Sigurður var maður sem ég hefði viljað hanga með Magnús Guðmundsson skrifar 14. desember 2017 11:00 Terry Gunnell hefur haft áhuga á Sigurði Guðmundssyni allt frá því hann var að vinna að BA-ritgerð sinni árið 1976. Visir/Ernir Sjálfstæði þjóðar, sjálfsmynd og menning er bundin órjúfanlegum böndum. Þetta vissi Sigurður Guðmundsson og aðrir aðstandendur Kvöldfélagsins sem var starfrækt á árunum 1861 til 1874 og hafði víðtæk áhrif á menningu, umhverfi og listalíf þjóðar í mótun og leit að sjálfstæði. Sigurður Guðmundsson málari var einn af stofnendum félagsins og helsti talsmaður, og hlutur hans verður seint ofmetinn í íslenskri menningarsögu þó að hann hafi ekki farið ýkja hátt til þessa. Nýverið kom þó út bókin Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874, greinasafn í ritstjórn þeirra Terry Gunnell, prófessors í þjóðfræði við HÍ, og Karls Aspelund, lektors í hönnun við University of Rhode Island, og er bókin tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hér er á ferðinni afar viðamikið og vandað verk en Terry Gunnell segir að hann hafi sjálfur fyrst fengið veður af Sigurði og verkum hans þegar hann kom hingað til lands til þess að vinna að BA-ritgerð sinni um íslenska leiklist við háskólann í Birmingham. „Það var 1976 að Þorgeir Þorgeirsson sagði mér aðeins frá Sigurði og þeim áhrifum sem hann hafði og síðan þá hef ég haft mikinn áhuga á honum. Það er stórfurðulegt að koma út í kirkjugarð þar sem legsteinninn hans stendur máður og ómerktur og annað eftir því. Auk þess var lítið til af rituðu efni um Sigurð, engin ýtarleg ævisaga eða annað slíkt og samt var þetta maðurinn sem var einhvern veginn á bak við Þjóðleikhúsið, Þjóðminjasafnið, útivistarsvæðið í Laugardal, og íslenska þjóðbúninginn. Þetta var maðurinn sem sagði Jóni Árnasyni fyrstur þjóðsöguna Móðir mín í kví, kví og var meira að segja hugmyndasmiðurinn að turninum á Skólavörðuholti. Sigurður var maður sem hafði gríðarleg áhrif á menningu þessarar þjóðar en einhvern veginn dettur hann út af kortinu, er svona ýtt út úr myndinni og það er mikilvægt að draga hann aftur inn. Karl Aspelund, meðritstjóri minn, skrifaði doktorsritgerð um Sigurð og þjóðbúninginn og hann upplifði þessa sömu jaðarsetningu á þessum merkilega manni.“Sigurður Guðmundsson málari við vinnu sína.Maður sem vildi meira Terry segir að þessi jaðarsetning á Sigurði og verkum hans eigi sér ekki augljósar og einhlítar skýringar. „Það hefur verið skrifað um hann og minnst á hann hér og þar en vandinn var eflaust að Danir voru mjög á móti Sigurði og hann á móti þeim. Samt var það Sigurður sem hannaði tjald fyrir konunginn þegar hann kom til Íslands 1874 og þá ætlaði konungur að gefa honum gullpening fyrir verkið. Hins vegar lögðust dönsku embættismennirnir gegn þessum fyrirætlunum þannig að Sigurður fékk aldrei gullpeninginn og dó svo í sárri fátækt aðeins nokkrum dögum síðar. Kerfið var á móti honum enda var þetta maður sem fór sínar eigin leiðir og átti það til að vera afar hvassyrtur,“ segir Terry og hlær. „Orðbragð hans var reyndar ekki upp á það besta og þetta var ekki ýkja þolinmóður maður þannig að það gekk stundum mikið á. Styrkur Sigurðar var að hann hafði brennandi áhuga á því að Ísland skapaði sína eigin menningu. Fyrir honum var ekki nóg að Ísland öðlaðist sjálfstæði heldur vildi hann að Íslendingar gætu staðið til jafns við aðrar þjóðir og til þess þarf menningu. Þess vegna þurfti leiklist, leikhús og söfn því það þarf að sýna söguna. Sýna bæði þjóðinni og öðrum hvaðan þessi þjóð er runnin.“Skapaði hefð Spurður um það hvað valdi því að leiklistin hafi verið svona veigamikill þáttur í verkum Sigurðar, segir Terry að það megi rekja til þess þegar hann fór fyrst til Kaupmannahafnar 16 ára gamall. „Hugmyndin var að hann lærði húsamálun en hann gafst nú upp á því á nokkrum vikum. Þá fer hann út í leikhúsið og þar myndast þessi tenging að mála og skapa rými, þetta er það sama og hann gerði seinna með Þjóðminjasafnið til að mynda, þannig að þessi sviðslistanálgun verður honum mjög hugleikin. Úti í Danmörku sér hann tableaux vivants í fyrsta sinn, kemur heim og setur upp fullt af slíkum sviðssetningum með máluðum bakgrunni, leikurum, ljósi og hljóði. Hann hvetur líka aðra til þess að semja verk á íslensku sem takast á við íslenskar kringumstæður og er alltaf að kenna. Hann lifði samkvæmt sínu eigin slagorði: Það þarf að laga alla þjóðina. Þetta er auðvitað alveg frábært.“ Terry segir að í raun hafi Sigurður tekið þessa leikhúsnálgun og útvíkkað hana fyrir alla þjóðina en hann hafi líka sjálfur verið einhvers konar leikari. „Ég var að skoða sögurnar sem hann sagði á sagnaskemmtun og þar virðist hann oft hafa endað sögurnar á draugalegum nótum, eins og Móðir mín í kví, kví eða Djákninn á Myrká og þarna kom fram dramatíski leikarinn í honum. Þetta var maðurinn sem var á bak við Útilegumenn Matthíasar, og Nýársnótt Indriða Einarssonar og með þessu var sköpuð hefð fyrir íslenskum leikritum. Hefð sem mjög fljótt fluttist út um allt land og líka erlendis. Sveinn Einarsson skrifaði grein um þetta í bókinni. Þetta voru fyrst og fremst söguleg leikrit og verk byggð á þjóðsögum og hafði mikil áhrif.“Portrett af Sigurði Guðmundssyni málara.Fyrir framtíðina Terry segir að Sigurður verði fyrst og fremst skilgreindur sem frumherji. „Þetta var mjög framsýnn maður með stóra drauma um öðruvísi land og þjóð, öðruvísi menningu. Hann kom heim frá Danmörku með fullt af nýjum hugmyndum og festist hér. Á þeim þrettán árum sem Kvöldfélagið starfaði gerðist gríðarlega mikið. Þetta var allt öðruvísi en hjá Jónasi frá Hriflu í upphafi tuttugustu aldar þegar líkaminn og karlmennska voru í forgrunni. En í Kvöldfélaginu var verið að tala um konurnar og menntun þeirra. Hið andlega og listræna skipti miklu máli, auk þess sem þetta var rammpólitískt. Þetta var félag sem var á móti kerfinu og fyrir vikið lenti Sigurður í ónáð. En Sigurður var maður sem ég hefði viljað hitta og helst hanga soldið með,“ segir Terry léttur. „En það sem vantar núna er stytta af manninum. Ég vil að hún verði niðri í Aðalstræti og að hann halli sér þar upp að vegg og stari á Morgunblaðshöllina. En þetta á líka að vera stytta sem má klæða, snerta og gefa trefla eins og menn gerðu fyrir Sigurð þegar hann var á lífi. Þessi stytta mundi standa fyrir framsýni og hugsjónir unga fólksins og framtíðardrauma.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. desember. Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sjálfstæði þjóðar, sjálfsmynd og menning er bundin órjúfanlegum böndum. Þetta vissi Sigurður Guðmundsson og aðrir aðstandendur Kvöldfélagsins sem var starfrækt á árunum 1861 til 1874 og hafði víðtæk áhrif á menningu, umhverfi og listalíf þjóðar í mótun og leit að sjálfstæði. Sigurður Guðmundsson málari var einn af stofnendum félagsins og helsti talsmaður, og hlutur hans verður seint ofmetinn í íslenskri menningarsögu þó að hann hafi ekki farið ýkja hátt til þessa. Nýverið kom þó út bókin Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874, greinasafn í ritstjórn þeirra Terry Gunnell, prófessors í þjóðfræði við HÍ, og Karls Aspelund, lektors í hönnun við University of Rhode Island, og er bókin tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hér er á ferðinni afar viðamikið og vandað verk en Terry Gunnell segir að hann hafi sjálfur fyrst fengið veður af Sigurði og verkum hans þegar hann kom hingað til lands til þess að vinna að BA-ritgerð sinni um íslenska leiklist við háskólann í Birmingham. „Það var 1976 að Þorgeir Þorgeirsson sagði mér aðeins frá Sigurði og þeim áhrifum sem hann hafði og síðan þá hef ég haft mikinn áhuga á honum. Það er stórfurðulegt að koma út í kirkjugarð þar sem legsteinninn hans stendur máður og ómerktur og annað eftir því. Auk þess var lítið til af rituðu efni um Sigurð, engin ýtarleg ævisaga eða annað slíkt og samt var þetta maðurinn sem var einhvern veginn á bak við Þjóðleikhúsið, Þjóðminjasafnið, útivistarsvæðið í Laugardal, og íslenska þjóðbúninginn. Þetta var maðurinn sem sagði Jóni Árnasyni fyrstur þjóðsöguna Móðir mín í kví, kví og var meira að segja hugmyndasmiðurinn að turninum á Skólavörðuholti. Sigurður var maður sem hafði gríðarleg áhrif á menningu þessarar þjóðar en einhvern veginn dettur hann út af kortinu, er svona ýtt út úr myndinni og það er mikilvægt að draga hann aftur inn. Karl Aspelund, meðritstjóri minn, skrifaði doktorsritgerð um Sigurð og þjóðbúninginn og hann upplifði þessa sömu jaðarsetningu á þessum merkilega manni.“Sigurður Guðmundsson málari við vinnu sína.Maður sem vildi meira Terry segir að þessi jaðarsetning á Sigurði og verkum hans eigi sér ekki augljósar og einhlítar skýringar. „Það hefur verið skrifað um hann og minnst á hann hér og þar en vandinn var eflaust að Danir voru mjög á móti Sigurði og hann á móti þeim. Samt var það Sigurður sem hannaði tjald fyrir konunginn þegar hann kom til Íslands 1874 og þá ætlaði konungur að gefa honum gullpening fyrir verkið. Hins vegar lögðust dönsku embættismennirnir gegn þessum fyrirætlunum þannig að Sigurður fékk aldrei gullpeninginn og dó svo í sárri fátækt aðeins nokkrum dögum síðar. Kerfið var á móti honum enda var þetta maður sem fór sínar eigin leiðir og átti það til að vera afar hvassyrtur,“ segir Terry og hlær. „Orðbragð hans var reyndar ekki upp á það besta og þetta var ekki ýkja þolinmóður maður þannig að það gekk stundum mikið á. Styrkur Sigurðar var að hann hafði brennandi áhuga á því að Ísland skapaði sína eigin menningu. Fyrir honum var ekki nóg að Ísland öðlaðist sjálfstæði heldur vildi hann að Íslendingar gætu staðið til jafns við aðrar þjóðir og til þess þarf menningu. Þess vegna þurfti leiklist, leikhús og söfn því það þarf að sýna söguna. Sýna bæði þjóðinni og öðrum hvaðan þessi þjóð er runnin.“Skapaði hefð Spurður um það hvað valdi því að leiklistin hafi verið svona veigamikill þáttur í verkum Sigurðar, segir Terry að það megi rekja til þess þegar hann fór fyrst til Kaupmannahafnar 16 ára gamall. „Hugmyndin var að hann lærði húsamálun en hann gafst nú upp á því á nokkrum vikum. Þá fer hann út í leikhúsið og þar myndast þessi tenging að mála og skapa rými, þetta er það sama og hann gerði seinna með Þjóðminjasafnið til að mynda, þannig að þessi sviðslistanálgun verður honum mjög hugleikin. Úti í Danmörku sér hann tableaux vivants í fyrsta sinn, kemur heim og setur upp fullt af slíkum sviðssetningum með máluðum bakgrunni, leikurum, ljósi og hljóði. Hann hvetur líka aðra til þess að semja verk á íslensku sem takast á við íslenskar kringumstæður og er alltaf að kenna. Hann lifði samkvæmt sínu eigin slagorði: Það þarf að laga alla þjóðina. Þetta er auðvitað alveg frábært.“ Terry segir að í raun hafi Sigurður tekið þessa leikhúsnálgun og útvíkkað hana fyrir alla þjóðina en hann hafi líka sjálfur verið einhvers konar leikari. „Ég var að skoða sögurnar sem hann sagði á sagnaskemmtun og þar virðist hann oft hafa endað sögurnar á draugalegum nótum, eins og Móðir mín í kví, kví eða Djákninn á Myrká og þarna kom fram dramatíski leikarinn í honum. Þetta var maðurinn sem var á bak við Útilegumenn Matthíasar, og Nýársnótt Indriða Einarssonar og með þessu var sköpuð hefð fyrir íslenskum leikritum. Hefð sem mjög fljótt fluttist út um allt land og líka erlendis. Sveinn Einarsson skrifaði grein um þetta í bókinni. Þetta voru fyrst og fremst söguleg leikrit og verk byggð á þjóðsögum og hafði mikil áhrif.“Portrett af Sigurði Guðmundssyni málara.Fyrir framtíðina Terry segir að Sigurður verði fyrst og fremst skilgreindur sem frumherji. „Þetta var mjög framsýnn maður með stóra drauma um öðruvísi land og þjóð, öðruvísi menningu. Hann kom heim frá Danmörku með fullt af nýjum hugmyndum og festist hér. Á þeim þrettán árum sem Kvöldfélagið starfaði gerðist gríðarlega mikið. Þetta var allt öðruvísi en hjá Jónasi frá Hriflu í upphafi tuttugustu aldar þegar líkaminn og karlmennska voru í forgrunni. En í Kvöldfélaginu var verið að tala um konurnar og menntun þeirra. Hið andlega og listræna skipti miklu máli, auk þess sem þetta var rammpólitískt. Þetta var félag sem var á móti kerfinu og fyrir vikið lenti Sigurður í ónáð. En Sigurður var maður sem ég hefði viljað hitta og helst hanga soldið með,“ segir Terry léttur. „En það sem vantar núna er stytta af manninum. Ég vil að hún verði niðri í Aðalstræti og að hann halli sér þar upp að vegg og stari á Morgunblaðshöllina. En þetta á líka að vera stytta sem má klæða, snerta og gefa trefla eins og menn gerðu fyrir Sigurð þegar hann var á lífi. Þessi stytta mundi standa fyrir framsýni og hugsjónir unga fólksins og framtíðardrauma.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. desember.
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira