Átt í átökum við araba alla ævi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Benjamín Netanjahú hefur verið við völd í Ísrael frá árinu 2009. Nordicphotos/Getty Eftir ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að færa sendiráð ríkis síns í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem, og þannig viðurkenna síðarnefndu borgina sem höfuðborg Ísraela, hafa augu alþjóðasamfélagsins eina ferðina enn beinst að landsvæðinu sem Palestínumenn og Ísraelar hafa bitist um í áratugaraðir. Borgin helga hefur verið friði að fótakefli allt frá því á fimmta áratug síðustu aldar og raunar lengur, sé litið til fleiri átaka en á milli Ísraela og Palestínumanna. Frá árinu 1967, þegar Ísraelar tóku austurhluta borgarinnar í sex daga stríðinu, hafa þeir farið þar með völd þótt Palestínumenn, og stærstur hluti alþjóðasamfélagsins, líti á austurhlutann sem höfuðborg Palestínu. Sjálfir samþykktu Ísraelar að gera Jerúsalem alla að höfuðborg sinni árið 1980 og hefur stjórnsýsla þeirra verið þar allar götur síðan. Sendiráð annarra ríkja eru hins vegar öll í Tel Avív. Ýmislegt hefur gerst frá því Trump greindi frá ákvörðun sinni. Leiðtogar 57 múslimaríkja kröfðust þess í vikunni að heimsbyggðin viðurkenndi sjálfstæði Palestínu og Jerúsalem sem höfuðborg hennar. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, kallaður Bíbí frá því í barnæsku, hefur hins vegar verið á annarri línu. Hann stendur nú í miðju þeirrar hringiðu sem myndast hefur.Viðurkenning raunveruleikans Málstaður Netanjahús grundvallast á því að með viðurkenningu sinni á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels séu Bandaríkjamenn einungis að gangast við raunveruleikanum. „Þegar upp er staðið verður sannleikurinn alltaf ofan á. Fjöldi landa mun viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og mun einnig færa sendiráð sín til borgarinnar,“ sagði Netanjahú til að mynda við meðlimi leyniþjónustunnar Mossad sem voru í heimsókn í forsetahöllinni í Jerúsalem í vikunni. Bíbí brást einnig við kröfu leiðtoganna 57. Sagði hann að sér fyndist lítið til yfirlýsingarinnar koma og hélt því fram að Ísraelar virtu trúfrelsi allra sem byggju í borginni, en um þriðjungur borgarbúa eru Palestínumenn. „Það væri betra fyrir Palestínumenn að gangast við raunveruleikanum og beita sér fyrir friði en ekki öfgum,“ bætti forsætisráðherrann við.Hernaðarrætur BíbísÞótt Netanjahú hafi setið á forsætisráðherrastóli í samtals rúman áratug hefur hann að sjálfsögðu ekki verið þjóðarleiðtogi allt sitt líf. Rétt eins og nú hefur Ísraelinn átt í átökum við Araba allt sitt líf. Hann hefur til að mynda barist við Líbana, Egypta, Jórdana, Sýrlendinga, Palestínumenn, Íraka, Sádi-Araba, Líbýumenn, Túnisa og Alsíringa. Netanjahú er af fyrstu kynslóðinni sem ólst upp í sjálfstæðu ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum. Hann fæddist í Tel Avív árið 1949 og rétt eins og allir aðrir Ísraelar þjónaði hann í hernum snemma á fullorðinsaldri. Barðist hann meðal annars í jom kippúr stríðinu. Það gerði bróðir hans, Jonathan Netanjahú, einnig. Hann var drepinn þegar hann leiddi björgunarleiðangur í Úganda og í nafni bróður síns stofnaði Bíbí samtök gegn hryðjuverkum. Við það skaust maðurinn upp á stjörnuhimin ísraelskra stjórnmála og varð hluti af sendinefnd Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1982 áður en hann varð fastafulltrúi ríkisins tveimur árum seinna.Benjamín Netanjahú sést hér til hægri gegna herstörfum árið 1971.Nordicphotos/GettyFyrsti sigurinn varð að tapi Við heimkomuna til Ísraels árið 1988 hófst stjórnmálaferill Netanjahús fyrst af einhverri alvöru. Hann vann þingsæti og varð aðstoðarforsætisráðherra strax á fyrsta ári og staðsetti sig hægra megin við fyrri leiðtoga flokks síns, Likud. Leiðin lá upp á við og átta árum eftir að hann tók sæti á þingi varð hann fyrsti forsætisráðherra Ísraela sem kosinn er í beinum kosningum. Vann hann nauman sigur á sitjandi forsætisráðherra, Shimon Peres. Þetta fyrsta kjörtímabil Netanjahús gekk hins vegar illa og í umfjöllun sinni um forsætisráðherrann segir BBC að kjörtímabilið hafi einkennst af óeiningu í Likud-flokknum. Þrátt fyrir að hafa gagnrýnt Óslóarsamninginn á milli Ísraela og Palestínumanna harðlega skrifaði hann undir árið 1997 og afhenti með því Palestínumönnum áttatíu prósent borgarinnar Hebron. Þetta var óheillaskref fyrir Netanjahú og eftir að hafa boðað til kosninga, sautján mánuðum á undan áætlun, árið 1999 laut hann í lægra haldi fyrir leiðtoga Verkamannaflokksins, Ehud Barak. Sá hafði verið yfirmaður Netanjahús í hernum og lofaði að beita sér fyrir friði. Hinn sigraði Netanjahú sagði af sér þingmennsku og formennsku í Likud eftir ósigurinn.Endurkoman En Netanjahú hætti ekki afskiptum af stjórnmálum eftir tapið. Þegar Likud komst aftur til valda árið 2001 undir forsæti Ariels Sharon var hann gerður að ráðherra. Fyrst utanríkisráðherra og síðan fjármálaráðherra. Netanjahú skapaði sér síðan sérstöðu innan Likud árið 2005 þegar hann sagði af sér í mótmælaskyni við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að draga Ísraela til baka frá Gasasvæðinu. Síðar sama ár ákvað Sharon að klúfa sig frá Likud og stofna miðjuflokkinn Kadima. Netanjahú greip gæsina svo sannarlega og vann formannssætið á ný. Á fyrstu árunum eftir að hann tók við formennsku á ný var hann einn harðasti gagnrýnandi ríkisstjórnarinnar og einkum Kadima. Sú gagnrýni skilaði honum sigri í kosningum í mars 2009. Netanjahú var snúinn aftur í forsætisráðuneytið.Boðskapurinn Eins og gefur að skilja hefur alþjóðasamfélagið áhuga á því sem fram fer í ríki Netanjahús. Áhuginn svo gott sem einskorðast þó við samskipti Ísraela og araba, einkum Palestínumanna. Sýn Netanjahús á tengsl ríkjanna hefur verið nokkuð á reiki undanfarin ár. Árið 2010 sagði hann til að mynda að hann samþykkti hugsjónina um afhernaðarvædda Palestínu en krafðist þess í leiðinni að Palestínumenn myndu viðurkenna að Ísrael væri ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum. Fimm árum síðar hafði hann þó fjarlægst þá hugsjón. Þetta skipti einfaldlega ekki jafnmiklu máli í ljósi uppgangs öfgaíslamista í Mið-Austurlöndum. Eitt er hins vegar víst. Netanjahú lítur svo á að Jerúsalem sé höfuðborg Ísraela. Jafnt vesturhluti borgarinnar sem austurhlutinn. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Segir Palestínumenn verða að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael "Þið getið lesið um það í afar fínni bók, hún er kölluð biblían.“ 10. desember 2017 22:07 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Eftir ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að færa sendiráð ríkis síns í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem, og þannig viðurkenna síðarnefndu borgina sem höfuðborg Ísraela, hafa augu alþjóðasamfélagsins eina ferðina enn beinst að landsvæðinu sem Palestínumenn og Ísraelar hafa bitist um í áratugaraðir. Borgin helga hefur verið friði að fótakefli allt frá því á fimmta áratug síðustu aldar og raunar lengur, sé litið til fleiri átaka en á milli Ísraela og Palestínumanna. Frá árinu 1967, þegar Ísraelar tóku austurhluta borgarinnar í sex daga stríðinu, hafa þeir farið þar með völd þótt Palestínumenn, og stærstur hluti alþjóðasamfélagsins, líti á austurhlutann sem höfuðborg Palestínu. Sjálfir samþykktu Ísraelar að gera Jerúsalem alla að höfuðborg sinni árið 1980 og hefur stjórnsýsla þeirra verið þar allar götur síðan. Sendiráð annarra ríkja eru hins vegar öll í Tel Avív. Ýmislegt hefur gerst frá því Trump greindi frá ákvörðun sinni. Leiðtogar 57 múslimaríkja kröfðust þess í vikunni að heimsbyggðin viðurkenndi sjálfstæði Palestínu og Jerúsalem sem höfuðborg hennar. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, kallaður Bíbí frá því í barnæsku, hefur hins vegar verið á annarri línu. Hann stendur nú í miðju þeirrar hringiðu sem myndast hefur.Viðurkenning raunveruleikans Málstaður Netanjahús grundvallast á því að með viðurkenningu sinni á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels séu Bandaríkjamenn einungis að gangast við raunveruleikanum. „Þegar upp er staðið verður sannleikurinn alltaf ofan á. Fjöldi landa mun viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og mun einnig færa sendiráð sín til borgarinnar,“ sagði Netanjahú til að mynda við meðlimi leyniþjónustunnar Mossad sem voru í heimsókn í forsetahöllinni í Jerúsalem í vikunni. Bíbí brást einnig við kröfu leiðtoganna 57. Sagði hann að sér fyndist lítið til yfirlýsingarinnar koma og hélt því fram að Ísraelar virtu trúfrelsi allra sem byggju í borginni, en um þriðjungur borgarbúa eru Palestínumenn. „Það væri betra fyrir Palestínumenn að gangast við raunveruleikanum og beita sér fyrir friði en ekki öfgum,“ bætti forsætisráðherrann við.Hernaðarrætur BíbísÞótt Netanjahú hafi setið á forsætisráðherrastóli í samtals rúman áratug hefur hann að sjálfsögðu ekki verið þjóðarleiðtogi allt sitt líf. Rétt eins og nú hefur Ísraelinn átt í átökum við Araba allt sitt líf. Hann hefur til að mynda barist við Líbana, Egypta, Jórdana, Sýrlendinga, Palestínumenn, Íraka, Sádi-Araba, Líbýumenn, Túnisa og Alsíringa. Netanjahú er af fyrstu kynslóðinni sem ólst upp í sjálfstæðu ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum. Hann fæddist í Tel Avív árið 1949 og rétt eins og allir aðrir Ísraelar þjónaði hann í hernum snemma á fullorðinsaldri. Barðist hann meðal annars í jom kippúr stríðinu. Það gerði bróðir hans, Jonathan Netanjahú, einnig. Hann var drepinn þegar hann leiddi björgunarleiðangur í Úganda og í nafni bróður síns stofnaði Bíbí samtök gegn hryðjuverkum. Við það skaust maðurinn upp á stjörnuhimin ísraelskra stjórnmála og varð hluti af sendinefnd Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1982 áður en hann varð fastafulltrúi ríkisins tveimur árum seinna.Benjamín Netanjahú sést hér til hægri gegna herstörfum árið 1971.Nordicphotos/GettyFyrsti sigurinn varð að tapi Við heimkomuna til Ísraels árið 1988 hófst stjórnmálaferill Netanjahús fyrst af einhverri alvöru. Hann vann þingsæti og varð aðstoðarforsætisráðherra strax á fyrsta ári og staðsetti sig hægra megin við fyrri leiðtoga flokks síns, Likud. Leiðin lá upp á við og átta árum eftir að hann tók sæti á þingi varð hann fyrsti forsætisráðherra Ísraela sem kosinn er í beinum kosningum. Vann hann nauman sigur á sitjandi forsætisráðherra, Shimon Peres. Þetta fyrsta kjörtímabil Netanjahús gekk hins vegar illa og í umfjöllun sinni um forsætisráðherrann segir BBC að kjörtímabilið hafi einkennst af óeiningu í Likud-flokknum. Þrátt fyrir að hafa gagnrýnt Óslóarsamninginn á milli Ísraela og Palestínumanna harðlega skrifaði hann undir árið 1997 og afhenti með því Palestínumönnum áttatíu prósent borgarinnar Hebron. Þetta var óheillaskref fyrir Netanjahú og eftir að hafa boðað til kosninga, sautján mánuðum á undan áætlun, árið 1999 laut hann í lægra haldi fyrir leiðtoga Verkamannaflokksins, Ehud Barak. Sá hafði verið yfirmaður Netanjahús í hernum og lofaði að beita sér fyrir friði. Hinn sigraði Netanjahú sagði af sér þingmennsku og formennsku í Likud eftir ósigurinn.Endurkoman En Netanjahú hætti ekki afskiptum af stjórnmálum eftir tapið. Þegar Likud komst aftur til valda árið 2001 undir forsæti Ariels Sharon var hann gerður að ráðherra. Fyrst utanríkisráðherra og síðan fjármálaráðherra. Netanjahú skapaði sér síðan sérstöðu innan Likud árið 2005 þegar hann sagði af sér í mótmælaskyni við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að draga Ísraela til baka frá Gasasvæðinu. Síðar sama ár ákvað Sharon að klúfa sig frá Likud og stofna miðjuflokkinn Kadima. Netanjahú greip gæsina svo sannarlega og vann formannssætið á ný. Á fyrstu árunum eftir að hann tók við formennsku á ný var hann einn harðasti gagnrýnandi ríkisstjórnarinnar og einkum Kadima. Sú gagnrýni skilaði honum sigri í kosningum í mars 2009. Netanjahú var snúinn aftur í forsætisráðuneytið.Boðskapurinn Eins og gefur að skilja hefur alþjóðasamfélagið áhuga á því sem fram fer í ríki Netanjahús. Áhuginn svo gott sem einskorðast þó við samskipti Ísraela og araba, einkum Palestínumanna. Sýn Netanjahús á tengsl ríkjanna hefur verið nokkuð á reiki undanfarin ár. Árið 2010 sagði hann til að mynda að hann samþykkti hugsjónina um afhernaðarvædda Palestínu en krafðist þess í leiðinni að Palestínumenn myndu viðurkenna að Ísrael væri ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum. Fimm árum síðar hafði hann þó fjarlægst þá hugsjón. Þetta skipti einfaldlega ekki jafnmiklu máli í ljósi uppgangs öfgaíslamista í Mið-Austurlöndum. Eitt er hins vegar víst. Netanjahú lítur svo á að Jerúsalem sé höfuðborg Ísraela. Jafnt vesturhluti borgarinnar sem austurhlutinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Segir Palestínumenn verða að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael "Þið getið lesið um það í afar fínni bók, hún er kölluð biblían.“ 10. desember 2017 22:07 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Segir Palestínumenn verða að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael "Þið getið lesið um það í afar fínni bók, hún er kölluð biblían.“ 10. desember 2017 22:07