Ríkisstjórnin með „gríðarlegar áhyggjur“ af yfirvofandi verkfalli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2017 13:48 Í dag reyna deiluaðilar að ná saman. Vísir/Vilhelm „Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja sem hefjast á snemma á morgun takist ekki að semja í tæka tíð. Samninganefndir flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi og reyna að ná samningum áður en verkfallið skellur á en það á að hefjast klukkan sex á morgun. Fyrirséð er að það muni hafa áhrif á tugþúsundir farþega. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í vikunni að flugvirkjar færu fram á tuttugu prósenta launahækkun í viðræðunum. Segir Sigurður Ingi að slík krafa verði að teljast nokkuð brött. „Ef það er rétt að menn séu að tala um tuttugu prósent hækkanir á einu ári þá er það auðvitað langt umfram þennan efnahagslega stöðugleika og þessa framtíð launastrúktúrsins í landinu,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður Ingi hefur gefið út að það sé ekki á dagskrá að setja lög til þess að koma í veg fyrir verkfallið. Ábyrgð deiluaðila sé þó skýr og hann treystir þeim til þess að komast að farsælli niðurstöðu. „Ég er bara sannfærður um það að þessir aðilar átti sig á sinni ábyrgð að það sé mikilvægt að hér á Íslandi geti verið efnahagslegur stöðugleiki og að allar stéttir landsins, þar með talið þær sem er í launadeilu í dag, geti unað viðunandi við sitt.“ Fréttir af flugi Kjaramál Samgöngur Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Krafa flugvirkja er 20% launahækkun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kröfur flugvirkja margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar. 15. desember 2017 07:00 Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Afbókanir berast vegna verkfallshótana "Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
„Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja sem hefjast á snemma á morgun takist ekki að semja í tæka tíð. Samninganefndir flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi og reyna að ná samningum áður en verkfallið skellur á en það á að hefjast klukkan sex á morgun. Fyrirséð er að það muni hafa áhrif á tugþúsundir farþega. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í vikunni að flugvirkjar færu fram á tuttugu prósenta launahækkun í viðræðunum. Segir Sigurður Ingi að slík krafa verði að teljast nokkuð brött. „Ef það er rétt að menn séu að tala um tuttugu prósent hækkanir á einu ári þá er það auðvitað langt umfram þennan efnahagslega stöðugleika og þessa framtíð launastrúktúrsins í landinu,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður Ingi hefur gefið út að það sé ekki á dagskrá að setja lög til þess að koma í veg fyrir verkfallið. Ábyrgð deiluaðila sé þó skýr og hann treystir þeim til þess að komast að farsælli niðurstöðu. „Ég er bara sannfærður um það að þessir aðilar átti sig á sinni ábyrgð að það sé mikilvægt að hér á Íslandi geti verið efnahagslegur stöðugleiki og að allar stéttir landsins, þar með talið þær sem er í launadeilu í dag, geti unað viðunandi við sitt.“
Fréttir af flugi Kjaramál Samgöngur Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Krafa flugvirkja er 20% launahækkun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kröfur flugvirkja margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar. 15. desember 2017 07:00 Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Afbókanir berast vegna verkfallshótana "Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Krafa flugvirkja er 20% launahækkun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kröfur flugvirkja margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar. 15. desember 2017 07:00
Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45
Afbókanir berast vegna verkfallshótana "Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja. 16. desember 2017 07:00