Þórólfur Nielsen hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns stefnumótunar hjá Landsvirkjun.
Forstöðumaður stefnumótunar leiðir fjölbreytt stefnumarkandi verkefni í samvinnu við stjórnendur fyrirtækisins og starfar með öllum starfseiningum að þróun árangursmælikvarða og markmiða sem unnið er að hverju sinni. Forstöðumaður stefnumótunar mun jafnframt vera virkur í að miðla stefnunni í nánu samstarfi við yfirstjórn.
Þórólfur hefur starfað hjá Landsvirkjun frá vorinu 2010 sem forstöðumaður viðskiptagreiningardeildar á markaðs- og viðskiptaþróunarsviði þar sem hann hefur leitt almenna þekkingaröflun á erlendu og innlendu viðskiptaumhverfi fyrirtækisins. Áður starfaði Þórólfur hjá Kaupþingi í fyrirtækjaráðgjöf og hjá Línuhönnun við almenn verkfræðistörf.
Þórólfur er með M.Sc. gráðu í Management Science and Engineering frá Stanford háskóla og B.Sc. gráðu í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands.
Þórólfur er í sambúð með Láru Hannesdóttur og eiga þau tvö börn.
Þórólfur nýr forstöðumaður stefnumótunar hjá Landsvirkjun
Daníel Freyr Birkisson. skrifar

Mest lesið




Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“
Atvinnulíf


Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins
Viðskipti innlent

Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða
Viðskipti innlent

Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð
Viðskipti innlent

Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni
Viðskipti innlent

Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl
Samstarf