Þörf á gífurlegri uppbyggingu en enginn vill borga Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2017 13:32 Sjálfboðaliðar vinna við hreinsun í Mosul. Vísir/AFP Það mun taka mörg ár að endurbyggja Írak eftir átökin við Íslamska ríkið. Þriggja ára átök hafa valdið gífurlegum skemmdum í norður- og vesturhluta Íraks. Svo til gott sem hver einasta borg og hver einasti bær sem ISIS-liðar stjórnuðu þarf á miklum viðgerðum að halda. Enn sem komið er hafa um 2,7 milljónir Íraka snúið aftur til heimila sinna eftir að hafa flúið undan vígamönnum ISIS. Þó halda rúmlega þrjár milljónir enn til í búðum og geta ekki snúið aftur. Verst er ástandið í Mosul þar sem áætlað er að nauðsynlegt sé að endurbyggja eða laga um 40 þúsund heimili. Um 600 þúsund manns af um tveimur milljónum íbúa Mosul, hafa ekki geta snúið aftur heim. Yfirvöld landsins áætla að um hundrað milljarða dala þurfti til endurbyggingar en sömuleiðis segja leiðtogar borgarinnar Mosul að álíka upphæð þurfi þar. Enn sem komið er vill þó enginn borga.Ríkisstjórn Donald Trump hefur gert Írökum ljóst að þeir muni ekki taka þátt í kostnaðinum og vonast Írakar þess í stað til þess að ríkar þjóðir Mið-Austurlanda, eins og Sádi-Arabía, komi þeim til aðstoðar. Einnig binda menn í Baghdad von við að Íran aðstoði þá.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar vinna Sameinuðu þjóðirnar að uppbyggingu í um tuttugu bæjum og borgum. Fjármögnun til verkefnisins er þó langt frá því að vera nægileg. Því hefur meirihluti þeirrar uppbyggingar sem þegar hefur átt sér stað verið unnin af einstaklingum.Þá gerir spilling og deilur á milli trúarflokka yfirvöldum erfitt fyrir. Skemmdirnar eru verstar á svæðum súnníta en sjítar stýra ríkinu í Baghdad. Óttast er að verði súnnítar yfirgefni muni meðfylgjandi gremja valda til nýrrar kynslóðar vígamanna. Ahmed Shaker, embættismaður í Ramadi, segir að borgin hafi ekki fengið krónu frá Baghdad. „Þegar við báðum ríkisstjórnina um fjármagn til uppbyggingar, sögðu þeir: Hjálpið ykkur sjálfum. Farið og spyrjið vini ykkar við Persaflóa.“ Það er tilvísun í aðra súnníta. Mið-Austurlönd Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Það mun taka mörg ár að endurbyggja Írak eftir átökin við Íslamska ríkið. Þriggja ára átök hafa valdið gífurlegum skemmdum í norður- og vesturhluta Íraks. Svo til gott sem hver einasta borg og hver einasti bær sem ISIS-liðar stjórnuðu þarf á miklum viðgerðum að halda. Enn sem komið er hafa um 2,7 milljónir Íraka snúið aftur til heimila sinna eftir að hafa flúið undan vígamönnum ISIS. Þó halda rúmlega þrjár milljónir enn til í búðum og geta ekki snúið aftur. Verst er ástandið í Mosul þar sem áætlað er að nauðsynlegt sé að endurbyggja eða laga um 40 þúsund heimili. Um 600 þúsund manns af um tveimur milljónum íbúa Mosul, hafa ekki geta snúið aftur heim. Yfirvöld landsins áætla að um hundrað milljarða dala þurfti til endurbyggingar en sömuleiðis segja leiðtogar borgarinnar Mosul að álíka upphæð þurfi þar. Enn sem komið er vill þó enginn borga.Ríkisstjórn Donald Trump hefur gert Írökum ljóst að þeir muni ekki taka þátt í kostnaðinum og vonast Írakar þess í stað til þess að ríkar þjóðir Mið-Austurlanda, eins og Sádi-Arabía, komi þeim til aðstoðar. Einnig binda menn í Baghdad von við að Íran aðstoði þá.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar vinna Sameinuðu þjóðirnar að uppbyggingu í um tuttugu bæjum og borgum. Fjármögnun til verkefnisins er þó langt frá því að vera nægileg. Því hefur meirihluti þeirrar uppbyggingar sem þegar hefur átt sér stað verið unnin af einstaklingum.Þá gerir spilling og deilur á milli trúarflokka yfirvöldum erfitt fyrir. Skemmdirnar eru verstar á svæðum súnníta en sjítar stýra ríkinu í Baghdad. Óttast er að verði súnnítar yfirgefni muni meðfylgjandi gremja valda til nýrrar kynslóðar vígamanna. Ahmed Shaker, embættismaður í Ramadi, segir að borgin hafi ekki fengið krónu frá Baghdad. „Þegar við báðum ríkisstjórnina um fjármagn til uppbyggingar, sögðu þeir: Hjálpið ykkur sjálfum. Farið og spyrjið vini ykkar við Persaflóa.“ Það er tilvísun í aðra súnníta.
Mið-Austurlönd Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira