Borgarráð stóð þó ekki heilt að baki samþykktinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram bókun þar sem gerðar voru athugasemdir við að útboð skuli ekki hafa farið fram á sölu byggingarréttar fyrir íbúðarhúsnæði sem og við kaupverðið.

„Eignamiðlun hefur mikla reynslu í verðmati á íbúðarhúsnæði og lóðum undir íbúðarhúsnæði. Þetta er 27 prósentum undir því verðmati,“ segir Kjartan.
Í bókun meirihlutans segir að veittur hafi verið tíu prósenta afsláttur frá verðmatinu vegna umfangs viðskiptanna, frumkvæðis stúdíósins, frumkvöðlastarfs í skapandi greinum ásamt „þeirri framsýnu klasauppbyggingu í kvikmyndagerð sem er að verða að veruleika í Reykjavík“.