Deilt um bætur eftir að kýr varð fyrir bíl í Kjós Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. desember 2017 06:00 Guðveigur Ómarsson mætti ásamt ömmu sinni, Guðlaugu Guðveigsdóttur, til skýrslutöku á lögreglustöðina í Grafarholti í dag. vísir/Ernir „Hver sem er hefði getað lent í þessu. Það var myrkur og kýrin svört. Þetta var eins og að keyra á vegg,“ segir Guðveigur Steinar Ómarsson sem ók á kú á Kjósarskarðsvegi í byrjun október. Hann missti meðvitund við áreksturinn, bíllinn er ónýtur og skepnan drapst. „Ég skil ekki hvernig það getur verið að ég eigi að sitja uppi með tjónið. Ég hélt að skepnur ættu ekki að vera að þvælast úti á vegi,“ segir Guðveigur. Sjóvá, tryggingarfélag bóndans sem átti kúna, krefst þess að tryggingarfélag Guðveigs, VÍS, bæti honum skepnuna. VÍS hafnar þeirri kröfu. „Mér finnst óréttlátt ef tryggingarnar og bóndinn ætla að koma allri ábyrgð á dýrinu yfir á dótturson minn. Ég ætla ekki að kyngja því,“ segir Guðlaug Guðveigsdóttir, amma ökumannsins.Bíllinn er ónýtur eftir að honum var ekið á kúna.Mynd/GuðveigurGuðlaug segist vera bæði sár og reið. „Sjóvá telur bóndann ekki bera neina ábyrgð á þessu. Að hann hafi ekki sýnt gáleysi og að drengurinn beri ábyrgð á dýrinu. Ég skil ekki þessi lögmál. Einhvern veginn komst kvígan upp á veginn.“ Guðlaug segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir drenginn en sjálfur segist hann allur vera að koma til, andlega og líkamlega, þótt óvissan um bótaskylduna hvíli á honum. Gunnar Atlason, sérfræðingur hjá VÍS, segir mál sem þessi geta verið margslungin. „Vandamálið við þetta hvað tryggingar varðar er að eigendur stórgripa þurfa að verða uppvísir að stórkostlegu gáleysi. Til dæmis með því að skilja hlið eftir opið. Sönnunarbyrðin hvílir hins vegar á ökumanninum. Óháð eðli mála þarf enginn að sanna sakleysi sitt í réttarríki.“ Gunnar segir tryggingarfélög leggja frumskýrslu lögreglu til grundvallar bótaskyldu en málin geti tekið aðra stefnu komi viðbótargögn fram síðar. Og þar stendur hnífurinn í kúnni núna, ef svo má að orði komast, en rannsóknardeild lögreglustöðvarinnar í Grafarholti er með slysið í skoðun. Þangað fór Guðveigur, ásamt ömmu sinni, til skýrslutöku í gær. „Ég átti gott spjall við rannsóknarlögreglukonuna sem er með málið og þetta er ekki búið. Þetta verður rannsakað. Það er alveg á hreinu,“ segir Guðlaug sem ætlar með málið alla leið, eins og hún orðar það. Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Sjá meira
„Hver sem er hefði getað lent í þessu. Það var myrkur og kýrin svört. Þetta var eins og að keyra á vegg,“ segir Guðveigur Steinar Ómarsson sem ók á kú á Kjósarskarðsvegi í byrjun október. Hann missti meðvitund við áreksturinn, bíllinn er ónýtur og skepnan drapst. „Ég skil ekki hvernig það getur verið að ég eigi að sitja uppi með tjónið. Ég hélt að skepnur ættu ekki að vera að þvælast úti á vegi,“ segir Guðveigur. Sjóvá, tryggingarfélag bóndans sem átti kúna, krefst þess að tryggingarfélag Guðveigs, VÍS, bæti honum skepnuna. VÍS hafnar þeirri kröfu. „Mér finnst óréttlátt ef tryggingarnar og bóndinn ætla að koma allri ábyrgð á dýrinu yfir á dótturson minn. Ég ætla ekki að kyngja því,“ segir Guðlaug Guðveigsdóttir, amma ökumannsins.Bíllinn er ónýtur eftir að honum var ekið á kúna.Mynd/GuðveigurGuðlaug segist vera bæði sár og reið. „Sjóvá telur bóndann ekki bera neina ábyrgð á þessu. Að hann hafi ekki sýnt gáleysi og að drengurinn beri ábyrgð á dýrinu. Ég skil ekki þessi lögmál. Einhvern veginn komst kvígan upp á veginn.“ Guðlaug segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir drenginn en sjálfur segist hann allur vera að koma til, andlega og líkamlega, þótt óvissan um bótaskylduna hvíli á honum. Gunnar Atlason, sérfræðingur hjá VÍS, segir mál sem þessi geta verið margslungin. „Vandamálið við þetta hvað tryggingar varðar er að eigendur stórgripa þurfa að verða uppvísir að stórkostlegu gáleysi. Til dæmis með því að skilja hlið eftir opið. Sönnunarbyrðin hvílir hins vegar á ökumanninum. Óháð eðli mála þarf enginn að sanna sakleysi sitt í réttarríki.“ Gunnar segir tryggingarfélög leggja frumskýrslu lögreglu til grundvallar bótaskyldu en málin geti tekið aðra stefnu komi viðbótargögn fram síðar. Og þar stendur hnífurinn í kúnni núna, ef svo má að orði komast, en rannsóknardeild lögreglustöðvarinnar í Grafarholti er með slysið í skoðun. Þangað fór Guðveigur, ásamt ömmu sinni, til skýrslutöku í gær. „Ég átti gott spjall við rannsóknarlögreglukonuna sem er með málið og þetta er ekki búið. Þetta verður rannsakað. Það er alveg á hreinu,“ segir Guðlaug sem ætlar með málið alla leið, eins og hún orðar það.
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Sjá meira