Bíleigendur ánægðastir með Tesla, Porsche og Genesis Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2017 10:37 Tesla Model S er sú bílgerð sem bíleigendur eru ánægðastir með. Í nýútkominni ánægjukönnun Consumer Reports í Bandaríkjunum kemur í ljós að bíleigendur eru ánægðastir með Tesla bíla og fær Tesla 90 stig af 100 mögulegum. Í næstu tveimur sætunum koma svo eigendur Porsche bíla (85) og Genesis (81), en það er lúxusbílamerki Hyundai. Bílgerðin Tesla Model S toppar listann yfir þær bílgerðir sem bíleigendur eru ánægðastir með. Það er svo Acura (58) bílamerkið sem vermir síðasta sætið á meðal bílamerkja, en það er lúxusbílamerki Honda. Mercedes Benz GLA er sú bílgerð sem bíleigendum líkar síst við. Bíleigendur árgerða 2015 til 2018 voru spurðir í þessari könnun Consumer Reports. Chrysler hækkaði um 4 sæti á listanum yfir bílamerki á milli ára á meðan Hyundai lækkaði um 11 sæti og Lexus um 8 sæti. Þær bílgerðir sem bíleigendur líkaði best við voru Tesla Model S, Porsche 911, Chevrolet Corvette, Lincoln Continental, Mazda MX-5 Miata, Toyota Prius, Tesla Model X, Honda Odyssey og Dodge Challenger. Listi Consumer Reports þetta árið er svona:Tesla (90)Porsche (85)Genesis (81)Chrysler (78)Audi (76)Mazda (76)Subaru (76)Toyota (76)Honda (75)Lincoln (75)Mini (73)Ram (73)Kia (72)Chevrolet (72)BMW (72)GMC (72)Ford (70)Lexus (70)Volvo (69)Dodge (68)Jeep (68)Mercedes-Benz (67)Volkswagen (67)Hyundai (67)Buick (66)Cadillac (64)Infiniti (60)Mitsubishi (58)Nissan (58)Acura (58) Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent
Í nýútkominni ánægjukönnun Consumer Reports í Bandaríkjunum kemur í ljós að bíleigendur eru ánægðastir með Tesla bíla og fær Tesla 90 stig af 100 mögulegum. Í næstu tveimur sætunum koma svo eigendur Porsche bíla (85) og Genesis (81), en það er lúxusbílamerki Hyundai. Bílgerðin Tesla Model S toppar listann yfir þær bílgerðir sem bíleigendur eru ánægðastir með. Það er svo Acura (58) bílamerkið sem vermir síðasta sætið á meðal bílamerkja, en það er lúxusbílamerki Honda. Mercedes Benz GLA er sú bílgerð sem bíleigendum líkar síst við. Bíleigendur árgerða 2015 til 2018 voru spurðir í þessari könnun Consumer Reports. Chrysler hækkaði um 4 sæti á listanum yfir bílamerki á milli ára á meðan Hyundai lækkaði um 11 sæti og Lexus um 8 sæti. Þær bílgerðir sem bíleigendur líkaði best við voru Tesla Model S, Porsche 911, Chevrolet Corvette, Lincoln Continental, Mazda MX-5 Miata, Toyota Prius, Tesla Model X, Honda Odyssey og Dodge Challenger. Listi Consumer Reports þetta árið er svona:Tesla (90)Porsche (85)Genesis (81)Chrysler (78)Audi (76)Mazda (76)Subaru (76)Toyota (76)Honda (75)Lincoln (75)Mini (73)Ram (73)Kia (72)Chevrolet (72)BMW (72)GMC (72)Ford (70)Lexus (70)Volvo (69)Dodge (68)Jeep (68)Mercedes-Benz (67)Volkswagen (67)Hyundai (67)Buick (66)Cadillac (64)Infiniti (60)Mitsubishi (58)Nissan (58)Acura (58)
Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent