Bíleigendur ánægðastir með Tesla, Porsche og Genesis Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2017 10:37 Tesla Model S er sú bílgerð sem bíleigendur eru ánægðastir með. Í nýútkominni ánægjukönnun Consumer Reports í Bandaríkjunum kemur í ljós að bíleigendur eru ánægðastir með Tesla bíla og fær Tesla 90 stig af 100 mögulegum. Í næstu tveimur sætunum koma svo eigendur Porsche bíla (85) og Genesis (81), en það er lúxusbílamerki Hyundai. Bílgerðin Tesla Model S toppar listann yfir þær bílgerðir sem bíleigendur eru ánægðastir með. Það er svo Acura (58) bílamerkið sem vermir síðasta sætið á meðal bílamerkja, en það er lúxusbílamerki Honda. Mercedes Benz GLA er sú bílgerð sem bíleigendum líkar síst við. Bíleigendur árgerða 2015 til 2018 voru spurðir í þessari könnun Consumer Reports. Chrysler hækkaði um 4 sæti á listanum yfir bílamerki á milli ára á meðan Hyundai lækkaði um 11 sæti og Lexus um 8 sæti. Þær bílgerðir sem bíleigendur líkaði best við voru Tesla Model S, Porsche 911, Chevrolet Corvette, Lincoln Continental, Mazda MX-5 Miata, Toyota Prius, Tesla Model X, Honda Odyssey og Dodge Challenger. Listi Consumer Reports þetta árið er svona:Tesla (90)Porsche (85)Genesis (81)Chrysler (78)Audi (76)Mazda (76)Subaru (76)Toyota (76)Honda (75)Lincoln (75)Mini (73)Ram (73)Kia (72)Chevrolet (72)BMW (72)GMC (72)Ford (70)Lexus (70)Volvo (69)Dodge (68)Jeep (68)Mercedes-Benz (67)Volkswagen (67)Hyundai (67)Buick (66)Cadillac (64)Infiniti (60)Mitsubishi (58)Nissan (58)Acura (58) Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent
Í nýútkominni ánægjukönnun Consumer Reports í Bandaríkjunum kemur í ljós að bíleigendur eru ánægðastir með Tesla bíla og fær Tesla 90 stig af 100 mögulegum. Í næstu tveimur sætunum koma svo eigendur Porsche bíla (85) og Genesis (81), en það er lúxusbílamerki Hyundai. Bílgerðin Tesla Model S toppar listann yfir þær bílgerðir sem bíleigendur eru ánægðastir með. Það er svo Acura (58) bílamerkið sem vermir síðasta sætið á meðal bílamerkja, en það er lúxusbílamerki Honda. Mercedes Benz GLA er sú bílgerð sem bíleigendum líkar síst við. Bíleigendur árgerða 2015 til 2018 voru spurðir í þessari könnun Consumer Reports. Chrysler hækkaði um 4 sæti á listanum yfir bílamerki á milli ára á meðan Hyundai lækkaði um 11 sæti og Lexus um 8 sæti. Þær bílgerðir sem bíleigendur líkaði best við voru Tesla Model S, Porsche 911, Chevrolet Corvette, Lincoln Continental, Mazda MX-5 Miata, Toyota Prius, Tesla Model X, Honda Odyssey og Dodge Challenger. Listi Consumer Reports þetta árið er svona:Tesla (90)Porsche (85)Genesis (81)Chrysler (78)Audi (76)Mazda (76)Subaru (76)Toyota (76)Honda (75)Lincoln (75)Mini (73)Ram (73)Kia (72)Chevrolet (72)BMW (72)GMC (72)Ford (70)Lexus (70)Volvo (69)Dodge (68)Jeep (68)Mercedes-Benz (67)Volkswagen (67)Hyundai (67)Buick (66)Cadillac (64)Infiniti (60)Mitsubishi (58)Nissan (58)Acura (58)
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent