Ný verðlaun í íslenskri myndlist Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2017 10:45 Málverk eftir Jón Axel. Fréttablaðið/Pjetur Íslensku myndlistarverðlaunin verða í fyrsta skipti afhent í febrúar næstkomandi. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar á vefnum myndlistarsjodur.is. Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum: Myndlistarmaður ársins og Hvatningarverðlaun ársins. Það er Myndlistarráð sem stendur að verðlaununum. Þau hafa þann tilgang að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi og er ætlað að stuðla að kynningu á íslenskum myndlistarmönnum og styðja við myndsköpun þeirra. Aðalverðlaunin, ein milljón króna, verða veitt íslenskum myndlistarmanni eða myndlistarmanni með búsetu á Íslandi sem þykir hafa skarað fram úr með nýlegum verkum og sýningu á Íslandi á árinu 2017. Hvatningarverðlaunin, fimm hundruð þúsund krónur, verða veitt ungum starfandi myndlistarmanni sem lokið hefur grunnnámi á síðastliðnum fimm árum og sýnt opinberlega á þeim tíma. Dómnefnd er skipuð til eins árs í senn og í henni sitja árið 2017 til 2018 þau Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir myndlistarmaður, fyrir hönd SÍM, Sigrún Hrólfsdóttir, deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, Magnús Gestsson, formaður Listfræðafélags Íslands, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, fulltrúi safnstjóra íslenskra safna, og Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður Myndlistarráðs. Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Íslensku myndlistarverðlaunin verða í fyrsta skipti afhent í febrúar næstkomandi. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar á vefnum myndlistarsjodur.is. Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum: Myndlistarmaður ársins og Hvatningarverðlaun ársins. Það er Myndlistarráð sem stendur að verðlaununum. Þau hafa þann tilgang að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi og er ætlað að stuðla að kynningu á íslenskum myndlistarmönnum og styðja við myndsköpun þeirra. Aðalverðlaunin, ein milljón króna, verða veitt íslenskum myndlistarmanni eða myndlistarmanni með búsetu á Íslandi sem þykir hafa skarað fram úr með nýlegum verkum og sýningu á Íslandi á árinu 2017. Hvatningarverðlaunin, fimm hundruð þúsund krónur, verða veitt ungum starfandi myndlistarmanni sem lokið hefur grunnnámi á síðastliðnum fimm árum og sýnt opinberlega á þeim tíma. Dómnefnd er skipuð til eins árs í senn og í henni sitja árið 2017 til 2018 þau Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir myndlistarmaður, fyrir hönd SÍM, Sigrún Hrólfsdóttir, deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, Magnús Gestsson, formaður Listfræðafélags Íslands, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, fulltrúi safnstjóra íslenskra safna, og Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður Myndlistarráðs.
Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira