Ferrari bætir við aukavakt vegna mikillar eftirspurnar Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2017 15:19 Ferrari F60 America. Svo vel gengur hjá Ferrari að selja rándýra bíla sína að fyrirtækið þarf að bæta við aukavakt til að anna eftirspurninni. Verður þetta gert strax í byrjun næsta árs. Hjá Ferrari hefur hingað til einungis verið unnið á einni vakt, en nú mun vinna í verksmiðjum Ferrari fara fram í 16 klukkustundir á dag. Ferrari markaði sér það takmark fyrir fáeinum misserum að ná framleiðslu fyrirtækisins í 9.000 bíla á ári og nú stefnir allt í að það markmið náist mun fyrr en björtustu spár sögðu til um. Það var núverandi forstjóri Fiat Chrysler og Ferrari, Sergio Marchionne sem setti þetta markmið og reyndar er stefna hans sú að innan nokkurra ára verði Ferrari farið að selja fjölda bíla sem telst í 5 stafa tölu. Sala Ferrari var á milli 2.750 og 3.000 bílar á árunum 2009 til 2012 en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Til þess að þetta markmið um yfir 10.000 bíla náist ætlar Ferrari að bæta við jeppa í bílaflóruna og bílum með tengiltvinnaflrás. Stefna forvera Marchionne var fremur í þá áttina að hemja framleiðsluna í því markmiði að halda uppi verði á bæði nýjum og eldri gerðum Ferrari bíla. Í ár stefnir í 8.400 bíla framleiðslu hjá Ferrari og á næsta ári verður hún komin yfir 9.000 bíla markið. Salan lítur vel út þessa dagana og biðlistinn eftir mörgum bílgerðum Ferrari er nú lengri en 12 mánuðir. Svo vel hefur gengið hjá Ferrari undanfarið að hlutabréf í fyrirtækinu hafa hækkað um hvorki minna né meira en 83% á þessu ári og er það nú metið á 2.090 milljarða króna. Ekkert fyrirtæki hefur hækkað meira á New York Exchange verðbréfamarkaðnum í ár. Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent
Svo vel gengur hjá Ferrari að selja rándýra bíla sína að fyrirtækið þarf að bæta við aukavakt til að anna eftirspurninni. Verður þetta gert strax í byrjun næsta árs. Hjá Ferrari hefur hingað til einungis verið unnið á einni vakt, en nú mun vinna í verksmiðjum Ferrari fara fram í 16 klukkustundir á dag. Ferrari markaði sér það takmark fyrir fáeinum misserum að ná framleiðslu fyrirtækisins í 9.000 bíla á ári og nú stefnir allt í að það markmið náist mun fyrr en björtustu spár sögðu til um. Það var núverandi forstjóri Fiat Chrysler og Ferrari, Sergio Marchionne sem setti þetta markmið og reyndar er stefna hans sú að innan nokkurra ára verði Ferrari farið að selja fjölda bíla sem telst í 5 stafa tölu. Sala Ferrari var á milli 2.750 og 3.000 bílar á árunum 2009 til 2012 en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Til þess að þetta markmið um yfir 10.000 bíla náist ætlar Ferrari að bæta við jeppa í bílaflóruna og bílum með tengiltvinnaflrás. Stefna forvera Marchionne var fremur í þá áttina að hemja framleiðsluna í því markmiði að halda uppi verði á bæði nýjum og eldri gerðum Ferrari bíla. Í ár stefnir í 8.400 bíla framleiðslu hjá Ferrari og á næsta ári verður hún komin yfir 9.000 bíla markið. Salan lítur vel út þessa dagana og biðlistinn eftir mörgum bílgerðum Ferrari er nú lengri en 12 mánuðir. Svo vel hefur gengið hjá Ferrari undanfarið að hlutabréf í fyrirtækinu hafa hækkað um hvorki minna né meira en 83% á þessu ári og er það nú metið á 2.090 milljarða króna. Ekkert fyrirtæki hefur hækkað meira á New York Exchange verðbréfamarkaðnum í ár.
Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent