Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2017 19:59 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/GVA Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að kröfur flugvirkja séu algjörlega óraunhæfar. „Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Icelandair hafa boðið mjög sanngjarnar launahækkanir sem eru fullkomlega í takt við það sem verið er að bjóða öðrum hópum. Það einfaldlega kemur ekki til álita af hálfu Samtaka atvinnulífsins að einstaka hópar skeri sig frá þegar kemur að kjaraviðræðum og það á jafnt við um flugvirkja sem og aðra,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Hversu mikið ber í milli? „Við þurfum að hafa það í huga að launakröfur flugvirkja eru í raun himinháar og í raun óraunhæfar, eins og ég hef látið hafa eftir mér í fjölmiðlum. Þar er deilan stödd eins og sakir standa.“Búið að marka línu í sandinn Aðspurður hvort hann eigi von á því að samningar náist fyrir sunnudag segir Halldór það samningsaðila að leysa deiluna. „En við þurfum að hafa það í huga að kjaraviðræður eru í raun viðræður um bætingu á lífskjörum fólks sem jákvæða þróun samfélagsins. Það liggur fyrir að aðilar vinnumarkaðarins hafa markað línu í sandinn og frá þeirri línu hvorki munu né geta Samtök atvinnulífsins kvikað.“Hversu óraunhæfar eru kröfur flugvirkja? „Það er of snemmt að fara út í það á þessu stigi en það sem er aðalatriðið í umræðunni er þetta að flugvirkjum standa til boða sömu sanngjörnu launahækkanir og öðrum hópum á vinnumarkaði en í krafti hótunar um verkfallsaðgerðir á viðkvæmasta tíma ársins í aðdraganda jólahátíðar, freista þeir þess að knýja fram það sem ég kalla óraunhæfar launahækkanir í krafti þessarar verkfallsboðunar.“Ekki merki um það sem koma skal Aðspurður hvort þetta sé merki um það sem koma skal í komandi kjaraviðræðum á næstu misserum segist Halldór ekki eiga von á því. „Ég tel að það sé eftirspurn í samfélaginu eftir ró og yfirvegun. Þess vegna met ég það sem svo að móttökuskilyrði í samfélaginu fyrir óraunhæfum launakröfum flugvirkja séu takmörkuð, sérstaklega í aðdraganda jólahátíðar.“ Deiluaðilar hittust á sínum þrettánda fundi hjá ríkissáttasemjara í dag en sá fundur reyndist eins og aðrir árangurslaus. Eitt erfiðasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að halda friði á vinnumarkaði þegar kjarasamningar losna. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra boðaði deiluaðila á sinn fund í gær og settan ríkissáttasemjara í dag, þar sem farið var yfir stöðuna. Ráðherra er skýr um aðkomu ríkisins að deilunni og segir engin áform uppi hjá ríkisstjórninni að setja lög á verkfall flugvirkja. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi Innanríkisráðherra boðaði lagasetningu á verkfall flugvirkja í júní árið 2014 sem ríkisstjórnin studdi. Hanna Birna sagði þá að með lagasetningunni væri ekki verið að taka neina afstöðu til deilunnar heldur að tryggja almannahagsmuni. Flugvirkjum hugnaðist ekki inngrip alþingis á þeim tíma og sólarhring síðar aflýstu flugvirkjar verkfallinu áður en það hófst. Sumar- og jólaáætlanir flugfélaganna eru hvað viðkvæmastar enda mikið um bókanir. Sérstaklega í kringum jólin sem er háanna tími. Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Útilokar lög á verkfall flugvirkja Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfur flugvirkja óraunhæfar en samgönguráðherra útilokar lög á fyrirhugað verkfall. 13. desember 2017 14:23 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að kröfur flugvirkja séu algjörlega óraunhæfar. „Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Icelandair hafa boðið mjög sanngjarnar launahækkanir sem eru fullkomlega í takt við það sem verið er að bjóða öðrum hópum. Það einfaldlega kemur ekki til álita af hálfu Samtaka atvinnulífsins að einstaka hópar skeri sig frá þegar kemur að kjaraviðræðum og það á jafnt við um flugvirkja sem og aðra,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Hversu mikið ber í milli? „Við þurfum að hafa það í huga að launakröfur flugvirkja eru í raun himinháar og í raun óraunhæfar, eins og ég hef látið hafa eftir mér í fjölmiðlum. Þar er deilan stödd eins og sakir standa.“Búið að marka línu í sandinn Aðspurður hvort hann eigi von á því að samningar náist fyrir sunnudag segir Halldór það samningsaðila að leysa deiluna. „En við þurfum að hafa það í huga að kjaraviðræður eru í raun viðræður um bætingu á lífskjörum fólks sem jákvæða þróun samfélagsins. Það liggur fyrir að aðilar vinnumarkaðarins hafa markað línu í sandinn og frá þeirri línu hvorki munu né geta Samtök atvinnulífsins kvikað.“Hversu óraunhæfar eru kröfur flugvirkja? „Það er of snemmt að fara út í það á þessu stigi en það sem er aðalatriðið í umræðunni er þetta að flugvirkjum standa til boða sömu sanngjörnu launahækkanir og öðrum hópum á vinnumarkaði en í krafti hótunar um verkfallsaðgerðir á viðkvæmasta tíma ársins í aðdraganda jólahátíðar, freista þeir þess að knýja fram það sem ég kalla óraunhæfar launahækkanir í krafti þessarar verkfallsboðunar.“Ekki merki um það sem koma skal Aðspurður hvort þetta sé merki um það sem koma skal í komandi kjaraviðræðum á næstu misserum segist Halldór ekki eiga von á því. „Ég tel að það sé eftirspurn í samfélaginu eftir ró og yfirvegun. Þess vegna met ég það sem svo að móttökuskilyrði í samfélaginu fyrir óraunhæfum launakröfum flugvirkja séu takmörkuð, sérstaklega í aðdraganda jólahátíðar.“ Deiluaðilar hittust á sínum þrettánda fundi hjá ríkissáttasemjara í dag en sá fundur reyndist eins og aðrir árangurslaus. Eitt erfiðasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að halda friði á vinnumarkaði þegar kjarasamningar losna. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra boðaði deiluaðila á sinn fund í gær og settan ríkissáttasemjara í dag, þar sem farið var yfir stöðuna. Ráðherra er skýr um aðkomu ríkisins að deilunni og segir engin áform uppi hjá ríkisstjórninni að setja lög á verkfall flugvirkja. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi Innanríkisráðherra boðaði lagasetningu á verkfall flugvirkja í júní árið 2014 sem ríkisstjórnin studdi. Hanna Birna sagði þá að með lagasetningunni væri ekki verið að taka neina afstöðu til deilunnar heldur að tryggja almannahagsmuni. Flugvirkjum hugnaðist ekki inngrip alþingis á þeim tíma og sólarhring síðar aflýstu flugvirkjar verkfallinu áður en það hófst. Sumar- og jólaáætlanir flugfélaganna eru hvað viðkvæmastar enda mikið um bókanir. Sérstaklega í kringum jólin sem er háanna tími.
Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Útilokar lög á verkfall flugvirkja Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfur flugvirkja óraunhæfar en samgönguráðherra útilokar lög á fyrirhugað verkfall. 13. desember 2017 14:23 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Útilokar lög á verkfall flugvirkja Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfur flugvirkja óraunhæfar en samgönguráðherra útilokar lög á fyrirhugað verkfall. 13. desember 2017 14:23
Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00