Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2017 11:19 Frá vettvangi um klukkan 14:30 í dag. Vísir/Vilhelm Alvarlegt umferðarslys varð þegar rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór útaf veginum og valt eftir árekstur við fólksbíl á Suðurlandsvegi um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri rétt upp úr klukkan ellefu í morgun. Slysið varð með þeim hætti að rútunni var ekið aftan á fólksbíl. Ökumaður fólksbílsins, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. 33 einstaklingar voru fluttir af slysstað í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir, þeirra á meðal rútubílstjórinn sem er íslenskur, og eru þyrlurnar lentar í Reykjavík. Einn er látinn. Því til viðbótar voru ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi frá Litháen sem slösuðust ekki. Fólkið var allt flutt áleiðis til höfuðborgarinnar síðdegis. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang.Vísir/map.is Þetta er það sem við vitum um slysið: Einn lést og a.m.k. tólf slösuðust alvarlega og voru flutt af vettvangi í þyrlu Tveir farþegar festust undir rútunni og tók langan tíma að ná þeim þaðan. Annar þeirra var upphaflega talinn látinn en reyndist alvarlega slasaður. Allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar tóku þátt í aðgerðum Ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi, ferðamenn frá Litháen, slösuðust ekki alvarlega Miklar annir voru á Landspítalanum Blóðbankinn óskar eftir blóðgjöfum í O-flokki vegna slyssins Þjóðvegi 1 var lokað við Klaustur og verður lokuð fram á kvöld. Hjáleið er um Meðallandsveg. Kínverskir túlkar fóru á vettvang. Mikil hálka var á vettvangi og bratt niður af veginum þaðan sem rútan valt Fylgst var með nýjustu vendingum jafnóðum í vaktinni.
Alvarlegt umferðarslys varð þegar rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór útaf veginum og valt eftir árekstur við fólksbíl á Suðurlandsvegi um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri rétt upp úr klukkan ellefu í morgun. Slysið varð með þeim hætti að rútunni var ekið aftan á fólksbíl. Ökumaður fólksbílsins, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. 33 einstaklingar voru fluttir af slysstað í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir, þeirra á meðal rútubílstjórinn sem er íslenskur, og eru þyrlurnar lentar í Reykjavík. Einn er látinn. Því til viðbótar voru ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi frá Litháen sem slösuðust ekki. Fólkið var allt flutt áleiðis til höfuðborgarinnar síðdegis. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang.Vísir/map.is Þetta er það sem við vitum um slysið: Einn lést og a.m.k. tólf slösuðust alvarlega og voru flutt af vettvangi í þyrlu Tveir farþegar festust undir rútunni og tók langan tíma að ná þeim þaðan. Annar þeirra var upphaflega talinn látinn en reyndist alvarlega slasaður. Allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar tóku þátt í aðgerðum Ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi, ferðamenn frá Litháen, slösuðust ekki alvarlega Miklar annir voru á Landspítalanum Blóðbankinn óskar eftir blóðgjöfum í O-flokki vegna slyssins Þjóðvegi 1 var lokað við Klaustur og verður lokuð fram á kvöld. Hjáleið er um Meðallandsveg. Kínverskir túlkar fóru á vettvang. Mikil hálka var á vettvangi og bratt niður af veginum þaðan sem rútan valt Fylgst var með nýjustu vendingum jafnóðum í vaktinni.
Ferðamennska á Íslandi Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03