Erlent

Táragasi beitt á mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon

Anton Egilsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir/AFP
Hörð átök áttu sér stað fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan sendiráðið til að mótmæla ákvörðun Donald Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels

Að því er fram kemur í frétt BBC um málið köstuðu mótmælendur steinum að sendiráðinu og kveiktu elda þar skammt frá. Þá hafi sendiráðið verið víggirt og hafi margir gert atlögu að því að klifra yfir. Skárust öryggissveitir í leikinn og beittu meðal annars táragasi og vatnsbyssum á mótmælendur.

Ákvörðun Trump hefur verið gagnrýnd víða um heim og þá sérlega meðal Palestínumanna. Meðal annars kallaði Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas-samtaka Palestínumanna, eftir árásum á, eða „uppreisn“ Palestínumanna gegn Ísrael.

Hundruð þúsunda palentískra flóttamanna búa í Líbanon og meðal þeirra eru fjölmargir sem flúðu Ísrael eftir stofnun ríkisins á fimmta áratug síðustu aldar.  


Tengdar fréttir

Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða

Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann.

Hamas kalla eftir árásum á Ísrael

„Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×