Brutu lög með því að senda 138 þúsund óumbeðin SMS Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2017 16:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Hanna Flokkur Fólksins og Miðflokkurinn brutu lög um fjarskipti með því að senda á annað hundrað þúsund sms-skilaboð til landsmanna í aðdraganda kosninga til Alþingis í október. Flokkur fólksins sendi 80.763 skilaboð og Miðflokkurinn 57.682 skilaboð. Ákvarðanir í báðum málum eru birtar á vef stofnunarinnar í dag en tugir kvartana bárust vegna sendinganna. 36 í tilfelli Flokks fólksins og 35 vegna Miðflokksins. Telur stofnunin báða flokka hafa brotið lög þar sem aðeins megi senda rafræn skilaboð til markaðssetningar þegar fyrir liggi samþykki fyrir því hjá viðtakanda. Skilaboðin sem Miðflokkurinn sendi voru meðal annars:Skyr framtidararsyn fyrir Island og kraftur og thor til að koma henni í framkvaemd. X-M. Vid stondum við storu ordin. Midflokkurinn.I dag er fagur dagur, Ja godur við finnum þad. Vertu Memm settu X við MSkilaboð frá Flokki fólksins voru meðal annarsErtu med kosningarett? – Nyttu rettinn! Afnemum fritekjumark og haekkum skattleysismork. Kaer kvedja! Flokkur folksins X-F.Töldu í lagi að senda á þá sem væru ekki bannmerktir Póst- og fjarkskiptastofnun (PFS) krafði flokkana um svör vegna sendinganna og sömuleiðis þjónustuaðilann, 1819, sem sendi skilaboðin í öllum tilfellum. Lögmaður Miðflokksins benti á að þeim tilmælum hefði verið beint til 1819 að senda ekki á fólk sem væri bannmerkt í símaskrá. Það væri því upp á fyrirtækið að klaga. Sömuleiðis sagði hann að hægt væri að hafa samband við símaeigendur eftir ýmsum öðrum leiðum séu forrit á borð við Instagram. Twitter, G+ og Facebook í símunum. Þá væru fleiri forrit sem mætti nýta til að senda skilaboð á símanúmer, t.d. með Whatsapp, Messenger, Skype og fleiri forritum. Í öllum tilfellum séu það stillingar hjá notenda sem ákveði hvað hann vilji sjá og fá af upplýsingum. Það sama eigi við um SMS sagði lögmaðurinn. Í svari 1819 vegna málsins kom fram að það liti svo á að fólk hefði mgöuleika á að vera bannmerkt þegar það skrái sig í símaskrá. „Teljum við að ef fólk kýs ekki að vera bannmerkt sé verið að gefa samþykki.“Séra Halldór Gunnarsson leiddi lista Flokks fólksins í NorðausturkjördæmiFlokkur fólksinsSkuldinni skellt á tvo flokksmenn Í svari Flokks fólksins var skuldinni alfarið skellt á Halldór Gunnarsson, oddvita flokksins í Norðausturkjördæmi, og Pétur Einarsson sem var í öðru sæti á lista flokksins í sama kjördæmi. „Það skal ítrekað að Halldór Gunnarsson og Pétur Einarsson bera fulla og óskoraða ábyrgð á þessum sms sendingum og því ekki rétt sem fram kemur að Halldór Gunnarsson hafi haft meirihluta stjórnar á bakvið sig þegar hann tók þá ákvörðun að senda þessi skilaboð. “ Í tölvupósti frá Pétri til 1819 þann 25. október sendir hann upplýsingar um greiðanda vegna verkefnisins og eru þar nafn, kennitala og heimilisfang Flokks fólksins tilgreind. Í tölvupósti frá Halldóri Gunnarssyni, dags. 27. október, segir: „Staðfesti fyrir hönd Flokks fólksins að ákvörðun um að senda út SMS skilaboð til allra Íslendinga var tekin á fundi með oddvitum og stjórnarmönnum flokksins og undirritaður stjórnarmaður hefur meirihluta stjórnar um að þessi ákvörðun standi óhögguð.“ Í svörum við spurningum PFS kemur fram að staðið hafi til að senda 120 þúsund manns. Ekki sé vitað hve mörg skilaboð voru send en Inga Sæland, formaður flokksins, hafi stöðvað sendingarnar þegar 22 þúsund höfðu farið út. Sendingum hafi verið framhaldið að fyrirmælum Halldórs. Var það niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar að báðir flokkarnir hefðu brotið lög um fjarskipti með smáskilaboðasendingum sínum. Alþingi Fjarskipti Flokkur fólksins Kosningar 2017 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Flokkur Fólksins og Miðflokkurinn brutu lög um fjarskipti með því að senda á annað hundrað þúsund sms-skilaboð til landsmanna í aðdraganda kosninga til Alþingis í október. Flokkur fólksins sendi 80.763 skilaboð og Miðflokkurinn 57.682 skilaboð. Ákvarðanir í báðum málum eru birtar á vef stofnunarinnar í dag en tugir kvartana bárust vegna sendinganna. 36 í tilfelli Flokks fólksins og 35 vegna Miðflokksins. Telur stofnunin báða flokka hafa brotið lög þar sem aðeins megi senda rafræn skilaboð til markaðssetningar þegar fyrir liggi samþykki fyrir því hjá viðtakanda. Skilaboðin sem Miðflokkurinn sendi voru meðal annars:Skyr framtidararsyn fyrir Island og kraftur og thor til að koma henni í framkvaemd. X-M. Vid stondum við storu ordin. Midflokkurinn.I dag er fagur dagur, Ja godur við finnum þad. Vertu Memm settu X við MSkilaboð frá Flokki fólksins voru meðal annarsErtu med kosningarett? – Nyttu rettinn! Afnemum fritekjumark og haekkum skattleysismork. Kaer kvedja! Flokkur folksins X-F.Töldu í lagi að senda á þá sem væru ekki bannmerktir Póst- og fjarkskiptastofnun (PFS) krafði flokkana um svör vegna sendinganna og sömuleiðis þjónustuaðilann, 1819, sem sendi skilaboðin í öllum tilfellum. Lögmaður Miðflokksins benti á að þeim tilmælum hefði verið beint til 1819 að senda ekki á fólk sem væri bannmerkt í símaskrá. Það væri því upp á fyrirtækið að klaga. Sömuleiðis sagði hann að hægt væri að hafa samband við símaeigendur eftir ýmsum öðrum leiðum séu forrit á borð við Instagram. Twitter, G+ og Facebook í símunum. Þá væru fleiri forrit sem mætti nýta til að senda skilaboð á símanúmer, t.d. með Whatsapp, Messenger, Skype og fleiri forritum. Í öllum tilfellum séu það stillingar hjá notenda sem ákveði hvað hann vilji sjá og fá af upplýsingum. Það sama eigi við um SMS sagði lögmaðurinn. Í svari 1819 vegna málsins kom fram að það liti svo á að fólk hefði mgöuleika á að vera bannmerkt þegar það skrái sig í símaskrá. „Teljum við að ef fólk kýs ekki að vera bannmerkt sé verið að gefa samþykki.“Séra Halldór Gunnarsson leiddi lista Flokks fólksins í NorðausturkjördæmiFlokkur fólksinsSkuldinni skellt á tvo flokksmenn Í svari Flokks fólksins var skuldinni alfarið skellt á Halldór Gunnarsson, oddvita flokksins í Norðausturkjördæmi, og Pétur Einarsson sem var í öðru sæti á lista flokksins í sama kjördæmi. „Það skal ítrekað að Halldór Gunnarsson og Pétur Einarsson bera fulla og óskoraða ábyrgð á þessum sms sendingum og því ekki rétt sem fram kemur að Halldór Gunnarsson hafi haft meirihluta stjórnar á bakvið sig þegar hann tók þá ákvörðun að senda þessi skilaboð. “ Í tölvupósti frá Pétri til 1819 þann 25. október sendir hann upplýsingar um greiðanda vegna verkefnisins og eru þar nafn, kennitala og heimilisfang Flokks fólksins tilgreind. Í tölvupósti frá Halldóri Gunnarssyni, dags. 27. október, segir: „Staðfesti fyrir hönd Flokks fólksins að ákvörðun um að senda út SMS skilaboð til allra Íslendinga var tekin á fundi með oddvitum og stjórnarmönnum flokksins og undirritaður stjórnarmaður hefur meirihluta stjórnar um að þessi ákvörðun standi óhögguð.“ Í svörum við spurningum PFS kemur fram að staðið hafi til að senda 120 þúsund manns. Ekki sé vitað hve mörg skilaboð voru send en Inga Sæland, formaður flokksins, hafi stöðvað sendingarnar þegar 22 þúsund höfðu farið út. Sendingum hafi verið framhaldið að fyrirmælum Halldórs. Var það niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar að báðir flokkarnir hefðu brotið lög um fjarskipti með smáskilaboðasendingum sínum.
Alþingi Fjarskipti Flokkur fólksins Kosningar 2017 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira