Bandaríkin saka Írana um að útvega Hútum vopn Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2017 22:32 Nikki Haley á blaðamannafundinum í kvöld. Vísir/AFP Bandaríkin opinberuðu í dag hluta eldflauga sem Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði vera sönnun þess að Íranar útveguðu Hútum í Jemen vopn. Það væri bersýnilegt brot gegn kjarnorkusáttmálanum svokallaða og það væri einnig brot á ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Annarri eldflauginni var skotið á loft frá Jemen í nóvember og á alþjóðlegan flugvöll í Sádi-Arabíu. Bandaríkin sýndu einnig hluta dróna og and-skriðdrekavopns sem Sádar eiga að hafa fundið í Jemen.Íranar neita því að útvega Hútum vopn og segja hinar meintu sannanir vera tilbúnar. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran sendi einnig frá sér tíst nú í kvöld þar sem hann birti mynd af Haley við hlið mynd af Colin Powell frá árinu 2003. Powell, sem var þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt ræðu fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem hann staðhæfði að Bandaríkin vissu til þess að stjórnvöld Saddam Hussein byggju yfir efnavopnum í Írak. Skömmu seinna gerðu Bandaríkin innrás í Írak þar sem engin efnavopn fundust. Seinna kom í ljós að Írakar höfðu ekki framleitt efnavopn.When I was based at the UN, I saw this show and what it begat... pic.twitter.com/2sAsMB6o4m — Javad Zarif (@JZarif) December 14, 2017 Bandaríkin geta ekki sagt með vissu hvenær umrædd vopn voru flutt til Jemen og þar af leiðandi til Húta. Sömuleiðis er ekki vitað hvenær þeim var beitt. Haley sagðist þó fullviss um að vopnin hefðu komið frá Íran. „Þau voru framleidd í Íran, send frá Íran og gefin af Írönum,“ sagði Haley á blaðamannafundi í kvöld. Fyrir rúmum tveimur árum hófu Hútar uppreisn gegn stjórnvöldum Jemen. Sádar, Sameinuðu Arabísku furstadæmin og önnur ríki hafa stutt stjórnvöld Jemen og Íranar hafa verið sakaðir um að styðja Húta. Hailey sagði í kvöld að sýning hennar væri liður í áætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að mynda bandalag til að berjast gegn auknum áhrifum Íran í Mið-Austurlöndum. Meðal þess sem Bandaríkin segja að sanni að vopnin komi frá Íran eru merki þarlendra vopnaframleiðenda og hönnun vopnanna. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Jemen sagður hafa verið drepinn Hútar í Jemen hafa greint frá því að Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseti landsins, hafi verið drepinn. 4. desember 2017 13:30 Sádar sagðir hafa fellt 26 borgara í Jemen Mannréttindasamtök hafa lengi sakað bandalag Sáda um að gera markvisst loftárásir gegn almennum borgurum og innviðum Jemen, eins og skóla, sjúkrahús og íbúðasvæði. 1. nóvember 2017 15:10 Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Sádar saka Írani um berar árásir Krúnuprins Sádi-Arabíu segir að raun væri hægt að líta á það sem stríðsyfirlýsingu. 7. nóvember 2017 16:22 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Bandaríkin opinberuðu í dag hluta eldflauga sem Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði vera sönnun þess að Íranar útveguðu Hútum í Jemen vopn. Það væri bersýnilegt brot gegn kjarnorkusáttmálanum svokallaða og það væri einnig brot á ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Annarri eldflauginni var skotið á loft frá Jemen í nóvember og á alþjóðlegan flugvöll í Sádi-Arabíu. Bandaríkin sýndu einnig hluta dróna og and-skriðdrekavopns sem Sádar eiga að hafa fundið í Jemen.Íranar neita því að útvega Hútum vopn og segja hinar meintu sannanir vera tilbúnar. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran sendi einnig frá sér tíst nú í kvöld þar sem hann birti mynd af Haley við hlið mynd af Colin Powell frá árinu 2003. Powell, sem var þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt ræðu fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem hann staðhæfði að Bandaríkin vissu til þess að stjórnvöld Saddam Hussein byggju yfir efnavopnum í Írak. Skömmu seinna gerðu Bandaríkin innrás í Írak þar sem engin efnavopn fundust. Seinna kom í ljós að Írakar höfðu ekki framleitt efnavopn.When I was based at the UN, I saw this show and what it begat... pic.twitter.com/2sAsMB6o4m — Javad Zarif (@JZarif) December 14, 2017 Bandaríkin geta ekki sagt með vissu hvenær umrædd vopn voru flutt til Jemen og þar af leiðandi til Húta. Sömuleiðis er ekki vitað hvenær þeim var beitt. Haley sagðist þó fullviss um að vopnin hefðu komið frá Íran. „Þau voru framleidd í Íran, send frá Íran og gefin af Írönum,“ sagði Haley á blaðamannafundi í kvöld. Fyrir rúmum tveimur árum hófu Hútar uppreisn gegn stjórnvöldum Jemen. Sádar, Sameinuðu Arabísku furstadæmin og önnur ríki hafa stutt stjórnvöld Jemen og Íranar hafa verið sakaðir um að styðja Húta. Hailey sagði í kvöld að sýning hennar væri liður í áætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að mynda bandalag til að berjast gegn auknum áhrifum Íran í Mið-Austurlöndum. Meðal þess sem Bandaríkin segja að sanni að vopnin komi frá Íran eru merki þarlendra vopnaframleiðenda og hönnun vopnanna.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Jemen sagður hafa verið drepinn Hútar í Jemen hafa greint frá því að Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseti landsins, hafi verið drepinn. 4. desember 2017 13:30 Sádar sagðir hafa fellt 26 borgara í Jemen Mannréttindasamtök hafa lengi sakað bandalag Sáda um að gera markvisst loftárásir gegn almennum borgurum og innviðum Jemen, eins og skóla, sjúkrahús og íbúðasvæði. 1. nóvember 2017 15:10 Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Sádar saka Írani um berar árásir Krúnuprins Sádi-Arabíu segir að raun væri hægt að líta á það sem stríðsyfirlýsingu. 7. nóvember 2017 16:22 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Fyrrverandi forseti Jemen sagður hafa verið drepinn Hútar í Jemen hafa greint frá því að Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseti landsins, hafi verið drepinn. 4. desember 2017 13:30
Sádar sagðir hafa fellt 26 borgara í Jemen Mannréttindasamtök hafa lengi sakað bandalag Sáda um að gera markvisst loftárásir gegn almennum borgurum og innviðum Jemen, eins og skóla, sjúkrahús og íbúðasvæði. 1. nóvember 2017 15:10
Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18
Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00
Sádar saka Írani um berar árásir Krúnuprins Sádi-Arabíu segir að raun væri hægt að líta á það sem stríðsyfirlýsingu. 7. nóvember 2017 16:22