Kjararáði verði falið að ákveða kaup og kjör fyrir vinnu fanga Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. desember 2017 07:00 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, fylgist grannt með aðbúnaði í fangelsum landsins. vísir/vilhelm „Ég er kominn á þá skoðun að kjararáð eigi að úrskurða um kjör fanga,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, og vísar til orða fjármálaráðherra nú í vikunni þess efnis að kjararáð úrskurði um kjör þeirra stétta sem ekki geta sjálfar samið um kjör sín stöðu sinnar vegna. Guðmundur segir dagpeninga fanga ekki hafa hækkað síðan árið 2006 og þóknun fanga fyrir vinnu og nám hafi í rauninni ekkert hækkað um langa hríð og séu smánarlega lág eða 415 kr. á tímann. Hann segir fangelsin taka mun hærri greiðslur frá fyrirtækjum fyrir útselda vinnu og fagnar fyrirspurnum umboðsmanns Alþingis um þessi efni til ráðherra heilbrigðis- og dómsmála. Umboðsmaður Alþingis ritaði dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra bréf í síðustu viku þar sem hann óskar upplýsinga um nánar tilgreind atriði vegna fyrirhugaðs álits um aðbúnað og réttarstöðu fanga í fangelsinu á Litla-Hrauni. Umboðsmaður óskar margvíslegra upplýsinga um útreikninga á fæðisfé, dagpeningum og þóknunum til fanga fyrir vinnu og nám í fangelsunum. Hann spyr meðal annars um kröfur til næringarinnihalds fæðis í fangelsum og samhengis þeirra krafna og þess fæðisfjár sem föngum er úthlutað. Þá óskar hann eftir upplýsingum um hvernig dagpeningar eru ákvarðaðir með hliðsjón af þeirri viðmiðun að fangi eigi fyrir brýnustu nauðsynjum til persónulegrar umhirðu. Hann gerir sértekjur fangelsisins á Litla-Hrauni af útseldri vinnu sem fangar inna af hendi að umtalsefni og spyr hvernig umræddar sértekjur hafi áhrif á ákvörðun og greiðslu þóknunar til fanga sem vinna að umræddum útseldum verkefnum. Umboðsmaður gerir einnig gagnrýni innlendra og erlendra eftirlitsaðila á málefnum geðsjúkra fanga að umtalsefni og óskar eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um hvort framkvæmt hafi verið sérstakt mat á almennri þjónustuþörf á Litla-Hrauni með tilliti til geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu og hvort tekið hafi verið til skoðunar að lagt verði mat á það hverju sinni hvort forsvaranlegt sé að vista sakhæfan fanga sem glímir við andleg veikindi í afplánunarfangelsi með tilliti til þeirrar þjónustu sem þar er í boði. Umboðsmaður spyr einnig um vistun andlega veikra fanga í afplánunarfangelsum, um afgreiðslu beiðna um innlögn veikra fanga á geðdeild og form og forsendur fyrir synjunum slíkra beiðna. Þá óskar umboðsmaður eftir afritum af öllum beiðnum um slíkar innlagnir og afgreiðslu þeirra á árunum 2016 og 2017. Fyrirspurnir umboðsmanns eiga uppruna sinn að rekja til athugunar á aðbúnaði á Litla-Hrauni árið 2013. Í erindinu lætur hann þess getið að vafi leiki á um að gerðar hafi verið fullnægjandi úrbætur á þeim atriðum sem hann hafi gert athugasemdir við og íhugar nú að ljúka umræddri athugun með sérstakri álitsgerð. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Ég er kominn á þá skoðun að kjararáð eigi að úrskurða um kjör fanga,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, og vísar til orða fjármálaráðherra nú í vikunni þess efnis að kjararáð úrskurði um kjör þeirra stétta sem ekki geta sjálfar samið um kjör sín stöðu sinnar vegna. Guðmundur segir dagpeninga fanga ekki hafa hækkað síðan árið 2006 og þóknun fanga fyrir vinnu og nám hafi í rauninni ekkert hækkað um langa hríð og séu smánarlega lág eða 415 kr. á tímann. Hann segir fangelsin taka mun hærri greiðslur frá fyrirtækjum fyrir útselda vinnu og fagnar fyrirspurnum umboðsmanns Alþingis um þessi efni til ráðherra heilbrigðis- og dómsmála. Umboðsmaður Alþingis ritaði dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra bréf í síðustu viku þar sem hann óskar upplýsinga um nánar tilgreind atriði vegna fyrirhugaðs álits um aðbúnað og réttarstöðu fanga í fangelsinu á Litla-Hrauni. Umboðsmaður óskar margvíslegra upplýsinga um útreikninga á fæðisfé, dagpeningum og þóknunum til fanga fyrir vinnu og nám í fangelsunum. Hann spyr meðal annars um kröfur til næringarinnihalds fæðis í fangelsum og samhengis þeirra krafna og þess fæðisfjár sem föngum er úthlutað. Þá óskar hann eftir upplýsingum um hvernig dagpeningar eru ákvarðaðir með hliðsjón af þeirri viðmiðun að fangi eigi fyrir brýnustu nauðsynjum til persónulegrar umhirðu. Hann gerir sértekjur fangelsisins á Litla-Hrauni af útseldri vinnu sem fangar inna af hendi að umtalsefni og spyr hvernig umræddar sértekjur hafi áhrif á ákvörðun og greiðslu þóknunar til fanga sem vinna að umræddum útseldum verkefnum. Umboðsmaður gerir einnig gagnrýni innlendra og erlendra eftirlitsaðila á málefnum geðsjúkra fanga að umtalsefni og óskar eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um hvort framkvæmt hafi verið sérstakt mat á almennri þjónustuþörf á Litla-Hrauni með tilliti til geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu og hvort tekið hafi verið til skoðunar að lagt verði mat á það hverju sinni hvort forsvaranlegt sé að vista sakhæfan fanga sem glímir við andleg veikindi í afplánunarfangelsi með tilliti til þeirrar þjónustu sem þar er í boði. Umboðsmaður spyr einnig um vistun andlega veikra fanga í afplánunarfangelsum, um afgreiðslu beiðna um innlögn veikra fanga á geðdeild og form og forsendur fyrir synjunum slíkra beiðna. Þá óskar umboðsmaður eftir afritum af öllum beiðnum um slíkar innlagnir og afgreiðslu þeirra á árunum 2016 og 2017. Fyrirspurnir umboðsmanns eiga uppruna sinn að rekja til athugunar á aðbúnaði á Litla-Hrauni árið 2013. Í erindinu lætur hann þess getið að vafi leiki á um að gerðar hafi verið fullnægjandi úrbætur á þeim atriðum sem hann hafi gert athugasemdir við og íhugar nú að ljúka umræddri athugun með sérstakri álitsgerð.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira