Sindri ekki borgunarmaður málskostnaðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. desember 2017 05:00 Dómsalur 1 í Hæstarétti þegar málflutningur í markaðsmisnotkunarmálinu fór fram. vísir/anton brink Héraðsdómur Reykjaness hefur lækkað upphæð fjárnáms sem gert var hjá Sindra Sveinssyni, fyrrverandi starfsmanni eiginfjárfestinga Landsbankans, úr rúmum 22 milljónum króna niður í tvær milljónir króna. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í liðinni viku. Í febrúar á síðasta ári var Sindri dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, Reimars Péturssonar, að upphæð rúmlega 22,6 milljónir króna. Reimari var greidd sú upphæð úr ríkissjóði sem síðan hóf að krefja Sindra um endurgreiðslu. Sindri kvaðst ekki vera borgunarmaður fyrir upphæðinni og var því farið fram á að upphæðin yrði sótt með aðför. Það fjárnám reyndist árangurslaust með öllu. Sindri stefndi gerðarbeiðanda og krafðist þess að krafan yrði lækkuð. Hann haldi látlaust heimili með eiginkonu sinni, greiði af fasteignalánum sínum en húsið sé hins vegar séreign konu hans. Lagði hann fram kaupmála, dagsettan 27. maí 2013, þess efnis. Mál sérstaks saksóknara var hins vegar höfðað með ákæru rúmum tveimur mánuðum fyrr. Þá lagði Sindri nú fram gögn sem sýndu að á árunum 2014-15 voru meðaltekjur hans rúmar níu milljónir króna á ári. Dómari málsins taldi sannað að Sindri væri ekki í stakk búinn til að greiða skuldina. Það tæki hann um tvo áratugi að greiða hana að fullu. Var því fallist á að lækka kröfuna niður í tvær milljónir. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Markaðsmisnotkun í Landsbankanum: Umfangsmikil og þaulskipulögð brot yfir langan tíma „Dómurinn er í raun bara í samræmi við það sem lagt var upp með af hálfu ákæruvaldsins,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara um dóm Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans sem féll í gær. 5. febrúar 2016 10:41 Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur lækkað upphæð fjárnáms sem gert var hjá Sindra Sveinssyni, fyrrverandi starfsmanni eiginfjárfestinga Landsbankans, úr rúmum 22 milljónum króna niður í tvær milljónir króna. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í liðinni viku. Í febrúar á síðasta ári var Sindri dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, Reimars Péturssonar, að upphæð rúmlega 22,6 milljónir króna. Reimari var greidd sú upphæð úr ríkissjóði sem síðan hóf að krefja Sindra um endurgreiðslu. Sindri kvaðst ekki vera borgunarmaður fyrir upphæðinni og var því farið fram á að upphæðin yrði sótt með aðför. Það fjárnám reyndist árangurslaust með öllu. Sindri stefndi gerðarbeiðanda og krafðist þess að krafan yrði lækkuð. Hann haldi látlaust heimili með eiginkonu sinni, greiði af fasteignalánum sínum en húsið sé hins vegar séreign konu hans. Lagði hann fram kaupmála, dagsettan 27. maí 2013, þess efnis. Mál sérstaks saksóknara var hins vegar höfðað með ákæru rúmum tveimur mánuðum fyrr. Þá lagði Sindri nú fram gögn sem sýndu að á árunum 2014-15 voru meðaltekjur hans rúmar níu milljónir króna á ári. Dómari málsins taldi sannað að Sindri væri ekki í stakk búinn til að greiða skuldina. Það tæki hann um tvo áratugi að greiða hana að fullu. Var því fallist á að lækka kröfuna niður í tvær milljónir.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Markaðsmisnotkun í Landsbankanum: Umfangsmikil og þaulskipulögð brot yfir langan tíma „Dómurinn er í raun bara í samræmi við það sem lagt var upp með af hálfu ákæruvaldsins,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara um dóm Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans sem féll í gær. 5. febrúar 2016 10:41 Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24
Markaðsmisnotkun í Landsbankanum: Umfangsmikil og þaulskipulögð brot yfir langan tíma „Dómurinn er í raun bara í samræmi við það sem lagt var upp með af hálfu ákæruvaldsins,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara um dóm Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans sem féll í gær. 5. febrúar 2016 10:41
Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00