Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Hreinn Njálsson skrifa 18. desember 2017 04:00 Þúsundir farþega voru strandaglópar í flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. vísir/eyþór Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að verkfallsbrot hafi verið framin í gærmorgun, þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst. Þetta herma heimildir frá nokkrum stéttum sem starfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meint verkfallsbrot, sem verða rannsökuð, beinast ekki að liðsmönnum Flugvirkjafélags Íslands. Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt, án niðurstöðu. Ekki hefur verið boðað til annars fundar í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram.Sjá einnig: Icelandair hafnaði tillögu sáttasemjara Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair hófst í gærmorgun klukkan 06.00. Verkfallið setti flug félagsins úr skorðum og varð gífurleg seinkun á fyrirhuguðum brottfarartímum auk þess sem tugum flugferða var aflýst. „Þetta var náttúrulega erfiður dagur og mikil röskun á flugi eins og allir hafa áttað sig á. Það fór allur dagurinn í það að reyna að leita lausna fyrir þá farþega sem lentu í þessu. Það hefur gengið ágætlega og búið er að leysa úr málum langflestra,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Þeir sem voru strandaglópar í dag ættu að komast áleiðis í síðasta lagi í fyrramálið.“ Mikil röð myndaðist á Keflavíkurflugvelli í gær og voru dæmi um að sumir farþegar hefðu beðið í tíu klukkustundir eftir því að koma málum sínum í réttan farveg. Guðjón segir að langflestir hafi notið aðstoðar í gegnum símaver og samfélagsmiðla. „Heilt yfir gekk þetta ágætlega en þetta tekur mikinn tíma. Hver og einn þarf sína lausn og þá fylgir það óhjákvæmilega að fólki finnst skorta á upplýsingar og þetta taki og langan tíma,“ segir Guðjón. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. 17. desember 2017 16:29 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að verkfallsbrot hafi verið framin í gærmorgun, þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst. Þetta herma heimildir frá nokkrum stéttum sem starfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meint verkfallsbrot, sem verða rannsökuð, beinast ekki að liðsmönnum Flugvirkjafélags Íslands. Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt, án niðurstöðu. Ekki hefur verið boðað til annars fundar í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram.Sjá einnig: Icelandair hafnaði tillögu sáttasemjara Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair hófst í gærmorgun klukkan 06.00. Verkfallið setti flug félagsins úr skorðum og varð gífurleg seinkun á fyrirhuguðum brottfarartímum auk þess sem tugum flugferða var aflýst. „Þetta var náttúrulega erfiður dagur og mikil röskun á flugi eins og allir hafa áttað sig á. Það fór allur dagurinn í það að reyna að leita lausna fyrir þá farþega sem lentu í þessu. Það hefur gengið ágætlega og búið er að leysa úr málum langflestra,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Þeir sem voru strandaglópar í dag ættu að komast áleiðis í síðasta lagi í fyrramálið.“ Mikil röð myndaðist á Keflavíkurflugvelli í gær og voru dæmi um að sumir farþegar hefðu beðið í tíu klukkustundir eftir því að koma málum sínum í réttan farveg. Guðjón segir að langflestir hafi notið aðstoðar í gegnum símaver og samfélagsmiðla. „Heilt yfir gekk þetta ágætlega en þetta tekur mikinn tíma. Hver og einn þarf sína lausn og þá fylgir það óhjákvæmilega að fólki finnst skorta á upplýsingar og þetta taki og langan tíma,“ segir Guðjón.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. 17. desember 2017 16:29 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. 17. desember 2017 16:29
Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50
Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57