Volkswagen tvöfaldar framleiðslu e-Golf Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2017 10:34 Volkswagen e-Golf. Rúnar Hreinsson Svo vel selst rafmagnsútgáfa Volkswagen Golf að fyrirtækið þarf að tvöfalda framleiðslu hans í verksmiðju sinni í Dreden. Framleiðslan mun fyrir vikið fara úr 35 í 70 bíla á dag og úr 1.050 bílum í 2.100 á mánuði. Bæta þarf við heilli aukavakt í verksmiðjunni og mun sú breyting gerast frá og með byrjun mars næstkomandi. Þegar drægni e-Golf fór í 200 km úr 125 km og rafhlöður bílsins stækkuðu úr 24,4 kWh í 35,8 kWh jókst mjög eftirspurnin eftir bílnum. Næsta skrefið er svo 48 kWh rafhlaða og kemst þá e-Golf 265 km á fullri hleðslu. Þá má enn búast við aukinni sölu e-Golf og því ætti Volkswagen að vera óhrætt að auka framleiðsluna eins og nú stendur til. Volkswagen e-Golf hefur selst mjög vel hér á landi og í ótrúlegu magni hjá nágrönnum okkar í Noregi. Þar seldust til að mynda 996 eintök í ágúst, 949 í september, 1.146 í október á þessu ári. Volkswagen e-Golf er lang söluhæsti rafmagnsbíllinn þar í landi. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent
Svo vel selst rafmagnsútgáfa Volkswagen Golf að fyrirtækið þarf að tvöfalda framleiðslu hans í verksmiðju sinni í Dreden. Framleiðslan mun fyrir vikið fara úr 35 í 70 bíla á dag og úr 1.050 bílum í 2.100 á mánuði. Bæta þarf við heilli aukavakt í verksmiðjunni og mun sú breyting gerast frá og með byrjun mars næstkomandi. Þegar drægni e-Golf fór í 200 km úr 125 km og rafhlöður bílsins stækkuðu úr 24,4 kWh í 35,8 kWh jókst mjög eftirspurnin eftir bílnum. Næsta skrefið er svo 48 kWh rafhlaða og kemst þá e-Golf 265 km á fullri hleðslu. Þá má enn búast við aukinni sölu e-Golf og því ætti Volkswagen að vera óhrætt að auka framleiðsluna eins og nú stendur til. Volkswagen e-Golf hefur selst mjög vel hér á landi og í ótrúlegu magni hjá nágrönnum okkar í Noregi. Þar seldust til að mynda 996 eintök í ágúst, 949 í september, 1.146 í október á þessu ári. Volkswagen e-Golf er lang söluhæsti rafmagnsbíllinn þar í landi.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent