur elti uppi bílinn og upphófst þá hinn mesti eltingaleikur. Hann endaði með því að fá aðstoð frá lögreglumönnum á mótorhjólum sem handtóku ökuníðinginn. Þetta má allt saman sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Jólasveinninn var með litla GoPro vél á hjálminum sem náði þessu öllu uppá myndband. Þar má sjá, eftir um 1:15 mínútur, þegar ökuníðingurinn ekur á konuna sem fellur fyrir vikið í götuna með miklum óhljóðum. Það fylgir sögunni að konan sem varð fyrir bílnum er á góðum batavegi.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent