Líflátshótunum rignir yfir ungfrú Írak Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2017 14:30 Sarah Idan og Adar Gandelsman. Vísir/AFP Ungfrú Írak hefur fengið fjölda líflátshótana á undanförnum mánuði og sama gildir um fjölskyldumeðlimi hennar. Hótanirnar eru vegna myndar sem hin 27 ára gamla Sarah Idan tók með Adar Gandelsman, ungfrú Ísrael á Ungfrú Alheimur í Las Vegas. Myndinni fylgdu orðin: „Friður og ást frá ungfrú Írak og ungfrú Ísrael“ og fór hún eins og eldur um internetið. Næsta dag vaknaði Idan við hótanir frá Ungfrú Írak samtökunum, um að hún yrði svipt titlinum ef myndin yrði ekki tekin niður. Sömuleiðis byrjaði hún að fá líflátshótanir og þurfti fjölskylda hennar að flýja frá Írak. Líflátshótanirnar sneru ekki eingöngu að umræddri mynd heldur einnig að því að hún hefði klæðst sundfötum í undankeppninni. „Þegar ég birti myndina bjóst ég alls ekki við að hún yrði svona umdeild,“ sagði Idan við CNN. „Ég vaknaði við símtöl frá fjölskyldu minni og það að samtökin voru að ganga af göflunum. Líflátsshótanirnar sem ég fékk voru mjög ógnvekjandi.“Neitaði að taka myndina úr birtingu Hún neitaði þó að taka myndina úr birtingu. Þrátt fyrir að Ungfrú Írak samtökin hótuðu að svipta hana titlinum. Þess í stað birti hún nýja færslu degi seinna þar sem hún útskýrði að myndin væri ekki til marks um stuðning hennar við stjórnvöld Ísrael og bað hún þá sem tóku myndinni sem árás á málstað Palestínumanna afsökunar. Idan ræddi ekki við fjölmiðla á þeim tíma af ótta við hvað frekari umfjöllun myndi gera fjölskyldu hennar og að hótunum í þeirra garð myndi fjölga. Hún er með ríkisborgararétt í Írak og í Bandaríkjunum en óttast nú að fara aftur til Írak. Keppnin sjálf fór fram þann 26. nóvember en lífshótanir berast enn til Idan og þá sérstaklega á netinu. Hún segir þó að hún hafi ekki fengið nokkurn stuðning frá stjórnvöldum í Írak. „Ég er að reyna að gefa jákvæða mynd af landi okkar og fólki og í staðinn fæ ég neikvæð viðbrögð. Ég hef ekki fengið nokkurn stuðning frá UÍ samtökunum né ríkisstjórninni.“ Forsvarsmenn samtakanna neita því að hafa hótað að svipta Idan titlinum en hún segir þá hafa gert það ítrekað. Idan segist ekki sjá eftir því að hafa birt myndina. Mið-Austurlönd Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Ungfrú Írak hefur fengið fjölda líflátshótana á undanförnum mánuði og sama gildir um fjölskyldumeðlimi hennar. Hótanirnar eru vegna myndar sem hin 27 ára gamla Sarah Idan tók með Adar Gandelsman, ungfrú Ísrael á Ungfrú Alheimur í Las Vegas. Myndinni fylgdu orðin: „Friður og ást frá ungfrú Írak og ungfrú Ísrael“ og fór hún eins og eldur um internetið. Næsta dag vaknaði Idan við hótanir frá Ungfrú Írak samtökunum, um að hún yrði svipt titlinum ef myndin yrði ekki tekin niður. Sömuleiðis byrjaði hún að fá líflátshótanir og þurfti fjölskylda hennar að flýja frá Írak. Líflátshótanirnar sneru ekki eingöngu að umræddri mynd heldur einnig að því að hún hefði klæðst sundfötum í undankeppninni. „Þegar ég birti myndina bjóst ég alls ekki við að hún yrði svona umdeild,“ sagði Idan við CNN. „Ég vaknaði við símtöl frá fjölskyldu minni og það að samtökin voru að ganga af göflunum. Líflátsshótanirnar sem ég fékk voru mjög ógnvekjandi.“Neitaði að taka myndina úr birtingu Hún neitaði þó að taka myndina úr birtingu. Þrátt fyrir að Ungfrú Írak samtökin hótuðu að svipta hana titlinum. Þess í stað birti hún nýja færslu degi seinna þar sem hún útskýrði að myndin væri ekki til marks um stuðning hennar við stjórnvöld Ísrael og bað hún þá sem tóku myndinni sem árás á málstað Palestínumanna afsökunar. Idan ræddi ekki við fjölmiðla á þeim tíma af ótta við hvað frekari umfjöllun myndi gera fjölskyldu hennar og að hótunum í þeirra garð myndi fjölga. Hún er með ríkisborgararétt í Írak og í Bandaríkjunum en óttast nú að fara aftur til Írak. Keppnin sjálf fór fram þann 26. nóvember en lífshótanir berast enn til Idan og þá sérstaklega á netinu. Hún segir þó að hún hafi ekki fengið nokkurn stuðning frá stjórnvöldum í Írak. „Ég er að reyna að gefa jákvæða mynd af landi okkar og fólki og í staðinn fæ ég neikvæð viðbrögð. Ég hef ekki fengið nokkurn stuðning frá UÍ samtökunum né ríkisstjórninni.“ Forsvarsmenn samtakanna neita því að hafa hótað að svipta Idan titlinum en hún segir þá hafa gert það ítrekað. Idan segist ekki sjá eftir því að hafa birt myndina.
Mið-Austurlönd Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira