Jólasveinninn stöðvar ökuníðing Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2017 16:02 Ökuníðingurinn handtekinn eftir eltingaleikinn langa. Mótorhjólamaður klæddur í jólasveinabúning í Frakklandi varð vitni að því að ökuníðingur keyrði niður gangandi konu á gangbraut og stingur af frá verknaðinum. Hann beið ekki boðanna, sem sannur jólasveinn, heldur elti uppi bílinn og upphófst þá hinn mesti eltingaleikur. Hann endaði með því að fá aðstoð frá lögreglumönnum á mótorhjólum sem handtóku ökuníðinginn. Þetta má allt saman sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Jólasveinninn var með litla GoPro vél á hjálminum sem náði þessu öllu uppá myndband. Þar má sjá, eftir um 1:15 mínútur, þegar ökuníðingurinn ekur á konuna sem fellur fyrir vikið í götuna með miklum óhljóðum. Það fylgir sögunni að konan sem varð fyrir bílnum er á góðum batavegi. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent
Mótorhjólamaður klæddur í jólasveinabúning í Frakklandi varð vitni að því að ökuníðingur keyrði niður gangandi konu á gangbraut og stingur af frá verknaðinum. Hann beið ekki boðanna, sem sannur jólasveinn, heldur elti uppi bílinn og upphófst þá hinn mesti eltingaleikur. Hann endaði með því að fá aðstoð frá lögreglumönnum á mótorhjólum sem handtóku ökuníðinginn. Þetta má allt saman sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Jólasveinninn var með litla GoPro vél á hjálminum sem náði þessu öllu uppá myndband. Þar má sjá, eftir um 1:15 mínútur, þegar ökuníðingurinn ekur á konuna sem fellur fyrir vikið í götuna með miklum óhljóðum. Það fylgir sögunni að konan sem varð fyrir bílnum er á góðum batavegi.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent